Gengi hlutabréfa Bakkavarar féllu um 9,52 prósent í Kauphöllinni í dag en það er mesta lækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi bréfa Marel, sem lækkaði um 0,8 prósent, og Össurar, sem lækkaði um 0,6 prósent.
Á sama tíma hækkaði gengi hlutabréfa Færeyjabanka um 0,78 prósent. Það var jafnframt eina félagið sem hækkaði á markaði í dag.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,51 prósent og endaði í 835 stigum.