Ólafur Stefánsson er Íþróttamaður ársins annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2010 18:45 Ólafur Stefánsson var í kvöld útnefndur Íþróttamaður ársins 2009. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Ólafur Stefánsson var í kvöld útnefndur Íþróttamaður ársins 2009 af Samtökum Íþróttafréttamanna en Ólafur tók við viðurkenningu sinni við viðhöfn á Grand Hótel Reykjavík. Þetta er annað árið í röð sem Ólafur fær sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en hann hefur alls fengið þennan heiður fjórum sinnum á frábærum ferli sínum. Ólafur fékk alveg eins og í fyrra fullt hús í kjörinu og var með 193 fleiri atkvæði í kjörinu en Eiður Smári Guðjohnsen sem varð í öðru sæti. Þóra Björg Helgadóttir kom síðan í þriðja sæti með 23 færri atkvæði en Eiður Smári. Þrjár konur voru meðal fimm hæstu í kjörinu og er þetta aðeins í þriðja skiptið (líka 2000 og 2004) þar sem konur eru í meirihluta meðal fimm efstu í kjörinu. Ólafur kvaddi spænska liðið Ciudad Real með frábærum hætti á árinu með því að vinna bæði spænska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu annað árið í röð. Ólafur hafði leikið með Ciudad-liðinu frá árinu 2002 og vann alls sextán stóra titla með félaginu. Ólafur sá til þess öðrum fremur með frábærri frammistöðu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar að Ciudad náði að vinna upp fimm marka forskot þýska liðsins Kiel frá því í fyrri úrslitaleiknum. Ciudad vann seinni leikinn 33-27 á heimavelli eftir 34-39 tap í fyrri leiknum í Kiel. Ólafur skoraði 8 mörk í úrslitaleiknum og var borinn á höfuðstól í lok hans sem hetja spænska liðsins. Hann skoraði alls 14 mörk í úrslitaleikjunum tveimur en þetta var í fjórða skiptið sem hann vann Meistaradeild Evrópu þar af í þriðja sinn á fjórum árum með spænska liðinu. Ólafur hefur leikið stórt hlutverk með nýja liði sínu, Rhein Neckar Löwen, á þessu tímabili og er sem stendur þriðji markahæsti leikmaður liðsins í deildinni. Ólafur tók sér frí frá landsliðinu á árinu 2009 en hefur nú gefið kost á sér á nýjan leik og verður í stóru hlutverki með liðinu á Evrópumótinu í Austurríki sem hefst eftir tvær vikur. Hér fyrir niður smá finna lokastöðuna í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Það fengu alls 30 íþróttamenn atkvæði í kjörinu og koma þeir úr fimmtán íþróttagreinum.Kjör íþróttamanns ársins 2009:Nítján meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna tóku þátt. Það var því mest hægt að hljóta 380 stig í kjörinu.1.sæti Ólafur Stefánsson (handbolti) 380 stig 2. Eiður Smári Guðjohnsen (knattspyrna) 187 3. Þóra Björg Helgadóttir (knattspyrna) 164 4. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 104 5. Helga Margrét Þorsteinsdóttir (frjálsar íþróttir) 98 6. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 86 7. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 78 8. Jakob Jóhann Sveinsson (sund) 63 9. Björgvin Páll Gústavsson (handbolti) 55 10. Hólmfríður Magnúsdóttir (knattspyrna) 50 11. Hermann Hreiðarsson (knattspyrna) 34 12. Róbert Gunnarsson (handbolti) 14 13. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar íþróttir) 12 14. Katrín Jónsdóttir (knattspyrna) 12 15. Eyþór Þrastarson (íþróttir fatlaðra) 6 16. Auðunn Jónsson (lyftingar) 5 17. Snorri Steinn Guðjónsson (handbolti) 5 18.-19. Ólafur Björn Loftsson (golf) 4 18.-19. Kristján Örn Sigurðsson (knattspyrna) 4 20. Jakob Örn Sigurðarson (körfubolti) 4 21. Berglind Íris Hansdóttir (handbolti) 4 22.-23. Viktor Kristmannsson (fimleikar) 3 22.-23. Guðmundur Stephensen (borðtennis) 3 24. Þormóður Jónsson (júdó) 3 25.-27. Sölvi Geir Ottesen Jónsson (knattspyrna) 2 25.-27. Björgvin Björgvinsson (skíði) 2 25.-27. Tinna Helgadóttir (badminton) 2 28.-30. Ragnheiður Ragnarsdóttir (sund) 1 28.-30. Sigurður Sigurðarson (hestaíþróttir) 1 28.-30. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 1 Innlendar Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Sjá meira
Ólafur Stefánsson var í kvöld útnefndur Íþróttamaður ársins 2009 af Samtökum Íþróttafréttamanna en Ólafur tók við viðurkenningu sinni við viðhöfn á Grand Hótel Reykjavík. Þetta er annað árið í röð sem Ólafur fær sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en hann hefur alls fengið þennan heiður fjórum sinnum á frábærum ferli sínum. Ólafur fékk alveg eins og í fyrra fullt hús í kjörinu og var með 193 fleiri atkvæði í kjörinu en Eiður Smári Guðjohnsen sem varð í öðru sæti. Þóra Björg Helgadóttir kom síðan í þriðja sæti með 23 færri atkvæði en Eiður Smári. Þrjár konur voru meðal fimm hæstu í kjörinu og er þetta aðeins í þriðja skiptið (líka 2000 og 2004) þar sem konur eru í meirihluta meðal fimm efstu í kjörinu. Ólafur kvaddi spænska liðið Ciudad Real með frábærum hætti á árinu með því að vinna bæði spænska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu annað árið í röð. Ólafur hafði leikið með Ciudad-liðinu frá árinu 2002 og vann alls sextán stóra titla með félaginu. Ólafur sá til þess öðrum fremur með frábærri frammistöðu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar að Ciudad náði að vinna upp fimm marka forskot þýska liðsins Kiel frá því í fyrri úrslitaleiknum. Ciudad vann seinni leikinn 33-27 á heimavelli eftir 34-39 tap í fyrri leiknum í Kiel. Ólafur skoraði 8 mörk í úrslitaleiknum og var borinn á höfuðstól í lok hans sem hetja spænska liðsins. Hann skoraði alls 14 mörk í úrslitaleikjunum tveimur en þetta var í fjórða skiptið sem hann vann Meistaradeild Evrópu þar af í þriðja sinn á fjórum árum með spænska liðinu. Ólafur hefur leikið stórt hlutverk með nýja liði sínu, Rhein Neckar Löwen, á þessu tímabili og er sem stendur þriðji markahæsti leikmaður liðsins í deildinni. Ólafur tók sér frí frá landsliðinu á árinu 2009 en hefur nú gefið kost á sér á nýjan leik og verður í stóru hlutverki með liðinu á Evrópumótinu í Austurríki sem hefst eftir tvær vikur. Hér fyrir niður smá finna lokastöðuna í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Það fengu alls 30 íþróttamenn atkvæði í kjörinu og koma þeir úr fimmtán íþróttagreinum.Kjör íþróttamanns ársins 2009:Nítján meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna tóku þátt. Það var því mest hægt að hljóta 380 stig í kjörinu.1.sæti Ólafur Stefánsson (handbolti) 380 stig 2. Eiður Smári Guðjohnsen (knattspyrna) 187 3. Þóra Björg Helgadóttir (knattspyrna) 164 4. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 104 5. Helga Margrét Þorsteinsdóttir (frjálsar íþróttir) 98 6. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 86 7. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 78 8. Jakob Jóhann Sveinsson (sund) 63 9. Björgvin Páll Gústavsson (handbolti) 55 10. Hólmfríður Magnúsdóttir (knattspyrna) 50 11. Hermann Hreiðarsson (knattspyrna) 34 12. Róbert Gunnarsson (handbolti) 14 13. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar íþróttir) 12 14. Katrín Jónsdóttir (knattspyrna) 12 15. Eyþór Þrastarson (íþróttir fatlaðra) 6 16. Auðunn Jónsson (lyftingar) 5 17. Snorri Steinn Guðjónsson (handbolti) 5 18.-19. Ólafur Björn Loftsson (golf) 4 18.-19. Kristján Örn Sigurðsson (knattspyrna) 4 20. Jakob Örn Sigurðarson (körfubolti) 4 21. Berglind Íris Hansdóttir (handbolti) 4 22.-23. Viktor Kristmannsson (fimleikar) 3 22.-23. Guðmundur Stephensen (borðtennis) 3 24. Þormóður Jónsson (júdó) 3 25.-27. Sölvi Geir Ottesen Jónsson (knattspyrna) 2 25.-27. Björgvin Björgvinsson (skíði) 2 25.-27. Tinna Helgadóttir (badminton) 2 28.-30. Ragnheiður Ragnarsdóttir (sund) 1 28.-30. Sigurður Sigurðarson (hestaíþróttir) 1 28.-30. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 1
Innlendar Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Sjá meira