Góðar konur Eygló Harðardóttir skrifar 18. desember 2010 06:00 Í Frá degi til dags í Fréttablaðinu í gær var gerð athugasemd við grein sem ég skrifaði um ágæti frjálsra félagasamtaka og mikilvægi þess að skattleggja þau ekki um of. Þar var dregið í efa að Kvenfélagasamband Íslands væri gott dæmi um frjáls félagasamtök „sem snerta líf okkar allra" og því vil ég koma á framfæri frekari upplýsingum um ágæti kvenfélaganna. Kvenfélagasambandið er regnhlífarsamtök fyrir 160 kvenfélög og 17 héraðssambönd og fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Á tímabilinu 1995-2005 gáfu kvenfélög um 500 milljónir króna, eða um 50 milljónir árlega, til heilbrigðisstofnana. Þar eru ekki talin með framlög Kvenfélagsins Hringsins. Hringurinn hefur verið einn stærsti einstaki styrktaraðili Barnaspítala Hringsins og lyfti þar grettistaki við nýbyggingu spítalans. Önnur verkefni sem Hringskonur hafa stutt eru m.a. barna- og unglingageðdeild Landspítala og Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð barna með sérþarfir. Heilbrigðisstofnunin Í Vestmannaeyjum, minni heimabyggð, væri væntanlega hvorki fugl né fiskur tæknilega eða tækjalega séð ef ekki væri fyrir góðgerðar- og líknarfélög, einstaklinga og fyrirtæki sem stutt hafa við stofnunina og er þar Kvenfélagið Líkn fremst meðal jafningja. Sama mætti segja um flestar heilbrigðisstofnanir á landinu og veit ég ekki betur en flestir Íslendingar þurfi einhvern tímann á lífsleiðinni að leita til heilbrigðisþjónustunnar. Auk alls þessa hafa kvenfélagskonur prjónað húfur sem allir nýburar fá að gjöf, og eru þær í ár um 5.000. Þannig held ég að Kvenfélagasambandið og kvenfélagskonur snerti líf allra Íslendinga í gegnum gjafir, góðgerðarstörf og fjáröflun þar sem þær standa fyrir erfidrykkjum, sölu á jóla- og minningarkortum, sölu á bakkelsi og hannyrðum og fleiru. Eflaust gætu þær flaggað þessum verkum sínum betur, en sumir vilja einfaldlega vinna sín góðverk í hljóði. Það er sjálfsagt að gera athugasemd við störf okkar stjórnmálamanna, en ég tel að Kvenfélagasambandið og hinar góðu kvenfélagskonur þess eigi ekki skilið að vinna þeirra sé ekki metin að verðleikum af okkur öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Sjá meira
Í Frá degi til dags í Fréttablaðinu í gær var gerð athugasemd við grein sem ég skrifaði um ágæti frjálsra félagasamtaka og mikilvægi þess að skattleggja þau ekki um of. Þar var dregið í efa að Kvenfélagasamband Íslands væri gott dæmi um frjáls félagasamtök „sem snerta líf okkar allra" og því vil ég koma á framfæri frekari upplýsingum um ágæti kvenfélaganna. Kvenfélagasambandið er regnhlífarsamtök fyrir 160 kvenfélög og 17 héraðssambönd og fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Á tímabilinu 1995-2005 gáfu kvenfélög um 500 milljónir króna, eða um 50 milljónir árlega, til heilbrigðisstofnana. Þar eru ekki talin með framlög Kvenfélagsins Hringsins. Hringurinn hefur verið einn stærsti einstaki styrktaraðili Barnaspítala Hringsins og lyfti þar grettistaki við nýbyggingu spítalans. Önnur verkefni sem Hringskonur hafa stutt eru m.a. barna- og unglingageðdeild Landspítala og Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð barna með sérþarfir. Heilbrigðisstofnunin Í Vestmannaeyjum, minni heimabyggð, væri væntanlega hvorki fugl né fiskur tæknilega eða tækjalega séð ef ekki væri fyrir góðgerðar- og líknarfélög, einstaklinga og fyrirtæki sem stutt hafa við stofnunina og er þar Kvenfélagið Líkn fremst meðal jafningja. Sama mætti segja um flestar heilbrigðisstofnanir á landinu og veit ég ekki betur en flestir Íslendingar þurfi einhvern tímann á lífsleiðinni að leita til heilbrigðisþjónustunnar. Auk alls þessa hafa kvenfélagskonur prjónað húfur sem allir nýburar fá að gjöf, og eru þær í ár um 5.000. Þannig held ég að Kvenfélagasambandið og kvenfélagskonur snerti líf allra Íslendinga í gegnum gjafir, góðgerðarstörf og fjáröflun þar sem þær standa fyrir erfidrykkjum, sölu á jóla- og minningarkortum, sölu á bakkelsi og hannyrðum og fleiru. Eflaust gætu þær flaggað þessum verkum sínum betur, en sumir vilja einfaldlega vinna sín góðverk í hljóði. Það er sjálfsagt að gera athugasemd við störf okkar stjórnmálamanna, en ég tel að Kvenfélagasambandið og hinar góðu kvenfélagskonur þess eigi ekki skilið að vinna þeirra sé ekki metin að verðleikum af okkur öllum.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun