Gera það gott í góulok Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 19. mars 2010 06:00 Hönnunarmarsinn er tekinn að hljóma úr fjarlægð og brátt skellur hann á; það var vel til fundið hjá aðstandendum að nota marsinn og mars sem einkennisheiti fyrir hátíðahöld næstu daga. Íslenskir hönnuðir marsera nú inn á hinn opinbera vettvang í skrúðgöngu. Þeir eru ekki lengur dulir og til baka heldur koma þeir fram völlinn fullir vissu um að þeir eiga aðgang að heiminum með sköpun sína og hugsun, fullt erindi á alþjóðavísu. Þeir hafa menntun á við hvern þann sem leggur fyrir sig hönnun í víðum skilningi orðsins, eiga sama knippi tækifæra og starfsbræður þeirra í öðrum heimshlutum sem þó standa næst framleiðsluverksmiðjum - jafnvel fleiri tækifæri - því á sviði alþjóðlegrar hönnunar eru áhugamenn forviða á að frá lítilli eyju langt í norðri komi svo frumlegar hugmyndir: íslensk hönnun - er hún til? Svarið er jákvætt í öllum brigðum orðsins. Íslensk hönnun er jákvæð. Hún hefur kostað okkur langan aðdraganda menntunar, bæði hér heima og í gistivináttu erlendra skóla sem hafa tekið við okkar fólki og menntað það frekar. Íslensk hönnun fer vaxandi og er háð þeim endimörkum sem landhelgin gefur og fyrir bragðið verður íslensk hönnun að sækja á erlenda markaði. Íslenskir hönnuðir verða að hugsa fyrir heiminn. Hönnun er enda alþjóðlegt fyrirbæri: skálin lýtur sömu notagildum fyrir þá í Súdan og Grímsnesinu, glasið líka. Allt umhverfi okkar er hannað, búið til, hugsað, skapað af hugsun í hönnun. Og það er mikill grundvallarmisskilningur að hönnun skipti ekki máli, það skilst til fulls þegar hún mistekst, flík passar illa, fatið lekur, tæki þjónar ekki tilgangi sínum, notagildið kemst ekki til skila. Hönnunarmarsinn er nú haldinn í annað sinn og hefur vaxið ört á þessu eina ári. Dagskráin leiðir í ljós að gríðarmikil þensla er í hönnun hér á landi, svo mikil að ótti læðist að manni að ekki reynist tækifæri til að koma öllu því sem íslenskir hönnuðir hafa hugsað og þróað í verk, í framleiðslu og á markað. Hönnun á erindi á öllum stigum framleiðslu, frá heimilisiðnaði til stórtækrar framleiðslu, og ekki verður séð annað en okkar fólk ætli sér aðgang í framleiðslu af hvaða tagi sem er. Hvað þýðir það fyrir okkur hin? Finnast þeir frumkvöðlar að þeir taki sig til og ráðist í nýja framleiðslu hér - eða hvar sem er á hnettinum - okkur til góða? Hafa stjórnvöld vit á að opna nýjum framleiðslueiningum starfsgrundvöll hér á landi? Reynast eldri framleiðslueiningar þeirrar gæfu aðnjótandi að taka nýrri hönnun opnum örmum, megna þær að aðlaga sig nýrri vörulínu? Hönnunarmarsinn heimtar þannig skýr svör um hvort áframhald hönnunar verði framleiðsla og hvort henni er best fyrir komið hér eða í fyrirtækjum erlendis. Þá atburðarás væri hægt að hanna, kæri menn sig um og hafi þeir á því vit. Þeir tímar hljóta að vera í vændum að systurnar hönnun og framleiðsla leiði áfram inn í vorið og gróandann. Við eigum að slást í þá göngu og marsera með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun
Hönnunarmarsinn er tekinn að hljóma úr fjarlægð og brátt skellur hann á; það var vel til fundið hjá aðstandendum að nota marsinn og mars sem einkennisheiti fyrir hátíðahöld næstu daga. Íslenskir hönnuðir marsera nú inn á hinn opinbera vettvang í skrúðgöngu. Þeir eru ekki lengur dulir og til baka heldur koma þeir fram völlinn fullir vissu um að þeir eiga aðgang að heiminum með sköpun sína og hugsun, fullt erindi á alþjóðavísu. Þeir hafa menntun á við hvern þann sem leggur fyrir sig hönnun í víðum skilningi orðsins, eiga sama knippi tækifæra og starfsbræður þeirra í öðrum heimshlutum sem þó standa næst framleiðsluverksmiðjum - jafnvel fleiri tækifæri - því á sviði alþjóðlegrar hönnunar eru áhugamenn forviða á að frá lítilli eyju langt í norðri komi svo frumlegar hugmyndir: íslensk hönnun - er hún til? Svarið er jákvætt í öllum brigðum orðsins. Íslensk hönnun er jákvæð. Hún hefur kostað okkur langan aðdraganda menntunar, bæði hér heima og í gistivináttu erlendra skóla sem hafa tekið við okkar fólki og menntað það frekar. Íslensk hönnun fer vaxandi og er háð þeim endimörkum sem landhelgin gefur og fyrir bragðið verður íslensk hönnun að sækja á erlenda markaði. Íslenskir hönnuðir verða að hugsa fyrir heiminn. Hönnun er enda alþjóðlegt fyrirbæri: skálin lýtur sömu notagildum fyrir þá í Súdan og Grímsnesinu, glasið líka. Allt umhverfi okkar er hannað, búið til, hugsað, skapað af hugsun í hönnun. Og það er mikill grundvallarmisskilningur að hönnun skipti ekki máli, það skilst til fulls þegar hún mistekst, flík passar illa, fatið lekur, tæki þjónar ekki tilgangi sínum, notagildið kemst ekki til skila. Hönnunarmarsinn er nú haldinn í annað sinn og hefur vaxið ört á þessu eina ári. Dagskráin leiðir í ljós að gríðarmikil þensla er í hönnun hér á landi, svo mikil að ótti læðist að manni að ekki reynist tækifæri til að koma öllu því sem íslenskir hönnuðir hafa hugsað og þróað í verk, í framleiðslu og á markað. Hönnun á erindi á öllum stigum framleiðslu, frá heimilisiðnaði til stórtækrar framleiðslu, og ekki verður séð annað en okkar fólk ætli sér aðgang í framleiðslu af hvaða tagi sem er. Hvað þýðir það fyrir okkur hin? Finnast þeir frumkvöðlar að þeir taki sig til og ráðist í nýja framleiðslu hér - eða hvar sem er á hnettinum - okkur til góða? Hafa stjórnvöld vit á að opna nýjum framleiðslueiningum starfsgrundvöll hér á landi? Reynast eldri framleiðslueiningar þeirrar gæfu aðnjótandi að taka nýrri hönnun opnum örmum, megna þær að aðlaga sig nýrri vörulínu? Hönnunarmarsinn heimtar þannig skýr svör um hvort áframhald hönnunar verði framleiðsla og hvort henni er best fyrir komið hér eða í fyrirtækjum erlendis. Þá atburðarás væri hægt að hanna, kæri menn sig um og hafi þeir á því vit. Þeir tímar hljóta að vera í vændum að systurnar hönnun og framleiðsla leiði áfram inn í vorið og gróandann. Við eigum að slást í þá göngu og marsera með.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun