Búist er við því að Steve Jobs, forstjóri Apple fyrirtækisins, muni kynna fjórðu kynslóð af iPhone símanum á ráðstefnu sem Apple stendur fyrir í júní.
Símans hefur verið beðið um nokkurt skeið en Steve Jobs átti við mikil veikindi að stríða á síðasta ári og gat ekki kynnt hann þá. Hann er betri til heilsunnar þessa dagana og ljóst er að hann mun halda ræðu á ráðstefnunni þar sem hann hefur kjörið tækifæri til að kynna símann, segir norska blaðið Verdens Gang.
Búist við að nýr iPhone verði kynntur í júní
