Umfjöllun: Lukkan með þeim dönsku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júní 2010 07:30 Alexander Petersson í leiknum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Þrátt fyrir ótrúlega frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar í marki íslenska landsliðsins gegn Dönum í gær máttu strákarnir okkar sætta sig við tap, 29-28, í síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni.Frammistaða íslenska liðsins var kaflaskipt. Stundum sýndu leikmenn að íslenska liðið getur spilað glimrandi góðan handbolta jafnvel þótt að þeir Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson væru fjarri góðu gamni. Þess á milli datt allur botn úr íslenska liðinu og var þeirra félaga þá sérstaklega saknað í sókninni.Varnarleikur íslenska liðsins var lengstum ágætur. Liðið spilaði framliggjandi 6-0 vörn sem danska sóknin átti oftar en ekki í miklu basli með. Danirnir voru hins vegar mjög grimmir að refsa með hraðaupphlaupum og skoruðu ellefu slík mörk í gær. Þeir Lars Christiansen og Mikkel Hansen voru í sérflokki í dönsku sókninni og skoruðu til að mynda fyrstu átta mörk Dana í leiknum.Leikir þessara liða hafa oft verið jafnir og því kom það fáum á óvart að staðan var jöfn í hálfleik, 17-17. Liðin höfðu skipst á að vera með forystuna en í upphafi síðari hálfleiks tók íslenska liðið öll völd á vellinum og komst tvívegis í þriggja marka forystu.En í stað þess að láta kné fylgja kviði glutraði Ísland möguleikanum á því að stinga af með óöguðum sóknarleik. Sören Rasmussen hafði leyst Niklas Landin af í danska markinu og átti stórleik í síðari hálfleik. Hann var með 50 prósenta markvörslu og varði frá Þóri Ólafssyni á lokasekúndu leiksins. Þar með tryggði hann danska sigurinn.Langbesti leikmaður Íslands var Björgvin Páll og í raun sorglegt að aðrir leikmenn náðu ekki að nýta sér þann meðbyr. Róbert Gunnarsson var þó mjög öflugur á línunni og skilaði svo sannarlega sínu. Þórir Ólafsson átti góða spretti og þeir Sverre og Vignir í vörninni voru mjög fínir. Flestir aðrir áttu misjafnan leik og hafa oft spilað betur.Þess ber svo að geta að Aron Pálmarsson skoraði tvö ótrúleg mörk í fyrri hálfleik og sýndi þá af hverju hann var valinn efnilegasti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. En eins og aðrir þá missti hann taktinn undir lok leiksins og gerði mistök sem Danirnir voru fljótir að refsa fyrir.Það mátti ekki sjá mikinn mun á liðunum en í þetta skiptin var lukkan á bandi þeirra dönsku. Íslenski handboltinn Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Sjá meira
Þrátt fyrir ótrúlega frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar í marki íslenska landsliðsins gegn Dönum í gær máttu strákarnir okkar sætta sig við tap, 29-28, í síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni.Frammistaða íslenska liðsins var kaflaskipt. Stundum sýndu leikmenn að íslenska liðið getur spilað glimrandi góðan handbolta jafnvel þótt að þeir Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson væru fjarri góðu gamni. Þess á milli datt allur botn úr íslenska liðinu og var þeirra félaga þá sérstaklega saknað í sókninni.Varnarleikur íslenska liðsins var lengstum ágætur. Liðið spilaði framliggjandi 6-0 vörn sem danska sóknin átti oftar en ekki í miklu basli með. Danirnir voru hins vegar mjög grimmir að refsa með hraðaupphlaupum og skoruðu ellefu slík mörk í gær. Þeir Lars Christiansen og Mikkel Hansen voru í sérflokki í dönsku sókninni og skoruðu til að mynda fyrstu átta mörk Dana í leiknum.Leikir þessara liða hafa oft verið jafnir og því kom það fáum á óvart að staðan var jöfn í hálfleik, 17-17. Liðin höfðu skipst á að vera með forystuna en í upphafi síðari hálfleiks tók íslenska liðið öll völd á vellinum og komst tvívegis í þriggja marka forystu.En í stað þess að láta kné fylgja kviði glutraði Ísland möguleikanum á því að stinga af með óöguðum sóknarleik. Sören Rasmussen hafði leyst Niklas Landin af í danska markinu og átti stórleik í síðari hálfleik. Hann var með 50 prósenta markvörslu og varði frá Þóri Ólafssyni á lokasekúndu leiksins. Þar með tryggði hann danska sigurinn.Langbesti leikmaður Íslands var Björgvin Páll og í raun sorglegt að aðrir leikmenn náðu ekki að nýta sér þann meðbyr. Róbert Gunnarsson var þó mjög öflugur á línunni og skilaði svo sannarlega sínu. Þórir Ólafsson átti góða spretti og þeir Sverre og Vignir í vörninni voru mjög fínir. Flestir aðrir áttu misjafnan leik og hafa oft spilað betur.Þess ber svo að geta að Aron Pálmarsson skoraði tvö ótrúleg mörk í fyrri hálfleik og sýndi þá af hverju hann var valinn efnilegasti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. En eins og aðrir þá missti hann taktinn undir lok leiksins og gerði mistök sem Danirnir voru fljótir að refsa fyrir.Það mátti ekki sjá mikinn mun á liðunum en í þetta skiptin var lukkan á bandi þeirra dönsku.
Íslenski handboltinn Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Sjá meira