Hvernig Alþingi? 4. september 2010 06:00 Nú beinist athygli okkar að Alþingi þegar það kemur aftur saman. Þingið er mikilvægasta stofnun samfélagsins og mikið undir því komið að þar sé vel starfað og skilað árangri. Virðing almennings fyrir löggjafarsamkundunni virðist í lágmarki þegar rúmlega einn af hverjum tíu eru ánægðir með vinnubrögðin samkvæmt skoðanakönnun. Stundum er hlutfallið hærra. Undarlegt má það heita að þingmenn virðast ekki hafa áhyggjur af þessu. Þingið getur aldrei orðið venjulegur vinnustaður. Eðli þingstarfa á sér enga hliðstæðu í fyrirtækjum eða stofnunum í þjóðfélaginu. Á engum vinnustað öðrum skiptast menn í tvo hópa þar sem annar ræður en hinn gagnrýnir þann sem ræður. Hjá þessu verður ekki komist, þarna skipa menn sér í meirihluta og minnihluta, ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Samt virðist greinilegur vilji á Alþingi að víkja frá þessum starfsháttum og mynda samstarfshópa þessara tveggja fylkinga um ákveðin mál. Ég tel að þjóðin myndi fagna því ef slík samstaða gæti náðst í stórum málum. Markmið beggja þessara fylkinga er að ljúka málum á farsælan hátt fyrir þjóðina, finna leiðir til þess sem ganga upp og þeir verða að taka gagnrýni með jákvæðu hugarfari.Starf í nefndumMeginstarf þingsins er unnið í nefndum og er greinilegt að hlutverk þeirra hefur vaxið að undanförnu. Nokkrar þeirra eru sístarfandi, halda fundi yfir sumarið þegar hlé er á fundum þingsins. Nefndirnar kalla á sinn fund hagsmunaaðila sem frumvarpið snertir sem rætt er og mættu þær fá betri lögfræðiaðstoð við þá vinnu. Þessa fundi ætti að opna almenningi betur en gert hefur verið. Það vekur áhuga á starfi Alþingis og almenningur myndi átta sig betur á hve vandasamt starfið getur verið og vegur þingsins aukist. Á vissum fundum nefnda yrði orðið gefið laust áheyrendum sem gætu spurt og komið með athugasemdir. Taka mætti saman spurningar fyrir nefndafundi sem reynt yrði að svara á fundunum sem almenningur mætti sækja. Þessar spurningar eða atriði gæti fólk fengið fyrir fundi og komið þannig undirbúið á þingfund ætlaðan almenningi. Samstarf þings og þjóðar getur birst í smækkaðri mynd í þessu. Landið eitt kjördæmiLandið hefur skipst í kjördæmi frá því Alþingi var endurreist á 19. öld. Þau hafa verið smá og önnur stór eftir staðháttum og tímabilum. Ísland er ekki lengur landbúnaðarsamfélag þar sem sú atvinnugrein einkennir þjóðfélagið. Hér er iðnaðar- og þjónustusamfélag. Fjarlægðir horfnar í reynd og löngu orðið eðlilegt að líta á þetta dvergríki okkar sem eitt kjördæmi. Þingmenn verða hvort sem er að hugsa heildstætt og lögin sem þeir setja gilda um allt land. Við myndum hætta að tala um landsbyggðarþingmenn og þingmenn þéttbýlis. Togstreitan milli þessara byggðaeinkenna myndi minnka.Frambjóðendur til Alþingis kæmu alls staðar að og flokkarnir gættu þess að jafnvægi þarna á milli væri á listum þeirra við kosningar. Gamli hugsunarhátturinn þarf að hverfa þegar menn segja að hneisa sé að samgönguráðherra sé ekki af landsbyggðinni heldur úr þéttbýli. Halda menn að ráðherra samgöngumála horfi ekki út fyrir þéttbýli ef hann er þaðan? Getur ekki verið að hugsunarháttur þingmanna geti breyst við þetta og verði stærri í sniðum og músarholusjónarmiðum fækki?Alþingi ætti að geta risið sem fuglinn Fönix í nýjar hæðir og tekið greinilega forystu um þau málefni sem brenna á þjóðinni. Það yrði þó varla meðan ríkisstjórn situr á þingi og drottnar þar yfir skoðunum og atkvæðum. Verður nokkur endurreisn nema við víkjum frá þingræði? Það verður verkefni stjórnlagaþings að taka það til meðferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Skoðun Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Nú beinist athygli okkar að Alþingi þegar það kemur aftur saman. Þingið er mikilvægasta stofnun samfélagsins og mikið undir því komið að þar sé vel starfað og skilað árangri. Virðing almennings fyrir löggjafarsamkundunni virðist í lágmarki þegar rúmlega einn af hverjum tíu eru ánægðir með vinnubrögðin samkvæmt skoðanakönnun. Stundum er hlutfallið hærra. Undarlegt má það heita að þingmenn virðast ekki hafa áhyggjur af þessu. Þingið getur aldrei orðið venjulegur vinnustaður. Eðli þingstarfa á sér enga hliðstæðu í fyrirtækjum eða stofnunum í þjóðfélaginu. Á engum vinnustað öðrum skiptast menn í tvo hópa þar sem annar ræður en hinn gagnrýnir þann sem ræður. Hjá þessu verður ekki komist, þarna skipa menn sér í meirihluta og minnihluta, ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Samt virðist greinilegur vilji á Alþingi að víkja frá þessum starfsháttum og mynda samstarfshópa þessara tveggja fylkinga um ákveðin mál. Ég tel að þjóðin myndi fagna því ef slík samstaða gæti náðst í stórum málum. Markmið beggja þessara fylkinga er að ljúka málum á farsælan hátt fyrir þjóðina, finna leiðir til þess sem ganga upp og þeir verða að taka gagnrýni með jákvæðu hugarfari.Starf í nefndumMeginstarf þingsins er unnið í nefndum og er greinilegt að hlutverk þeirra hefur vaxið að undanförnu. Nokkrar þeirra eru sístarfandi, halda fundi yfir sumarið þegar hlé er á fundum þingsins. Nefndirnar kalla á sinn fund hagsmunaaðila sem frumvarpið snertir sem rætt er og mættu þær fá betri lögfræðiaðstoð við þá vinnu. Þessa fundi ætti að opna almenningi betur en gert hefur verið. Það vekur áhuga á starfi Alþingis og almenningur myndi átta sig betur á hve vandasamt starfið getur verið og vegur þingsins aukist. Á vissum fundum nefnda yrði orðið gefið laust áheyrendum sem gætu spurt og komið með athugasemdir. Taka mætti saman spurningar fyrir nefndafundi sem reynt yrði að svara á fundunum sem almenningur mætti sækja. Þessar spurningar eða atriði gæti fólk fengið fyrir fundi og komið þannig undirbúið á þingfund ætlaðan almenningi. Samstarf þings og þjóðar getur birst í smækkaðri mynd í þessu. Landið eitt kjördæmiLandið hefur skipst í kjördæmi frá því Alþingi var endurreist á 19. öld. Þau hafa verið smá og önnur stór eftir staðháttum og tímabilum. Ísland er ekki lengur landbúnaðarsamfélag þar sem sú atvinnugrein einkennir þjóðfélagið. Hér er iðnaðar- og þjónustusamfélag. Fjarlægðir horfnar í reynd og löngu orðið eðlilegt að líta á þetta dvergríki okkar sem eitt kjördæmi. Þingmenn verða hvort sem er að hugsa heildstætt og lögin sem þeir setja gilda um allt land. Við myndum hætta að tala um landsbyggðarþingmenn og þingmenn þéttbýlis. Togstreitan milli þessara byggðaeinkenna myndi minnka.Frambjóðendur til Alþingis kæmu alls staðar að og flokkarnir gættu þess að jafnvægi þarna á milli væri á listum þeirra við kosningar. Gamli hugsunarhátturinn þarf að hverfa þegar menn segja að hneisa sé að samgönguráðherra sé ekki af landsbyggðinni heldur úr þéttbýli. Halda menn að ráðherra samgöngumála horfi ekki út fyrir þéttbýli ef hann er þaðan? Getur ekki verið að hugsunarháttur þingmanna geti breyst við þetta og verði stærri í sniðum og músarholusjónarmiðum fækki?Alþingi ætti að geta risið sem fuglinn Fönix í nýjar hæðir og tekið greinilega forystu um þau málefni sem brenna á þjóðinni. Það yrði þó varla meðan ríkisstjórn situr á þingi og drottnar þar yfir skoðunum og atkvæðum. Verður nokkur endurreisn nema við víkjum frá þingræði? Það verður verkefni stjórnlagaþings að taka það til meðferðar.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun