Misstu tök á uppsveiflunni 16. september 2010 03:45 Ásgeir Daníelsson Stýrivextir hefðu þurft að vera mun hærri til að draga úr eftirspurn á árunum fyrir efnahagshrunið. Það hefði hins vegar valdið skaða annars staðar í hagkerfinu, að mati forstöðumanns rannsóknar- og spádeildar Seðlabankans. Fréttablaðið/Valli Hefðu bankarnir verið einkavæddir á lengri tíma, hægar farið í fjárfestingar í stóriðju á Kárahnjúkum og Grundartanga og vöxtur bankanna haminn, svo sem með bindisskyldu, hefði peningastefna Seðlabankans átt meiri möguleika á að ráða við þensluna á árunum fyrir efnahagshrunið. Snörp uppsveifla hagkerfisins frá og með einkavæðingu bankanna olli því hins vegar að vaxtatæki Seðlabankans nýttist ekki jafn vel og ætla mátti. Af þeim sökum varð samdráttur efnahagslífsins meiri en ástæða var til og kreppan dýpri. Þetta er mat Ásgeirs Daníelssonar, forstöðumanns rannsóknar- og spádeildar á hagfræðisviði Seðlabankans. Hann hélt erindi á málstofu um peningastefnu Seðlabankans í aðdraganda hrunsins síðdegis á þriðjudag. Ásgeir bendir á að hefðu stjórnvöld farið sér hægar í aðdraganda uppsveiflunnar hefði Seðlabankinn haft betri stjórn á þróun mála. Uppsveiflan, sem að hluta skýrðist af mjög snarpri útlánaþenslu og eignamyndun í kjölfar einkavæðingar og mikillar hækkunar á hlutabréfamarkaði samhliða gengisstyrkingu, hafi skilað sér í mjög snörpum eftirspurnarskelli. Seðlabankinn hafi ekki getað komið böndum á eftirspurnina með stýrivaxtahækkunum. Vextirnir hefðu þurft að vera mun hærri til að virka líkt og til var ætlast. Ásgeir vill ekki segja til um hversu háir vextirnir hefðu þurft að vera til að draga úr eftirspurn. „Það hefði þurft að hífa vextina mjög hátt upp til að draga úr eftirspurn manna sem allt í einu stóðu uppi með meiri pening en þeir raunverulega áttu von á. En það hefði valdið skaða annars staðar í hagkerfinu,“ segir hann og útilokar ekki að hefði hægar verið farið í sakirnar megi ætla að einhver af gömlu viðskiptabönkunum hefði lifað bankahrunið af. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hefðu bankarnir verið einkavæddir á lengri tíma, hægar farið í fjárfestingar í stóriðju á Kárahnjúkum og Grundartanga og vöxtur bankanna haminn, svo sem með bindisskyldu, hefði peningastefna Seðlabankans átt meiri möguleika á að ráða við þensluna á árunum fyrir efnahagshrunið. Snörp uppsveifla hagkerfisins frá og með einkavæðingu bankanna olli því hins vegar að vaxtatæki Seðlabankans nýttist ekki jafn vel og ætla mátti. Af þeim sökum varð samdráttur efnahagslífsins meiri en ástæða var til og kreppan dýpri. Þetta er mat Ásgeirs Daníelssonar, forstöðumanns rannsóknar- og spádeildar á hagfræðisviði Seðlabankans. Hann hélt erindi á málstofu um peningastefnu Seðlabankans í aðdraganda hrunsins síðdegis á þriðjudag. Ásgeir bendir á að hefðu stjórnvöld farið sér hægar í aðdraganda uppsveiflunnar hefði Seðlabankinn haft betri stjórn á þróun mála. Uppsveiflan, sem að hluta skýrðist af mjög snarpri útlánaþenslu og eignamyndun í kjölfar einkavæðingar og mikillar hækkunar á hlutabréfamarkaði samhliða gengisstyrkingu, hafi skilað sér í mjög snörpum eftirspurnarskelli. Seðlabankinn hafi ekki getað komið böndum á eftirspurnina með stýrivaxtahækkunum. Vextirnir hefðu þurft að vera mun hærri til að virka líkt og til var ætlast. Ásgeir vill ekki segja til um hversu háir vextirnir hefðu þurft að vera til að draga úr eftirspurn. „Það hefði þurft að hífa vextina mjög hátt upp til að draga úr eftirspurn manna sem allt í einu stóðu uppi með meiri pening en þeir raunverulega áttu von á. En það hefði valdið skaða annars staðar í hagkerfinu,“ segir hann og útilokar ekki að hefði hægar verið farið í sakirnar megi ætla að einhver af gömlu viðskiptabönkunum hefði lifað bankahrunið af. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira