Viðskipti erlent

Ryanair hækkar fargjöld vegna eldgossins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gert er ráð fyrir að Ryanair muni hækka fargjöld um allt að 10-15%. Mynd/ AFP.
Gert er ráð fyrir að Ryanair muni hækka fargjöld um allt að 10-15%. Mynd/ AFP.
Breska flugfélagið Ryanair ætlar að hækka flugfargjöld í sumar. Ástæðan er rakin til þess að félagið hafi orðið fyrir svo miklu tapi þegar að truflun varð á flugsamgöngum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Breska blaðið Daily Star segir að fargjöld muni hækka um 10-15% á næstu þremur mánuðum svo félagið geti haldið tekjuáætlunum sínum.

Áður hefur verið greint frá því að Ryanair fer fram á skaðabætur frá breskum og írskum stjórnvöldum vegna tekjutapsins sem félagið varð fyrir í tengslum við eldgosið. Stjórnendur flugfélagsins halda því fram að núverandi reglur sem skyldi flugfélög til að bæta kostnað vegna röskunar á flugferðum séu ósanngjarnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×