Enginn sem ferðast um í Volvo bifreið mun slasast alvarlega eða farast í bílslysi frá og með árinu 2020, samkvæmt nýrri áætlun sem Volvo bílaframleiðandinn hefur kynnt.
Á vefnum Computerworld kemur fram að með þetta markmið til hliðsjónar sé nú verið að hanna nýja tækni í Volvo sem meðal annars felur í sér skynjara sem viðheldur fjarlægð Volvo bifreiðarinnar frá öðrum bílum. Þá er líka verið að hanna skynjara þannig að bíllinn geti skynjað fólk sem er á veginum.
Hluti af tækninni sem Volvo hyggst nota til að ná þessu markmiði sínu er þegar til. Til dæmis er til tækni sem gerir bifreiðum kleyft að leggja í stæði án ökumanns.

