Aalborg Portland í Danmörku fékk ólöglegan ríkisstyrk 26. maí 2010 08:42 Frumvarpið þýddi í raun að Aalborg Portland, sem er eini sementsframleiðandi Danmerkur, gat sparað sér 10 milljónir danskra kr. á ári fram til ársins 2020. Framkvæmdastjórn ESB metur það svo að tveggja ára gömul löggjöf sé í raun ólöglegur ríkisstyrkur til sementframleiðandans Aalborg Portland í Danmörku. Aalborg Portland muni hagnast um 100 milljónir danskra kr. eða tæpa 2,2 milljarða kr. þar sem löggjöfin losaði fyrirtækið undan greiðslum á mengunargjöldum.Greint er frá málinu í Politiken í dag en Aalborg Portland er móðurfélag Aalborg Portland Íslandi ehf. Í Politiken er haft eftir Joaquin Almuniao samkeppnisstjóra framkvæmdastjórnarinnar að litið sé á afnám mengunargjaldanna sem ríkisstyrk af hálfu danskra stjórnvalda. Slíkir styrkir eru ólöglegir samkvæmt lögum og reglum ESB.Rannsókn framkvæmdastjórarinnar á málinu lauk í gær með fyrrgreindri niðurstöðu. Í Politiken segir að niðurstaðan sé sjaldgæfur skellur fyrir danska stjórnsýslu sem ekki er þekkt fyrir að brjóta gegn lögum og reglum ESB. Niðurstaða framkvæmdastjórnarinnar þýði að dönsk stjórnvöld verða strax að stoppa hinn ólöglega ríkisstyrk.Upphaf málsins er að árið 2008 var samþykkt frumvarp á danska þinginu sem fól í sér að sementsryk yrði undanþegið frá mengunargjöldum atvinnulífsins. Allir flokkar á danska þinginu samþykktu þetta frumvarp að Enhedslisten undanskildum. Frumvarpið þýddi í raun að Aalborg Portland, sem er eini sementsframleiðandi Danmerkur, gat sparað sér 10 milljónir danskra kr. á ári fram til ársins 2020.Það var þáverandi skattamálaráðherra Danmerkur, Kristian Jensen, sem lagði frumvarpið fram en hann segir að frumvarpið hafi verið hugsað sem skaðabætur fyrir Aalborg Portland þar sem fyrirtækið hafi tekið á sig háár greiðslur vegna annarra grænna skatta og gjalda. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Framkvæmdastjórn ESB metur það svo að tveggja ára gömul löggjöf sé í raun ólöglegur ríkisstyrkur til sementframleiðandans Aalborg Portland í Danmörku. Aalborg Portland muni hagnast um 100 milljónir danskra kr. eða tæpa 2,2 milljarða kr. þar sem löggjöfin losaði fyrirtækið undan greiðslum á mengunargjöldum.Greint er frá málinu í Politiken í dag en Aalborg Portland er móðurfélag Aalborg Portland Íslandi ehf. Í Politiken er haft eftir Joaquin Almuniao samkeppnisstjóra framkvæmdastjórnarinnar að litið sé á afnám mengunargjaldanna sem ríkisstyrk af hálfu danskra stjórnvalda. Slíkir styrkir eru ólöglegir samkvæmt lögum og reglum ESB.Rannsókn framkvæmdastjórarinnar á málinu lauk í gær með fyrrgreindri niðurstöðu. Í Politiken segir að niðurstaðan sé sjaldgæfur skellur fyrir danska stjórnsýslu sem ekki er þekkt fyrir að brjóta gegn lögum og reglum ESB. Niðurstaða framkvæmdastjórnarinnar þýði að dönsk stjórnvöld verða strax að stoppa hinn ólöglega ríkisstyrk.Upphaf málsins er að árið 2008 var samþykkt frumvarp á danska þinginu sem fól í sér að sementsryk yrði undanþegið frá mengunargjöldum atvinnulífsins. Allir flokkar á danska þinginu samþykktu þetta frumvarp að Enhedslisten undanskildum. Frumvarpið þýddi í raun að Aalborg Portland, sem er eini sementsframleiðandi Danmerkur, gat sparað sér 10 milljónir danskra kr. á ári fram til ársins 2020.Það var þáverandi skattamálaráðherra Danmerkur, Kristian Jensen, sem lagði frumvarpið fram en hann segir að frumvarpið hafi verið hugsað sem skaðabætur fyrir Aalborg Portland þar sem fyrirtækið hafi tekið á sig háár greiðslur vegna annarra grænna skatta og gjalda.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira