Góðar konur Eygló Harðardóttir skrifar 18. desember 2010 06:00 Í Frá degi til dags í Fréttablaðinu í gær var gerð athugasemd við grein sem ég skrifaði um ágæti frjálsra félagasamtaka og mikilvægi þess að skattleggja þau ekki um of. Þar var dregið í efa að Kvenfélagasamband Íslands væri gott dæmi um frjáls félagasamtök „sem snerta líf okkar allra" og því vil ég koma á framfæri frekari upplýsingum um ágæti kvenfélaganna. Kvenfélagasambandið er regnhlífarsamtök fyrir 160 kvenfélög og 17 héraðssambönd og fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Á tímabilinu 1995-2005 gáfu kvenfélög um 500 milljónir króna, eða um 50 milljónir árlega, til heilbrigðisstofnana. Þar eru ekki talin með framlög Kvenfélagsins Hringsins. Hringurinn hefur verið einn stærsti einstaki styrktaraðili Barnaspítala Hringsins og lyfti þar grettistaki við nýbyggingu spítalans. Önnur verkefni sem Hringskonur hafa stutt eru m.a. barna- og unglingageðdeild Landspítala og Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð barna með sérþarfir. Heilbrigðisstofnunin Í Vestmannaeyjum, minni heimabyggð, væri væntanlega hvorki fugl né fiskur tæknilega eða tækjalega séð ef ekki væri fyrir góðgerðar- og líknarfélög, einstaklinga og fyrirtæki sem stutt hafa við stofnunina og er þar Kvenfélagið Líkn fremst meðal jafningja. Sama mætti segja um flestar heilbrigðisstofnanir á landinu og veit ég ekki betur en flestir Íslendingar þurfi einhvern tímann á lífsleiðinni að leita til heilbrigðisþjónustunnar. Auk alls þessa hafa kvenfélagskonur prjónað húfur sem allir nýburar fá að gjöf, og eru þær í ár um 5.000. Þannig held ég að Kvenfélagasambandið og kvenfélagskonur snerti líf allra Íslendinga í gegnum gjafir, góðgerðarstörf og fjáröflun þar sem þær standa fyrir erfidrykkjum, sölu á jóla- og minningarkortum, sölu á bakkelsi og hannyrðum og fleiru. Eflaust gætu þær flaggað þessum verkum sínum betur, en sumir vilja einfaldlega vinna sín góðverk í hljóði. Það er sjálfsagt að gera athugasemd við störf okkar stjórnmálamanna, en ég tel að Kvenfélagasambandið og hinar góðu kvenfélagskonur þess eigi ekki skilið að vinna þeirra sé ekki metin að verðleikum af okkur öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Í Frá degi til dags í Fréttablaðinu í gær var gerð athugasemd við grein sem ég skrifaði um ágæti frjálsra félagasamtaka og mikilvægi þess að skattleggja þau ekki um of. Þar var dregið í efa að Kvenfélagasamband Íslands væri gott dæmi um frjáls félagasamtök „sem snerta líf okkar allra" og því vil ég koma á framfæri frekari upplýsingum um ágæti kvenfélaganna. Kvenfélagasambandið er regnhlífarsamtök fyrir 160 kvenfélög og 17 héraðssambönd og fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Á tímabilinu 1995-2005 gáfu kvenfélög um 500 milljónir króna, eða um 50 milljónir árlega, til heilbrigðisstofnana. Þar eru ekki talin með framlög Kvenfélagsins Hringsins. Hringurinn hefur verið einn stærsti einstaki styrktaraðili Barnaspítala Hringsins og lyfti þar grettistaki við nýbyggingu spítalans. Önnur verkefni sem Hringskonur hafa stutt eru m.a. barna- og unglingageðdeild Landspítala og Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð barna með sérþarfir. Heilbrigðisstofnunin Í Vestmannaeyjum, minni heimabyggð, væri væntanlega hvorki fugl né fiskur tæknilega eða tækjalega séð ef ekki væri fyrir góðgerðar- og líknarfélög, einstaklinga og fyrirtæki sem stutt hafa við stofnunina og er þar Kvenfélagið Líkn fremst meðal jafningja. Sama mætti segja um flestar heilbrigðisstofnanir á landinu og veit ég ekki betur en flestir Íslendingar þurfi einhvern tímann á lífsleiðinni að leita til heilbrigðisþjónustunnar. Auk alls þessa hafa kvenfélagskonur prjónað húfur sem allir nýburar fá að gjöf, og eru þær í ár um 5.000. Þannig held ég að Kvenfélagasambandið og kvenfélagskonur snerti líf allra Íslendinga í gegnum gjafir, góðgerðarstörf og fjáröflun þar sem þær standa fyrir erfidrykkjum, sölu á jóla- og minningarkortum, sölu á bakkelsi og hannyrðum og fleiru. Eflaust gætu þær flaggað þessum verkum sínum betur, en sumir vilja einfaldlega vinna sín góðverk í hljóði. Það er sjálfsagt að gera athugasemd við störf okkar stjórnmálamanna, en ég tel að Kvenfélagasambandið og hinar góðu kvenfélagskonur þess eigi ekki skilið að vinna þeirra sé ekki metin að verðleikum af okkur öllum.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun