Viðskipti erlent

Belgar vilja heimsækja Ísland

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Júlíusdóttir tók þátt í kynningu á vegum Útflutningsráðs og Ferðamálastofu í Brussel. Mynd/ GVA.
Katrín Júlíusdóttir tók þátt í kynningu á vegum Útflutningsráðs og Ferðamálastofu í Brussel. Mynd/ GVA.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra tók í morgun þátt í kynningu á vegum Útflutningsráðs og Ferðamálastofu í Brussel á stöðu ferðamála á Íslandi fyrir 30 blaðamenn og fulltrúa ferðaheildsala í Belgíu. Ráðherra ræddi einnig við fjölmiðla að lokinni kynningu.

Í frétt á vef iðnaðarráðuneytisins kemur fram að Rikke Pedersen forstöðumaður Norræna eldfjallasetursins hafi flutt ítarlegt erindi á fundinum um gos í Eyjafjallajökli og eldfjallarannsóknir á Íslandi. Þá hafi Davíð Jóhannsson Evrópufulltrúi Ferðamálastofu gert grein fyrir átakinu Inspired by Iceland. Allir viðstaddir fengu ösku úr Eyjafjallajökli í gjafapakkningum.

Iðnaðarráðuneytið segir að ferðamönnum frá Belgíu til Íslands hafi farið fjölgandi síðustu ár. Bókanir í beint flug Icelandair frá Brussel til Keflavíkur, sem hófst síðastliðinn laugardag, bendi til þess að áframhald verði á þeirri þróun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×