Rússneskir auðmenn fela auðæfi sín í Danmörku 18. janúar 2010 09:50 Danmörk er orðin að himnaríki fyrir miljarðamæringa, félög og aðra einstaklinga frá Rússlandi og öðrum fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna sálugu sem vilja leyna eignum sínum. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun viðskiptablaðsins Börsen í dag.Fram kemur að á milli 500 og 1.000 félög, sem eru í eigu fyrrum þegna Sovétríkjanna, séu skráð hjá fjölda af dönskum skattaráðgjöfum og stjórnendum félaga. Þetta er mat skattaráðgjafans Ned Shelton sem hefur stofnað skattaráðgjafar- og fyrirtækjastjórnunarfélagið Sheltons. Það hefur skrifstofur bæði í Kaupmannahöfn og á Kýpur.„Ég myndi giska á að í raunveruleikanum séu kannski 500 til 1.000 félög í Danmörku sem eru meðeigendur að rússneskum og úkranískum fyrirtækjum," segir Shelton. „Vandamálið er að maður getur ekki með góðu móti séð hvað þau eiga og að sjálfsögðu ekki hverjir standa á bakvið eignirnar."Skattaráðgjafinn Torben Ellert, sem m.a. aðstoðar rússneska auðmenn við að flytja til eignir sínar, er sammála þessu mati Shelton. Ellert segir að nokkur hundruð rússneskir einstaklingar og félög nýti sér möguleikana á að geyma eignir sínar í Danmörku.Mörg rússnesku félögin velja þá leið að danskt eignarhaldsfélag, sem er aftur í eigu félags í skattaparadís, haldi utan um eignir í fyrirtækjum í Rússlandi, Úkraníu og öðrum fyrrum Sovétlýðveldum.Þessir einstaklingar eiga það sammerkt að hafa hagnast gríðarlega á því þegar Sovétríkin féllu og í hönd fór stærsta einkavæðingin í sögunni. Í framhaldi af því urðu margir þeirra ótrúlega efnaðir á stuttum tíma. Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Viðskipti erlent Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Danmörk er orðin að himnaríki fyrir miljarðamæringa, félög og aðra einstaklinga frá Rússlandi og öðrum fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna sálugu sem vilja leyna eignum sínum. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun viðskiptablaðsins Börsen í dag.Fram kemur að á milli 500 og 1.000 félög, sem eru í eigu fyrrum þegna Sovétríkjanna, séu skráð hjá fjölda af dönskum skattaráðgjöfum og stjórnendum félaga. Þetta er mat skattaráðgjafans Ned Shelton sem hefur stofnað skattaráðgjafar- og fyrirtækjastjórnunarfélagið Sheltons. Það hefur skrifstofur bæði í Kaupmannahöfn og á Kýpur.„Ég myndi giska á að í raunveruleikanum séu kannski 500 til 1.000 félög í Danmörku sem eru meðeigendur að rússneskum og úkranískum fyrirtækjum," segir Shelton. „Vandamálið er að maður getur ekki með góðu móti séð hvað þau eiga og að sjálfsögðu ekki hverjir standa á bakvið eignirnar."Skattaráðgjafinn Torben Ellert, sem m.a. aðstoðar rússneska auðmenn við að flytja til eignir sínar, er sammála þessu mati Shelton. Ellert segir að nokkur hundruð rússneskir einstaklingar og félög nýti sér möguleikana á að geyma eignir sínar í Danmörku.Mörg rússnesku félögin velja þá leið að danskt eignarhaldsfélag, sem er aftur í eigu félags í skattaparadís, haldi utan um eignir í fyrirtækjum í Rússlandi, Úkraníu og öðrum fyrrum Sovétlýðveldum.Þessir einstaklingar eiga það sammerkt að hafa hagnast gríðarlega á því þegar Sovétríkin féllu og í hönd fór stærsta einkavæðingin í sögunni. Í framhaldi af því urðu margir þeirra ótrúlega efnaðir á stuttum tíma.
Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Viðskipti erlent Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira