Nígeríumaður vill hlut í Arsenal Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. maí 2010 08:00 Nígeríumaðurinn vill hlut í Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal og félögum hans. Mynd/ Getty. Nígerískur auðjöfur að nafni Aliko Dangote á í viðræðum um kaup á 16% hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal. Hluturinn sem er til sölu er í eigu Lafði Ninu Bracewell-Smith, en hún er fjórði stærsti hluthafinn í knattspyrnufélaginu. Hlutur Bracewell Smith er metinn á 96 milljónir sterlingspunda eða rúmar 15 milljarðar íslenskra króna. Breska blaðið Sunday Times segir hins vegar að hún vilji fá 160 milljónir punda fyrir hlutinn. Það jafngildir 26 milljörðum íslenskra króna. Salan á þessum hlut gæti haft úrslitaáhrif á eignarhald í félaginu því að tveir stærstu hluthafar í félaginu, Stan Kroenke og Rússinn Alisher Usmanov hafa einnig áhuga á að kaupa hann. Hreppi þeir hlutinn af Bracewell-Smith verður þeim skylt að taka knattspyrnufélagið yfir að fullu. Sunday Times segir að markaðsverðmæti Arsenal nemi rúmum 600 milljónum sterlingspunda eða 96 milljörðum íslenskra króna. Gera má ráð fyrir að fleiri ensk stórlið verði seld í sumar því að eigendur Liverpool hafa lýst yfir vilja til að selja félagið. Þá hefur verið unnið að því að leggja fram tilboð í Manchester United sem nú er í eigu Glazer fjölskyldunnar. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nígerískur auðjöfur að nafni Aliko Dangote á í viðræðum um kaup á 16% hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal. Hluturinn sem er til sölu er í eigu Lafði Ninu Bracewell-Smith, en hún er fjórði stærsti hluthafinn í knattspyrnufélaginu. Hlutur Bracewell Smith er metinn á 96 milljónir sterlingspunda eða rúmar 15 milljarðar íslenskra króna. Breska blaðið Sunday Times segir hins vegar að hún vilji fá 160 milljónir punda fyrir hlutinn. Það jafngildir 26 milljörðum íslenskra króna. Salan á þessum hlut gæti haft úrslitaáhrif á eignarhald í félaginu því að tveir stærstu hluthafar í félaginu, Stan Kroenke og Rússinn Alisher Usmanov hafa einnig áhuga á að kaupa hann. Hreppi þeir hlutinn af Bracewell-Smith verður þeim skylt að taka knattspyrnufélagið yfir að fullu. Sunday Times segir að markaðsverðmæti Arsenal nemi rúmum 600 milljónum sterlingspunda eða 96 milljörðum íslenskra króna. Gera má ráð fyrir að fleiri ensk stórlið verði seld í sumar því að eigendur Liverpool hafa lýst yfir vilja til að selja félagið. Þá hefur verið unnið að því að leggja fram tilboð í Manchester United sem nú er í eigu Glazer fjölskyldunnar.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira