Rússar hafa ákveðið að kaupa 50 nýjar Boeing 737 farþegaþotur í Bandaríkjunum.
Þetta var tilkynnt á toppfundi þeirra Barack Obama Bandaríkjaforseta og Dimitry Medvedev forseta Rússlands sem nú stendur yfir í Hvíta húsinu.
Samkvæmt fréttum af fundinum hafa samskipti Bandaríkjanna og Rússlands sjaldan verið betri í sögunni en Boeing samningurinn er 4 milljarða dollara virði og mun skapa 44.000 ný störf í Bandaríkjunum.
Meðal þess sem Obama og Medvedev gerðu í gærkvöldi var að fara saman á hamborgarastað og fá sér einn sveittann.