Jón Gnarr verður næsti borgarstjóri í Reykjavík ef marka má spár þeirra sem veðja á vefsíðunni Betsson. Næstlíklegust þykja þau Hanna Birna Kristjánsdóttir og Dagur B. Eggertsson. Þá eru einhverjir sem spá því að næsti borgarstjóri komi ekki úr hópi þeirra sem bjóða sig fram til borgarstjórnar en langólíklegast þykir að Sóley Tómasdóttir verði borgarstjóri.
Vísir sagði frá því fyrir viku síðan að hægt væri að veðja á úrslit sveitastjórnarkosninganna á Betsson. Þá var niðurstaðan sú að flestir sem veðjuðu töldu líklegast að Hanna Birna eða Dagur myndu hreppa borgarstjórastólinn að loknum kosningum, en á eftir þeim kom Jón Gnarr.
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum sem hafa birst um fylgi flokkanna mælist Besti flokkur Jóns Gnarr stærstur. Þar á eftir kemur Sjálfstæðisflokkurinn og því næst Samfylkingin. Alls eru sjö listar sem bjóða fram í Reykjavík.
Veðja á Jón Gnarr
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið


Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing
Viðskipti innlent





„Þetta verður ekki auðvelt“
Erlent


