Miklar bensínbirgðir halda olíuverðinu niðri 10. febrúar 2010 09:27 Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar í morgun í kjölfar fregna frá Bandaríkjunum að olíubirgðir landsins hafi aukist um 7,2 milljónir tunna í síðustu viku. Þá hafa bensínbirgðir Bandaríkjanna ekki verið meiri síðan í mars 1999 en þær nema nú 228,2 milljónum tunna.Framangreindar upplýsingar koma frá The American Petroleum Institute. Á föstudag er síðan von á nýjum tölum frá orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna og er þess vænst að þær sýni áframhaldandi aukningu á olíubirgðum landsins um 1,5 milljónir tunna í þessari viku.Victor Schum stjórnandi hjá Purvin & Gertz í Singapore segir í samtali við Bloomberg fréttaveituna að þessar miklu birgðir hafi það í för með sér að heimsmarkaðsverð á olíu verði ekki hærra en um 70 dollara á tunnuna í náinni framtíð.WTI olían á markaðinum í New York lækkaði um 0,3% í morgun og stendur í 73,5 dollurum á tunnuna. Brent olían á markaðinum í London lækkaði um 0,5% og stendur í 71,8 dollurum.Aðrar hrávörur hækka lítilsháttar í morgun þrátt fyrir áframhaldandi styrkingu dollarins. Þetta á við um gull, kopar og ál. Álverðið á markaðinum í London er aftur komið upp fyrir 2.000 dollara á tonnið en það fór niður úr því verði fyrr í vikunni. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar í morgun í kjölfar fregna frá Bandaríkjunum að olíubirgðir landsins hafi aukist um 7,2 milljónir tunna í síðustu viku. Þá hafa bensínbirgðir Bandaríkjanna ekki verið meiri síðan í mars 1999 en þær nema nú 228,2 milljónum tunna.Framangreindar upplýsingar koma frá The American Petroleum Institute. Á föstudag er síðan von á nýjum tölum frá orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna og er þess vænst að þær sýni áframhaldandi aukningu á olíubirgðum landsins um 1,5 milljónir tunna í þessari viku.Victor Schum stjórnandi hjá Purvin & Gertz í Singapore segir í samtali við Bloomberg fréttaveituna að þessar miklu birgðir hafi það í för með sér að heimsmarkaðsverð á olíu verði ekki hærra en um 70 dollara á tunnuna í náinni framtíð.WTI olían á markaðinum í New York lækkaði um 0,3% í morgun og stendur í 73,5 dollurum á tunnuna. Brent olían á markaðinum í London lækkaði um 0,5% og stendur í 71,8 dollurum.Aðrar hrávörur hækka lítilsháttar í morgun þrátt fyrir áframhaldandi styrkingu dollarins. Þetta á við um gull, kopar og ál. Álverðið á markaðinum í London er aftur komið upp fyrir 2.000 dollara á tonnið en það fór niður úr því verði fyrr í vikunni.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira