Fyrstu tölur á Akureyri benda til þess að L-listinn fái hreinann meirihluta í bæjarstjórn og sex menn kjörna. Búið er að telja um 7000 atkvæði og aðrir flokkar í framboði, Bæjarlistinn, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og VG, skipta á milli sín atkvæðunum og ná einum manni inn hver.