Grænlendingar undir þrýstingi um að hætta við olíuleit 3. júní 2010 07:29 Heimastjórnin á Grænlandi er nú undir vaxandi þrýstingi um að endurskoða áætlanir sínar um olíuleit undan ströndum landsins. Ef áætlanir grænlensku heimastjórnarinnar ganga eftir mun fyrstu leyfunum til olíuleitar verða úthlutað á næstu tveimur vikum. Þeir sem gagnrýna þessar áætlanir benda á mengunarslysið í Mexíkóflóa og að það ætti að koma í veg fyrir að leyfin verði veitt. Fjallað er um málið í Berlingske Tidende í dag. Þar er haft eftir haffræðingnum og Cambridge prófessornum Peter Wadhams að það sé hreint brjálæði að veita fleiri leyfi til olíuleitar og vinnslu á hafsbotni í ljósi reynslunnar frá Mexíkóflóa. Wadhams aðvarar grænlensku heimastjórnina og segir að svipaður leki við strendur Grænlands og gerðist á Mexíkóflóa muni hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar þar sem aðeins er hægt að stunda olíuboranir við strendur landsins yfir sumartímann. Því sé möguleiki til staðar að olíuleki á þessu hafsvæði standi yfir í eitt ár án þess að hægt verði að grípa til nokkurra ráðstafana gegn honum. Nátturuverndarsjóðurinn World Wildlife Fund hefur einnig sent öflug mótmæli til heimastjórarinnar. Jörn Skov Nielsen talsmaður heimastjórnarinnar vísar þessum áhyggjum á bug. Grænlendingar séu með mun öflugri reglugerð en Bandaríkjamenn í olíuleitarmálum. Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimastjórnin á Grænlandi er nú undir vaxandi þrýstingi um að endurskoða áætlanir sínar um olíuleit undan ströndum landsins. Ef áætlanir grænlensku heimastjórnarinnar ganga eftir mun fyrstu leyfunum til olíuleitar verða úthlutað á næstu tveimur vikum. Þeir sem gagnrýna þessar áætlanir benda á mengunarslysið í Mexíkóflóa og að það ætti að koma í veg fyrir að leyfin verði veitt. Fjallað er um málið í Berlingske Tidende í dag. Þar er haft eftir haffræðingnum og Cambridge prófessornum Peter Wadhams að það sé hreint brjálæði að veita fleiri leyfi til olíuleitar og vinnslu á hafsbotni í ljósi reynslunnar frá Mexíkóflóa. Wadhams aðvarar grænlensku heimastjórnina og segir að svipaður leki við strendur Grænlands og gerðist á Mexíkóflóa muni hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar þar sem aðeins er hægt að stunda olíuboranir við strendur landsins yfir sumartímann. Því sé möguleiki til staðar að olíuleki á þessu hafsvæði standi yfir í eitt ár án þess að hægt verði að grípa til nokkurra ráðstafana gegn honum. Nátturuverndarsjóðurinn World Wildlife Fund hefur einnig sent öflug mótmæli til heimastjórarinnar. Jörn Skov Nielsen talsmaður heimastjórnarinnar vísar þessum áhyggjum á bug. Grænlendingar séu með mun öflugri reglugerð en Bandaríkjamenn í olíuleitarmálum.
Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira