Gunnleifur byrjaður að kvarta undan hávaðanum Elvar Geir Magnússon skrifar 2. september 2010 07:45 Fréttablaðið/Anton „Þetta var heldur betur stórleikur og frábært að ná að vinna hann," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, sem var með landsliðshópnum í go-kart þegar undirritaður náði á hann. Gunnleifur sat þó ekki sjálfur undir stýri heldur lét yngri leikmenn um að þeysast um brautina. „Ég er búinn með allt þetta. Við eldri gaurarnir sitjum bara, drekkum kaffi og horfum á guttana leika sér í þessu. Við erum farnir að kvarta yfir hávaðanum í þessu og það segir ýmislegt um hvað við erum orðnir gamlir," sagði Gunnleifur kíminn. FH-ingar hafa tangarhald á KR-ingum og lögðu þá enn eina ferðina á mánudaginn. „Við vissum að KR er með frábært lið og við töluðum um það fyrir leikinn að þetta væri úrslitaleikur. Þó þeir hafi verið á miklu skriði vissum við að það myndi ekki telja mikið þegar út í þennan leik væri komið," sagði Gunnleifur. „Þeir veittu okkur verðuga mótspyrnu en það var samt alltaf ró yfir okkar leik fannst mér. Við vorum mjög yfirvegaðir og vorum að leika kannski mun aftar en við erum vanir. Stundum þarf bara að vinna leiki þannig og það gekk vel." Atli Viðar Björnsson skoraði eina mark leiksins en Gunnleifur hélt hreinu og uppskar níu í einkunn fyrir sína frammistöðu. „Ég er sáttur við minn leik. Eftir Fylkisleikinn var ég svekktur enda hefði ég getað gert betur í mörkunum sem ég fékk á mig þar. En ég er með frábæra leikmenn í liði sem sáu til þess að við náðum að skora fleiri mörk en þeir og unnum leikinn. Við töpum saman sem lið og vinnum saman sem lið," sagði Gunnleifur. FH-ingar eru fjórum stigum frá toppliði ÍBV þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. „Við þurfum að einbeita okkur að því sem við erum að gera, við getum ekki haft nein áhrif á það sem gerist í öðrum leikjum. Ég vona bara að vinir mínir Finnur Ólafsson og Tryggvi Guðmundsson verði ekki í góðum gír heldur hleypi okkur nær sér. Þá er aldrei að vita hvað gerist." Þar sem Gunnleifur er HK-ingur að upplagi væri það þá ekki hans versta martröð að sjá Breiðablik hampa titlinum í lokin? „Alltaf er verið að reyna að veiða mig í eitthvað svona! Ég orða það bara þannig að það væri best ef FH yrði Íslandsmeistari. Ég get ekki sagt neitt annað," sagði Gunnleifur. Fram undan eru fyrstu landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins. „Nú er þessi leikur gegn KR að baki og maður byrjaður að einbeita sér að leiknum gegn Noregi á föstudaginn. Við ætlum bara að reyna að skapa góða stemningu inni í hópnum og ná að gera einhverja hluti í leiknum á föstudaginn," sagði Gunnleifur. Í landsliðshópnum að þessu sinni eru nokkrir leikmenn sem hafa verið að gera góða hluti með U21-landsliðinu. „Það er mjög ánægjulegt. Þeir eru búnir að sýna það og sanna í sinni undankeppni að þeir eru verðugir í þetta A-landslið og eiga allt hrós skilið. Ég held að þeir séu mjög tilbúnir." Gunnleifur segist þekkja norska landsliðið vel. „Við þekkjum flesta leikmenn sem eru að spila þarna og þekkjum hugmyndir þjálfarans um hvernig eigi að spila fótbolta. Þeir eiga ekkert að koma okkur á óvart en við eigum eftir að fara yfir það í vikunni hvernig við eigum að bregðast við og leggja upp okkar leik. Við þurfum að hafa hausinn í lagi og vera klárir," sagði Gunnleifur Gunnleifsson. Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Þetta var heldur betur stórleikur og frábært að ná að vinna hann," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, sem var með landsliðshópnum í go-kart þegar undirritaður náði á hann. Gunnleifur sat þó ekki sjálfur undir stýri heldur lét yngri leikmenn um að þeysast um brautina. „Ég er búinn með allt þetta. Við eldri gaurarnir sitjum bara, drekkum kaffi og horfum á guttana leika sér í þessu. Við erum farnir að kvarta yfir hávaðanum í þessu og það segir ýmislegt um hvað við erum orðnir gamlir," sagði Gunnleifur kíminn. FH-ingar hafa tangarhald á KR-ingum og lögðu þá enn eina ferðina á mánudaginn. „Við vissum að KR er með frábært lið og við töluðum um það fyrir leikinn að þetta væri úrslitaleikur. Þó þeir hafi verið á miklu skriði vissum við að það myndi ekki telja mikið þegar út í þennan leik væri komið," sagði Gunnleifur. „Þeir veittu okkur verðuga mótspyrnu en það var samt alltaf ró yfir okkar leik fannst mér. Við vorum mjög yfirvegaðir og vorum að leika kannski mun aftar en við erum vanir. Stundum þarf bara að vinna leiki þannig og það gekk vel." Atli Viðar Björnsson skoraði eina mark leiksins en Gunnleifur hélt hreinu og uppskar níu í einkunn fyrir sína frammistöðu. „Ég er sáttur við minn leik. Eftir Fylkisleikinn var ég svekktur enda hefði ég getað gert betur í mörkunum sem ég fékk á mig þar. En ég er með frábæra leikmenn í liði sem sáu til þess að við náðum að skora fleiri mörk en þeir og unnum leikinn. Við töpum saman sem lið og vinnum saman sem lið," sagði Gunnleifur. FH-ingar eru fjórum stigum frá toppliði ÍBV þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. „Við þurfum að einbeita okkur að því sem við erum að gera, við getum ekki haft nein áhrif á það sem gerist í öðrum leikjum. Ég vona bara að vinir mínir Finnur Ólafsson og Tryggvi Guðmundsson verði ekki í góðum gír heldur hleypi okkur nær sér. Þá er aldrei að vita hvað gerist." Þar sem Gunnleifur er HK-ingur að upplagi væri það þá ekki hans versta martröð að sjá Breiðablik hampa titlinum í lokin? „Alltaf er verið að reyna að veiða mig í eitthvað svona! Ég orða það bara þannig að það væri best ef FH yrði Íslandsmeistari. Ég get ekki sagt neitt annað," sagði Gunnleifur. Fram undan eru fyrstu landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins. „Nú er þessi leikur gegn KR að baki og maður byrjaður að einbeita sér að leiknum gegn Noregi á föstudaginn. Við ætlum bara að reyna að skapa góða stemningu inni í hópnum og ná að gera einhverja hluti í leiknum á föstudaginn," sagði Gunnleifur. Í landsliðshópnum að þessu sinni eru nokkrir leikmenn sem hafa verið að gera góða hluti með U21-landsliðinu. „Það er mjög ánægjulegt. Þeir eru búnir að sýna það og sanna í sinni undankeppni að þeir eru verðugir í þetta A-landslið og eiga allt hrós skilið. Ég held að þeir séu mjög tilbúnir." Gunnleifur segist þekkja norska landsliðið vel. „Við þekkjum flesta leikmenn sem eru að spila þarna og þekkjum hugmyndir þjálfarans um hvernig eigi að spila fótbolta. Þeir eiga ekkert að koma okkur á óvart en við eigum eftir að fara yfir það í vikunni hvernig við eigum að bregðast við og leggja upp okkar leik. Við þurfum að hafa hausinn í lagi og vera klárir," sagði Gunnleifur Gunnleifsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn