Logi: Ef Guð er til næ ég heilu tímabili án meiðsla Elvar Geir Magnússon skrifar 13. apríl 2010 16:15 Logi á blaðamannafundinum í dag. Mynd/Vilhelm „Þetta er ungt og flott lið. Það hefur verið mikil uppbygging í gangi sem hefur skilað sér," sagði Logi Geirsson sem er kominn heim úr atvinnumennskunni erlendis og genginn í raðir uppeldisfélagsins FH. „Ég geri tveggja ára samning og ætla mér að spila með félaginu þar til eitthvað annað kemur fram. Ég vænti þess að það komi einhver tilboð frá öðrum félögum," sagði Logi á blaðamannafundi í dag. „Hungrið hefur aðeins dáið vegna erfiðra meiðsla. Mér tókst að vera stór hérna hjá FH og komast í eitt af bestu liðum í heimi. Mín stefna er að koma hingað, sækja hungrið og fara svo út aftur." Logi ætlar að halda áfram að berjast um sæti í landsliðinu. „Ég er ekki kominn hingað til að hvíla mig. Ég ætla að berjast um sæti í landsliðinu, einu af þremur bestu landsliðum heims í dag," sagði Logi sem hefur glímt við erfið meiðsli síðustu ár. „Öxlin er nokkuð góð. Það er ár síðan ég fór í aðgerðina. Það hefur verið stöðug framþróun. Hér heima fæ ég bestu meðhöndlun sem ég hef fengið og ég stefni á að vera kominn í mitt besta form fyrir næsta vetur. Ef Guð er til næ ég heilu tímabili í FH án þess að meiðast," sagði Logi. „Formlegar samningaviðræður tóku um hálftíma," sagði Þorgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH á blaðamannafundinum í dag. Logi brosti og sagði það kannski hafa verið nær klukkutíma. „Efnislega var gengið frá þessu í gærkvöldi. Samningurinn er til tveggja ára. Logi hefur metnað til að snúa aftur í atvinnumennsku en við sjáum hvernig það þróast. Við munum ekki standa í vegi fyrir honum ef áhugi kemur að utan fyrir næsta vor," sagði Þorgeir og tilkynnti að Logi muni spila allt næsta tímabil nema eitthvað stórkostlegt gerist. „Varðandi ástandið á honum þá var hann settur í læknisskoðun í gær og stóðst það próf mjög vel. Við höfum ekki áhyggjur af líkamlegu ásigkomulagi hans." „Það er engin stórkostleg stefnubreyting á vegum deildarinnar að fá Loga. Þetta er bara tækifæri sem kom upp og við gripum það. Við erum áfram að vinna eftir sömu formúlu, það er að byggja liðið upp á okkar eigin leikmönnum. Við viljum gera unga og hæfileikaríka leikmenn enn betri. Ég er sannfærður um að Logi muni hjálpa okkur mikið í því," sagði Þorgeir. Logi mun gera meira hjá FH en spila fyrir liðið. Félagið mun standa fyrir handboltaskóla fyrir unga iðkendur í ágúst og mun Logi stýra því verkefni. Olís-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sjá meira
„Þetta er ungt og flott lið. Það hefur verið mikil uppbygging í gangi sem hefur skilað sér," sagði Logi Geirsson sem er kominn heim úr atvinnumennskunni erlendis og genginn í raðir uppeldisfélagsins FH. „Ég geri tveggja ára samning og ætla mér að spila með félaginu þar til eitthvað annað kemur fram. Ég vænti þess að það komi einhver tilboð frá öðrum félögum," sagði Logi á blaðamannafundi í dag. „Hungrið hefur aðeins dáið vegna erfiðra meiðsla. Mér tókst að vera stór hérna hjá FH og komast í eitt af bestu liðum í heimi. Mín stefna er að koma hingað, sækja hungrið og fara svo út aftur." Logi ætlar að halda áfram að berjast um sæti í landsliðinu. „Ég er ekki kominn hingað til að hvíla mig. Ég ætla að berjast um sæti í landsliðinu, einu af þremur bestu landsliðum heims í dag," sagði Logi sem hefur glímt við erfið meiðsli síðustu ár. „Öxlin er nokkuð góð. Það er ár síðan ég fór í aðgerðina. Það hefur verið stöðug framþróun. Hér heima fæ ég bestu meðhöndlun sem ég hef fengið og ég stefni á að vera kominn í mitt besta form fyrir næsta vetur. Ef Guð er til næ ég heilu tímabili í FH án þess að meiðast," sagði Logi. „Formlegar samningaviðræður tóku um hálftíma," sagði Þorgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH á blaðamannafundinum í dag. Logi brosti og sagði það kannski hafa verið nær klukkutíma. „Efnislega var gengið frá þessu í gærkvöldi. Samningurinn er til tveggja ára. Logi hefur metnað til að snúa aftur í atvinnumennsku en við sjáum hvernig það þróast. Við munum ekki standa í vegi fyrir honum ef áhugi kemur að utan fyrir næsta vor," sagði Þorgeir og tilkynnti að Logi muni spila allt næsta tímabil nema eitthvað stórkostlegt gerist. „Varðandi ástandið á honum þá var hann settur í læknisskoðun í gær og stóðst það próf mjög vel. Við höfum ekki áhyggjur af líkamlegu ásigkomulagi hans." „Það er engin stórkostleg stefnubreyting á vegum deildarinnar að fá Loga. Þetta er bara tækifæri sem kom upp og við gripum það. Við erum áfram að vinna eftir sömu formúlu, það er að byggja liðið upp á okkar eigin leikmönnum. Við viljum gera unga og hæfileikaríka leikmenn enn betri. Ég er sannfærður um að Logi muni hjálpa okkur mikið í því," sagði Þorgeir. Logi mun gera meira hjá FH en spila fyrir liðið. Félagið mun standa fyrir handboltaskóla fyrir unga iðkendur í ágúst og mun Logi stýra því verkefni.
Olís-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sjá meira