Tugir farast í skógareldum 3. desember 2010 03:45 Barist við eldana Slökkviliðið átti litla möguleika á að ráða við ofsa eldanna. nordicphotos/AFP Slökkvilið Ísraels sagðist í gærkvöld ekkert ráða við skógareldana sem geisuðu skammt frá borginni Haífa. Stjórnvöld sögðu þetta verstu náttúruhamfarir í sögu Ísraels. Um tíma æddu eldarnir áfram í hlíðum Karmelfjalla og fóru hálfan annan kílómetra á aðeins þremur mínútum. Rýma þurfti nokkur þorp og voru þúsundir manna fluttir burt frá hættusvæðunum. Meðal annars þurfti að rýma sjúkrahús, stúdentagarða, fangelsi og samyrkjubú. Um fjörutíu fangaverðir létu lífið þegar kviknaði í strætisvagni, sem þeir voru í. Ferð þeirra var heitið að Damon-fangelsinu, þar sem rýma þurfti fangelsið vegna eldanna. Mennirnir höfðu ekki unnið í fangelsinu, heldur brugðust við hjálparbeiðni vegna eldanna. „Þeir reyndu að flýja en brunnu lifandi. Þetta var hræðilegt,“ hafði ísraelska dagblaðið Jerusalem Post eftir talsmanni slökkviliðsins. Alls voru um fimmtíu fangaverðir í vagninum, en tíu þeirra tókst að komast undan í tæka tíð. Óvenju miklir þurrkar eru nú í Ísrael og sterkir vindar bera eldinn hratt. Óljóst var um eldsupptökin í gær. Eli Jischai innanríkisráðherra lét kalla út allt slökkvilið í norðanverðu landinu og Ehud Barak varnarmálaráðherra sagði að her landsins myndi taka þátt í slökkvistarfinu. Tugir manna voru sárir eftir eldana, þar á meðal lögreglustjórinn í Haífa sem var illa haldinn. „Við höfum misst alla stjórn á eldunum,“ hafði ísraelska dagblaðið Haaretz eftir talsmanni slökkviliðsins í Haífa. „Það er ekki til nógu mikið af slökkvibúnaði í Ísrael til að slökkva eldinn.“ Stjórnin í Kýpur og á Grikklandi höfðu í gær brugðist við hjálparbeiðni, en einnig hafði verið leitað til Bandaríkjanna, Búlgaríu, Króatíu, Spánar, Frakklands og Rúmeníu eftir aðstoð, meðal annars um að fá herþotur frá nálægum flugvöllum til að aðstoða við slökkvistarfið. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Slökkvilið Ísraels sagðist í gærkvöld ekkert ráða við skógareldana sem geisuðu skammt frá borginni Haífa. Stjórnvöld sögðu þetta verstu náttúruhamfarir í sögu Ísraels. Um tíma æddu eldarnir áfram í hlíðum Karmelfjalla og fóru hálfan annan kílómetra á aðeins þremur mínútum. Rýma þurfti nokkur þorp og voru þúsundir manna fluttir burt frá hættusvæðunum. Meðal annars þurfti að rýma sjúkrahús, stúdentagarða, fangelsi og samyrkjubú. Um fjörutíu fangaverðir létu lífið þegar kviknaði í strætisvagni, sem þeir voru í. Ferð þeirra var heitið að Damon-fangelsinu, þar sem rýma þurfti fangelsið vegna eldanna. Mennirnir höfðu ekki unnið í fangelsinu, heldur brugðust við hjálparbeiðni vegna eldanna. „Þeir reyndu að flýja en brunnu lifandi. Þetta var hræðilegt,“ hafði ísraelska dagblaðið Jerusalem Post eftir talsmanni slökkviliðsins. Alls voru um fimmtíu fangaverðir í vagninum, en tíu þeirra tókst að komast undan í tæka tíð. Óvenju miklir þurrkar eru nú í Ísrael og sterkir vindar bera eldinn hratt. Óljóst var um eldsupptökin í gær. Eli Jischai innanríkisráðherra lét kalla út allt slökkvilið í norðanverðu landinu og Ehud Barak varnarmálaráðherra sagði að her landsins myndi taka þátt í slökkvistarfinu. Tugir manna voru sárir eftir eldana, þar á meðal lögreglustjórinn í Haífa sem var illa haldinn. „Við höfum misst alla stjórn á eldunum,“ hafði ísraelska dagblaðið Haaretz eftir talsmanni slökkviliðsins í Haífa. „Það er ekki til nógu mikið af slökkvibúnaði í Ísrael til að slökkva eldinn.“ Stjórnin í Kýpur og á Grikklandi höfðu í gær brugðist við hjálparbeiðni, en einnig hafði verið leitað til Bandaríkjanna, Búlgaríu, Króatíu, Spánar, Frakklands og Rúmeníu eftir aðstoð, meðal annars um að fá herþotur frá nálægum flugvöllum til að aðstoða við slökkvistarfið. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila