Umfjöllun: Danir unnu Íslendinga með einu marki Hjalti Þór Hreinsson skrifar 9. júní 2010 20:51 Sverra Jakobsson í leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Vilhelm Danir unnu Íslendinga með einu marki, 28-29, í seinni æfingaleik liðanna en leiknum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Fyrri hálfleikur leiksins í kvöld var keimlíkur fyrri hálfleiknum í gær. Leikurinn var hraður og fjörugur og liðin skiptust á að hafa forystuna. Mun betri stemning var á pöllunum í kvöld en í gær þegar leikmenn kvörtuðu yfir stemningsleysi. Danir komust tveimur mörkum yfir, 9-7, en Björgvin Páll hrökk þá í gang í markinu og varði mjög vel. Það leiddi til þess að Ísland náði þriggja marka forystu, 16-13. En Danir voru sterkari á lokamínútunum og þeir jöfnuðu metin áður en hálfleikurinn var úti. Staðan í hálfleik 17-17. Staðan í hálfleiknum í gær var 16-16. Mikkel Hansen og Lars Christiansen skoruðu 14 af 17 mörkum Dana í fyrri hálfleik, sjö mörk hvor. Þórir Ólafsson og Róbert Gunnarsson skoruðu fjögur hvor fyrir Ísland. Ísland skoraði fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks en Danir svöruðu strax með tveimur mörkum. Ísland leiddi með tveimur til þremur mörkum en Danir jödnuðu í 24-24 um miðbik hálfleiksins. Gestirnir komust svo yfir 24-26 með tveimur mörkum frá Hans Lindberg. Ísland jafnaði þó í 27-27, ekki síst vegna frábærrar markvörslu Björgvins Páls. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir varði Björgvin frá Dönum og Vignir jafnaði metin. Danir skoruðu þó í næstu sókn og voru yfir 28-29. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé þegar 51 sekúnda var eftir. Arnór skaut í sókninni en Sören Rasmussen varði vel í stöngina og út. Danir náðu frákastinu og skutu þegar 10 sekúndur voru eftir en Björgvin varði. Hann kastaði boltanum fram á Snorra sem fann Þóri sem skaut um leið og lokaflautan gall en Rasmussen varði aftur og tryggði Dönum sigur. Lokatölur 28-29. Ísland - Danmörk 28-29 (17-17) Mörk Íslands (skot): Róbert Gunnarsson 6 (6), Þórir Ólafsson 5 (8), Snorri Steinn Guðjónsson 4/2 (8/4), Aron Pálmarsson 3 (8), Alexander Petersson 3 (8), Sturla Ásgeirsson 2 (2), Arnór Atlason 2 (5), Vignir Svavarsson 1 (1), Ólafur Guðmundsson 1 (2), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (4).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 25/1 (53/5, 47%), Hreiðar Guðmundsson 0 (1/1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 10 (Þórir 4, Alexander 1, Snorri 1, Vignir 1, Ólafur 1, Ásgeir Örn 1).Fiskuð víti: Róbert 4.Utan vallar: 2 mínútur.Mörk Danmörkur (skot): Mikkel Hansen 8 (12), Lars Christiansen 7/3 (9/3), Anders Eggert 4/2 (5/3), Thomas Mogensen 2 (5), Hans Lindberg 2 (5), René Toft Hansen 2 (5), Nikolaj Markussen 1 (1), Kasper Nielsen 1 (1), Henrik Söndergaard Jensen 1 (2), Mads Christiansen 1 (4).Varin skot: Sören Rasmussen 15/2 (30/3, 50%), Niklas Landin 2 (15/1, 13%). Mörk úr hraðaupphlaupum: 11 (Hansen 3, L. Christiansen 3, Lindberg 2, Mogensen 1, Eggert 1, K. Nielsen 1). Fiskuð víti: Hansen 2, Toft Hansen 2, Mogensen 1.Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Andreas Falkvard Hansen og Eydun Samuelsen, Færeyjum. Góðir í fyrri en misstu stundum tökin í seinni hálfleik. Íslenski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Danir unnu Íslendinga með einu marki, 28-29, í seinni æfingaleik liðanna en leiknum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Fyrri hálfleikur leiksins í kvöld var keimlíkur fyrri hálfleiknum í gær. Leikurinn var hraður og fjörugur og liðin skiptust á að hafa forystuna. Mun betri stemning var á pöllunum í kvöld en í gær þegar leikmenn kvörtuðu yfir stemningsleysi. Danir komust tveimur mörkum yfir, 9-7, en Björgvin Páll hrökk þá í gang í markinu og varði mjög vel. Það leiddi til þess að Ísland náði þriggja marka forystu, 16-13. En Danir voru sterkari á lokamínútunum og þeir jöfnuðu metin áður en hálfleikurinn var úti. Staðan í hálfleik 17-17. Staðan í hálfleiknum í gær var 16-16. Mikkel Hansen og Lars Christiansen skoruðu 14 af 17 mörkum Dana í fyrri hálfleik, sjö mörk hvor. Þórir Ólafsson og Róbert Gunnarsson skoruðu fjögur hvor fyrir Ísland. Ísland skoraði fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks en Danir svöruðu strax með tveimur mörkum. Ísland leiddi með tveimur til þremur mörkum en Danir jödnuðu í 24-24 um miðbik hálfleiksins. Gestirnir komust svo yfir 24-26 með tveimur mörkum frá Hans Lindberg. Ísland jafnaði þó í 27-27, ekki síst vegna frábærrar markvörslu Björgvins Páls. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir varði Björgvin frá Dönum og Vignir jafnaði metin. Danir skoruðu þó í næstu sókn og voru yfir 28-29. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé þegar 51 sekúnda var eftir. Arnór skaut í sókninni en Sören Rasmussen varði vel í stöngina og út. Danir náðu frákastinu og skutu þegar 10 sekúndur voru eftir en Björgvin varði. Hann kastaði boltanum fram á Snorra sem fann Þóri sem skaut um leið og lokaflautan gall en Rasmussen varði aftur og tryggði Dönum sigur. Lokatölur 28-29. Ísland - Danmörk 28-29 (17-17) Mörk Íslands (skot): Róbert Gunnarsson 6 (6), Þórir Ólafsson 5 (8), Snorri Steinn Guðjónsson 4/2 (8/4), Aron Pálmarsson 3 (8), Alexander Petersson 3 (8), Sturla Ásgeirsson 2 (2), Arnór Atlason 2 (5), Vignir Svavarsson 1 (1), Ólafur Guðmundsson 1 (2), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (4).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 25/1 (53/5, 47%), Hreiðar Guðmundsson 0 (1/1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 10 (Þórir 4, Alexander 1, Snorri 1, Vignir 1, Ólafur 1, Ásgeir Örn 1).Fiskuð víti: Róbert 4.Utan vallar: 2 mínútur.Mörk Danmörkur (skot): Mikkel Hansen 8 (12), Lars Christiansen 7/3 (9/3), Anders Eggert 4/2 (5/3), Thomas Mogensen 2 (5), Hans Lindberg 2 (5), René Toft Hansen 2 (5), Nikolaj Markussen 1 (1), Kasper Nielsen 1 (1), Henrik Söndergaard Jensen 1 (2), Mads Christiansen 1 (4).Varin skot: Sören Rasmussen 15/2 (30/3, 50%), Niklas Landin 2 (15/1, 13%). Mörk úr hraðaupphlaupum: 11 (Hansen 3, L. Christiansen 3, Lindberg 2, Mogensen 1, Eggert 1, K. Nielsen 1). Fiskuð víti: Hansen 2, Toft Hansen 2, Mogensen 1.Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Andreas Falkvard Hansen og Eydun Samuelsen, Færeyjum. Góðir í fyrri en misstu stundum tökin í seinni hálfleik.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira