Hanna Birna Kristjánsdóttir: Aukin þjónusta við íbúa 30. apríl 2010 09:16 Reykjavíkurborg leggur áherslu á að bæta stöðugt þjónustu við íbúa í þeirra eigin nærumhverfi. Borgaryfirvöld eru meðvituð um að þarfir íbúanna eru ólíkar eftir hverfum og þörfin fyrir hverfamiðaða þjónustu og upplýsingar er mikil. Hvert þeirra tíu hverfa sem borgina byggja, allt frá vesturbæ norður á Kjalarnes, hafa sína sérstöðu.Á undanförnum árum hafa stór skref verið stigin í þá átt að bæta nærþjónustu Reykjavíkurborgar. Öflugar þjónustumiðstöðvar tóku til starfa, hverfisráð voru sett á laggirnar í öllum hverfum, Hanskinn var tekinn upp til að hreinsa og fegra hverfin og í fyrsta sinn fengu íbúar hverfanna tækifæri til að kjósa um smærri viðhaldsverkefni og nýframkvæmdir í fjárhagsáætlun þessa árs, svo nokkur dæmi séu nefnd.Markmið borgaryfirvalda er að huga enn betur að nærþjónustu í hverju hverfi með aukinni upplýsingagjöf, bættu aðgengi og fleiri tækifærum til þátttöku í ákvörðunum er varða það sem stendur íbúum næst. Stórt skref í þessa átt var tekið með opnun tíu nýrra hverfavefja í vikunni. Þar er hægt að nálgast greinargóðar upplýsingar um þjónustu Reykjavíkurborgar í hverju hverfi fyrir sig. Hverfavefina er að finna á heimasíðunni hverfidmitt.is.Hverfavefirnir hafa einnig að geyma fróðlegar upplýsingar um íbúasamsetningu í hverju hverfi, nýlegar framkvæmdir, framkvæmdir á yfirstandandi ári, niðurstöðu íbúakosningar, hugmyndir íbúa um skipulag, hverfislöggæslu, stolt hverfanna, myndasöfn með ljósmyndum úr hverfinu, auk frétta um viðburði og tíðindi sem tengjast hverfunum.Síðast en ekki síst gefst íbúum kostur á að koma hugmyndum sínum og ábendingum um þjónustu Reykjavíkurborgar í hverfinu á framfæri í gegnum hverfavefina. Með viðkomu á þjónustumiðstöðvunum renna skilaboðin beint til viðeigandi starfsmanna innan Reykjavíkurborgar til frekari vinnslu og upplýsingamiðlunar.Opnun nýrra hverfavefja á slóðinni hverfidmitt.is er enn eitt framfaraskrefið í upplýsingamiðlun og samráði við borgarbúa. Ég vil nota tækifærið og hvetja íbúa til að nýta sér þessa nýjung, ekki aðeins til að leita upplýsinga um allt það sem í boði er í hverju hverfi, heldur ekki síður til að hafa enn frekari áhrif á ákvarðanir og aðgerðir er varða hverfin í borginni og þar með lífsgæði íbúanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg leggur áherslu á að bæta stöðugt þjónustu við íbúa í þeirra eigin nærumhverfi. Borgaryfirvöld eru meðvituð um að þarfir íbúanna eru ólíkar eftir hverfum og þörfin fyrir hverfamiðaða þjónustu og upplýsingar er mikil. Hvert þeirra tíu hverfa sem borgina byggja, allt frá vesturbæ norður á Kjalarnes, hafa sína sérstöðu.Á undanförnum árum hafa stór skref verið stigin í þá átt að bæta nærþjónustu Reykjavíkurborgar. Öflugar þjónustumiðstöðvar tóku til starfa, hverfisráð voru sett á laggirnar í öllum hverfum, Hanskinn var tekinn upp til að hreinsa og fegra hverfin og í fyrsta sinn fengu íbúar hverfanna tækifæri til að kjósa um smærri viðhaldsverkefni og nýframkvæmdir í fjárhagsáætlun þessa árs, svo nokkur dæmi séu nefnd.Markmið borgaryfirvalda er að huga enn betur að nærþjónustu í hverju hverfi með aukinni upplýsingagjöf, bættu aðgengi og fleiri tækifærum til þátttöku í ákvörðunum er varða það sem stendur íbúum næst. Stórt skref í þessa átt var tekið með opnun tíu nýrra hverfavefja í vikunni. Þar er hægt að nálgast greinargóðar upplýsingar um þjónustu Reykjavíkurborgar í hverju hverfi fyrir sig. Hverfavefina er að finna á heimasíðunni hverfidmitt.is.Hverfavefirnir hafa einnig að geyma fróðlegar upplýsingar um íbúasamsetningu í hverju hverfi, nýlegar framkvæmdir, framkvæmdir á yfirstandandi ári, niðurstöðu íbúakosningar, hugmyndir íbúa um skipulag, hverfislöggæslu, stolt hverfanna, myndasöfn með ljósmyndum úr hverfinu, auk frétta um viðburði og tíðindi sem tengjast hverfunum.Síðast en ekki síst gefst íbúum kostur á að koma hugmyndum sínum og ábendingum um þjónustu Reykjavíkurborgar í hverfinu á framfæri í gegnum hverfavefina. Með viðkomu á þjónustumiðstöðvunum renna skilaboðin beint til viðeigandi starfsmanna innan Reykjavíkurborgar til frekari vinnslu og upplýsingamiðlunar.Opnun nýrra hverfavefja á slóðinni hverfidmitt.is er enn eitt framfaraskrefið í upplýsingamiðlun og samráði við borgarbúa. Ég vil nota tækifærið og hvetja íbúa til að nýta sér þessa nýjung, ekki aðeins til að leita upplýsinga um allt það sem í boði er í hverju hverfi, heldur ekki síður til að hafa enn frekari áhrif á ákvarðanir og aðgerðir er varða hverfin í borginni og þar með lífsgæði íbúanna.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun