Óttast að hann kjósi sé nafnið á kjörskrá 12. maí 2010 04:00 Kristján Sig. Kristjánsson vill afsala sér kosningarétti til að axla sína ábyrgð og hindra að hann geti kosið í næstu borgarstjórnarkosningum ef sú „brjálæðislega hugmynd“ skyldi ná tökum á honum, til dæmis ef honum yrði boðin borgun eða vinna. Fréttablaðið/GVA „Af því að það vill enginn axla ábyrgð ætla ég að gera það því ég er náttúrlega ábyrgur sem kjósandi,“ segir Kristján Sig. Kristjánsson rafvirkjameistari sem sendi borgarstjóra bréf með ósk um að verða vinsamlegast tekinn af kjörskrá fyrir komandi kosningar. „Ég kaus vitlausan flokk í síðustu kosningum. Nú vildi ég bara axla ábyrgð og segja af mér kosningarétti. Þá getur enginn flokkur röflað neitt í mér og beðið mig um að kjósa sig því ég get bara sagt að ég sé ekki á kjörskrá,“ útskýrir Kristján. Máli Kristjáns var vísað til umsagnar hjá skrifstofustjóra borgarstjóra, Ólafs K. Hjörleifssonar, sem lagði til að beiðni Kristjáns yrði synjað. Vitnaði Ólafur til laga um kosningar til sveitarstjórna þar sem kveðið sé á um að sveitarstjórnum beri að gera kjörskrár á grundvelli upplýsinga úr þjóðskrá. Óheimilt sé að taka einstakling af kjörskrá sem uppfylli skilyrði til þess að vera þar. Þessa niðurstöðu hefur borgarráð staðfest. Kristján segist ósammála túlkun borgaryfirvalda og að hann íhugi nú hvort hann fari lengra með mál sitt, til dæmis fyrir héraðsdóm. „Þetta er aðeins þeirra skoðun og ég tel þessa túlkun borgarinnar ekki byggða á lögum. Ég vil meina að ég geti sagt mig af kjörskrá eins og fólk getur sagt sig úr þjóðkirkjunni og öðru,“ segir hann og ítrekar að hann sjái það sem varúðarráðstöfun af sinni hálfu að vera tekinn af kjörskránni. „Ég vil gera þetta til að standast þrýsting. Það er aldrei að vita hvað maður gerir, maður gæti fengið borgað eða fengið vinnu eða eitthvað slíkt og þá er maður veikur fyrir. Ég hef greitt þessum hrunflokkum atkvæði og vil bara axla ábyrgð á því. Ef sú brjálæðislega hugmynd skyldi koma upp hjá mér að kjósa aftur þessa flokka þá yrði mér hafnað. Ég gæti farið niður eftir og beðið um kjörseðil en þá yrði bara sagt nei; þú ert ekki á kjörskrá. Þannig að þetta er einfaldlega öryggisatriði,“ segir Kristján Sig. Kristjánsson. gar@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Af því að það vill enginn axla ábyrgð ætla ég að gera það því ég er náttúrlega ábyrgur sem kjósandi,“ segir Kristján Sig. Kristjánsson rafvirkjameistari sem sendi borgarstjóra bréf með ósk um að verða vinsamlegast tekinn af kjörskrá fyrir komandi kosningar. „Ég kaus vitlausan flokk í síðustu kosningum. Nú vildi ég bara axla ábyrgð og segja af mér kosningarétti. Þá getur enginn flokkur röflað neitt í mér og beðið mig um að kjósa sig því ég get bara sagt að ég sé ekki á kjörskrá,“ útskýrir Kristján. Máli Kristjáns var vísað til umsagnar hjá skrifstofustjóra borgarstjóra, Ólafs K. Hjörleifssonar, sem lagði til að beiðni Kristjáns yrði synjað. Vitnaði Ólafur til laga um kosningar til sveitarstjórna þar sem kveðið sé á um að sveitarstjórnum beri að gera kjörskrár á grundvelli upplýsinga úr þjóðskrá. Óheimilt sé að taka einstakling af kjörskrá sem uppfylli skilyrði til þess að vera þar. Þessa niðurstöðu hefur borgarráð staðfest. Kristján segist ósammála túlkun borgaryfirvalda og að hann íhugi nú hvort hann fari lengra með mál sitt, til dæmis fyrir héraðsdóm. „Þetta er aðeins þeirra skoðun og ég tel þessa túlkun borgarinnar ekki byggða á lögum. Ég vil meina að ég geti sagt mig af kjörskrá eins og fólk getur sagt sig úr þjóðkirkjunni og öðru,“ segir hann og ítrekar að hann sjái það sem varúðarráðstöfun af sinni hálfu að vera tekinn af kjörskránni. „Ég vil gera þetta til að standast þrýsting. Það er aldrei að vita hvað maður gerir, maður gæti fengið borgað eða fengið vinnu eða eitthvað slíkt og þá er maður veikur fyrir. Ég hef greitt þessum hrunflokkum atkvæði og vil bara axla ábyrgð á því. Ef sú brjálæðislega hugmynd skyldi koma upp hjá mér að kjósa aftur þessa flokka þá yrði mér hafnað. Ég gæti farið niður eftir og beðið um kjörseðil en þá yrði bara sagt nei; þú ert ekki á kjörskrá. Þannig að þetta er einfaldlega öryggisatriði,“ segir Kristján Sig. Kristjánsson. gar@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira