Fór vopnaður í vettvangsferð fyrr um kvöldið 22. nóvember 2010 18:06 Gunnar Rúnar Sigurþórsson fór í vettvangsferð, með morðvopnið meðferðis, í grennd við heimili Hannesar Þórs Helgasonar um miðnætti aðfaranótt 15. ágústs. Hann áttaði sig á því að Hannes væri ekki heima og lét því ekki til skara skríða fyrr en undir morgun. Þetta kemur fram í játningu Gunnars Rúnars hjá lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar lýsir hann atburðarrásinni aðfaranótt sunnudagsins 15.ágúst, sem hófst með því að hann fór í bíltúr um Hafnarfjörðinn rétt fyrir miðnætti. Gunnar Rúnar stoppaði við verslun 10-11 í Setberginu í Hafnarfirði, lagði bílnum og fór í gönguferð um hverfið. Hann var með hnífinn á sér og segist hafa verið að reyna stoppa sjálfan sig. Skyndilega man hann þá eftir því að Hannes er ekki heima og hættir því við. Hannes var þá staddur á tónleikum Bubba Morthens í Vogum á Vatsnleysuströnd ásamt kærustu sinni. Í yfirheyrslunni spyr lögreglumaður hverju hann hafi velt fyrir sér á göngu sinni um hverfið. Og Gunnar svarar: „...Ég er að pæla hvort ég eigi að gera þetta eða hvort ég eigi ekki að gera þetta. Ég hef verið að pæla í þessu mjög mikið hvort ég ætti að drepa hann Hannes, en ég hef alltaf stoppað mig en samt er ég farinn að ganga lengra og lengra. Þetta kvöld á þessum tíma þegar ég var á þessum göngutúri þá náði ég að stoppa mig og líka það að ég vissi það að það var örugglega enginn heima." Gunnar ákveður því að keyra niður í miðbæ Reykjavíkur, reyna að gleyma þessu og fá sér í glas. Hann endar síðan einn með kærustu Hannesar, þau drekka mikið magn áfengis, og hann keyrir drukkin heim til sín, en kærastan lá áfengisdauð í framsætinu. Þegar heim er komið heldur hann á kærustunni inn til sín og kemur henni fyrir í rúmi sínu, skiptir um föt, fer út í bíl og ákveður að láta til skara skríða. Á milli klukkan sjö og átta um morguninn leggur hann bílnum við leikskóla í Setbergshverfinu, fer í úlpuna og tekur með sér poka með dótinu sem hann þurfti. Hann gengur upp þennan göngustíg, stoppar við ljósastaur og gerir sig kláran fyrir morðið. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Gunnar Rúnar Sigurþórsson fór í vettvangsferð, með morðvopnið meðferðis, í grennd við heimili Hannesar Þórs Helgasonar um miðnætti aðfaranótt 15. ágústs. Hann áttaði sig á því að Hannes væri ekki heima og lét því ekki til skara skríða fyrr en undir morgun. Þetta kemur fram í játningu Gunnars Rúnars hjá lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar lýsir hann atburðarrásinni aðfaranótt sunnudagsins 15.ágúst, sem hófst með því að hann fór í bíltúr um Hafnarfjörðinn rétt fyrir miðnætti. Gunnar Rúnar stoppaði við verslun 10-11 í Setberginu í Hafnarfirði, lagði bílnum og fór í gönguferð um hverfið. Hann var með hnífinn á sér og segist hafa verið að reyna stoppa sjálfan sig. Skyndilega man hann þá eftir því að Hannes er ekki heima og hættir því við. Hannes var þá staddur á tónleikum Bubba Morthens í Vogum á Vatsnleysuströnd ásamt kærustu sinni. Í yfirheyrslunni spyr lögreglumaður hverju hann hafi velt fyrir sér á göngu sinni um hverfið. Og Gunnar svarar: „...Ég er að pæla hvort ég eigi að gera þetta eða hvort ég eigi ekki að gera þetta. Ég hef verið að pæla í þessu mjög mikið hvort ég ætti að drepa hann Hannes, en ég hef alltaf stoppað mig en samt er ég farinn að ganga lengra og lengra. Þetta kvöld á þessum tíma þegar ég var á þessum göngutúri þá náði ég að stoppa mig og líka það að ég vissi það að það var örugglega enginn heima." Gunnar ákveður því að keyra niður í miðbæ Reykjavíkur, reyna að gleyma þessu og fá sér í glas. Hann endar síðan einn með kærustu Hannesar, þau drekka mikið magn áfengis, og hann keyrir drukkin heim til sín, en kærastan lá áfengisdauð í framsætinu. Þegar heim er komið heldur hann á kærustunni inn til sín og kemur henni fyrir í rúmi sínu, skiptir um föt, fer út í bíl og ákveður að láta til skara skríða. Á milli klukkan sjö og átta um morguninn leggur hann bílnum við leikskóla í Setbergshverfinu, fer í úlpuna og tekur með sér poka með dótinu sem hann þurfti. Hann gengur upp þennan göngustíg, stoppar við ljósastaur og gerir sig kláran fyrir morðið.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira