Grein númer 1.000 um Icesave Hallgrímur Helgason skrifar 16. janúar 2010 06:00 Kæru landsmenn. Í dag er dagur nr. 462 í Icesave. Og hér kemur grein nr. 1000 um málið. Þið fyrirgefið. Eitt sinn vorum við þjóð í sjokki sem skammaðist sín fyrir græðgi sinna drengja og samþykkti hvað sem var. Kannski ekki alveg eins og dýrið í bílljósunum heldur meira eins og dýralæknir í bílljósum. Síðan vorum við þjóð að koma út úr sjokki sem ætlaði að vera dugleg stelpa og sýna heiminum að hún vildi bæta sitt ráð. Eins og nýkjörinn formaður húsfélags sem lofar að deila dópskuld pakksins á fjórðu á allar hæðir, af (kannski aðeins of mikilli) stórmennsku og heiðarleika. Nú erum við þjóð sem þreytt er orðin á sjokki og veit ekkert í sinn haus. Stöndum ráðvillt úti á túni og hlýðum á vegfarendur segja hvað okkur ber og ekki. Skoðanakannanir orðnar að skrattaskemmtun. Ný rök dynja á okkur úr öllum áttum. Allir vinir Fésbókar eru gengnir í Icesave-söfnuðinn og birta nýjustu vitranir daglega. Eftirlaunaðir stjórnmálamenn hafa kastað golfkylfunni og skrifa langar lærðar greinar. Á hverjum morgni berast okkur álit erlendra sérfræðinga, mótrök innlendra lögspekinga, úttektir eldheitra áhugamanna, flokkslínur fjögurra flokka og fokklínur æptar úr bloggheimum, að ógleymdum spunameisturum ríkisstjórnar og hrunameisturum Haarde-stjórnar. Hver ný skoðun hefur mök við þá fyrri sem getur af sér þrettán nýjar svo úr verður leðurblökuger í hverri stofu landsins. Er nema von við séum ringluð? Alþjóðlegur vinkillEn þó virðast 999 greinar um Icesave ekki hafa verið alveg til einskis. Fimmtán mánuðum eftir að heimasíðum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi var lokað af Tortólfum tveimur, þeirra digru stjórum og slaufuburðarmanni flokksins (án þess svo mikið að segja „Sorry, off with your money to the Caribbean!") hefur málið þokast inn á nýjar lendur, ögn víðari en þær gömlu. Þótt synjun forsetans hafi látið okkur berja höfði í borð þegar hún barst okkur yfir Skerjafjörðinn verður því víst ekki neitað að með henni komst málið út úr eldhúskrókum Íslands og inn í heimsfréttirnar. Skyndilega fékk íslenska þrasið alþjóðlegan vinkil: Eftir að hafa bergmálað milli bloggmálsklettanna í Dimmuborgum í heilt ár náði það loks inn á hótelherbegin í Hong Kong og Kæró, þar sem heimsfólkið tekur sín eftirjólafrí. Fjármálatímans menn og konur hófu að tjá sig, sjónvarpsmenn á BBC og CNN, vitringar á Wall Street og sérfróðir í City, og komu margir á óvart með afstöðu sinni í Icesave. Og okkar eigin miðlar opnuðu á símtöl utan úr heimi. Holy Miss Joly sat ásamt Eiffelturni og Evrópuþingmanni í Silfri Egils. Öll þrjú sögðu hreint út að við þyrftum ekki að borga. En ég verð að borga! Ég vil borga! hrópaði samviskan og lét sjálfsásökunarsvipuna ganga á baki sér. Tortólfarnir og Slaufi stálu þessum peningum af stritandi bresk-hollenskum almenningi, lífeyrissparendum og líknarfélögum, í nafni Gullfoss og Geysis, Bóbós og Bjarkar, mín og þín. Ekki viljum við þjófsnautar vera, í heimsfrægu þjófslandi búa. Eða hvað? Ryðgaður á flokkslínunniFremstir í flokki þeirra sem segja nei, við skuldum ekkert, eru lögfræðingarnir. Því doktorsgráðugri menn eru í þeirri þrætulist, því harðari eru þeir á sakleysi Íslands. Sem segir manni að lögfræði virðist ekkert hafa með siðgæði að gera. Nördar eru þeir kallaðir sem einungis blína á bókstafinn og fátt annað skilja. Og megum við sannarlega þakka fyrir að meirihluti landsmanna sé ekki lögfræðimenntaður; þá fyrst myndi þjóðfélagið leysast upp í lögleysu. „Nei, ég má þetta! Þessi grein stangast á við hefðbundna túlkun á 32. annarri grein laga 212 frá '94 og gildir því ekki! Bla bla bla." Þó verður að viðurkennast að Icesave-málið er ekki einungis siðferðilegs og stjórnmálalegs eðlis heldur lagaleikskrói líka. Sjálfur hef ég setið ryðgaður á flokkslínunni í þessu máli, eins og gamalgróinn bolti, allt frá því í síðustu sumarbyrjun. Og það mest af hreinni þrætuþreytu. Eins og fleiri treysti ég mínu fólki til að gera það sem best og nauðsynlegast var. Ég var á kafi í skáldsögu og gat ekki tekið mér það vikufrí sem þurfti til að setja mig inn í Icesave. Ég las því ekki samninginn, setti mig ekki inn í smáatriðin, lét það eftir fólkinu sem ég kaus. Er það ekki þannig sem lýðræðið virkar? Verkaskipting. Vinkona mín brosti góðlátlega að þessari yfirborðskenndu afstöðu og skeiðaði niður á Austurvöll til að standa þar í lappirnar, á íslenskum upphlut, gegn Icesave, ásamt öllum reiðu Söguhlustandi leigubílstjórunum og leðurhönskuðu jeppaköllunum sem alltaf hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn og munu áfram gera því allir eru þeir spennufíklar sem elska hrun. (Á tímabili var sem allt „fína og ábyrga peningafólkið" okkar (hægrisinnaðir húseigendur á hægðalyfjum) væri á móti því að borga Icesave en „óábyrga hugsjónafólkið", sem hefur hvorki vit né áhuga á peningum (værukærir videoglápandi vinstrimenn), væri það sem vildi standa við skuldbindingar Íslands.) En vinkona mín á upphlutnum var hvorki jarðeigandi né jeppakall heldur fjallkona dagsins sem vissi hvað það er að bera íbúð og bíl á bakinu í vinnuna sérhvern dag og ætlaði alls ekki að bæta gullveislum Tortólfa á það hlass. Fyrir þá sannfæringu sína var hún til í að standa lengi á Austurvelli, á milli þess sem hún þrælaði sér í gegnum samninginn. En gagnvart þeim eldmóði voru sum okkar hreinlega, já, of þreytt. Sjálfur var ég, eins og fleiri, búinn með mótmælakvótann fyrir árið 2009, og einbeitti mér að öðru, leiddi næstum því hjá mér þessa staðföstu andstöðu við Icesave. En er það ekki þannig sem lýðræðið virkar? Verkaskipting. Og nú sér hún árangur erfiðis síns, Fjallkonan á Austurvelli. Þolinmæði hennar var ekki til einskis. Það þurfti þrætuveturÍ Icesave var ekkert til einskis. Pelsafólkið með rauðu blysin, brjálæðingarnir í búsáhaldabyltingunni, bloggarinn austur á Reiðafirði, reiði kallinn í útvarpssímanum, eitilhörðu indífensarnir, hagfræðingurinn okkar í London sem eyddi fimm helgum í greinaskrif, fréttaritarar og fræðimenn, þingmenn og -konur sem vöktu fram á nótt og fluttu sínar misvitru ræður fram í myndavélarnar, flokksformenn og embættismenn, hlustendur og hlæjendur, lögfræðingar allir og landsins heitapottsverjar, við sem sátum heima þreytt: Allir gegndu sínu hlutverki. Enginn gerði ekkert í Icesave. Tölum okkur ekki niður og út. Verum nú aðeins stolt af okkur. Það þurfti heilan þrætuvetur til. Lýðvirknin hefur sjaldan verið meiri hér á landi. Og Icesave er sannarlega ekki ómerkilegt mál, heldur dæmisaga á veraldarvísu sem verðskuldar líklega allan þann tíma sem hún þarf. En auðvitað er þetta búið að vera drepleiðinlegt. Auðvitað var einhver í pólitískri keilu. Auðvitað var einhver að nota málið sér til frama. Auðvitað var hún hvimleið, þingröddin Vigdísar Hauks. Auðvitað var hún pínleg, einurðin Þorgerðar Katrínar. Og auðvitað er erfitt að heyra óminn af greinum um Icesave sem birtast að sögn í Mogga; erfitt að heyra um „heiðvirt" fólk sem af einhverjum ástæðum kýs að birta sín sjónarmið í hvítþvottavél flokksins, innan um óhreina tauið ritstjórans, sjálfs Hertogans af Icesave. Og auðvitað sitja gömlu vinirnir hans, þeir Tortólfur og Slaufi, enn óáreittir í Ísbjargarhöllum sínum vítt um bæinn og aðrar borgir. En eftir stendur að málið er enn óklárað. Og opið á ný. Víðsýni vindhanansAlþjóðleg umræða um Icesave var skiptilykillinn sem skrúfaði mig lausan af flokkslínunni. Tosaði mann upp úr skotgröfinni. Ég fór að hlusta á fleiri sjónarmið en Jóhönnu og Steingríms. Hvað annað var hægt? Maður varð líka að sætta sig við að málinu yrði ekki troðið niður um þjóðarkokið. Andstaðan var of massíf til að verða hundsuð. „Hinir sauðþráu Íslendingar!" (Roy Hattersley á morgunvaktinni). Og Ólafur Ragnar of glansþurfi til að geta skrifað undir. Hann sem var orðinn forarseti þráði að verða forseti á ný. En eigum við samt ekki að hrósa nýju stjórninni fyrir að gefa málinu svo langan lífdag? Einhverju sinni hefði það verið klárað í einum karlanna hvelli með Halldór máttugan Blöndal á bjöllunni. Já. Svona erum við vinstrimenn miklir vindhanar. Svona erum við úthaldslausir í afstöðunni og alltaf til í að skoða málin upp á nýtt. Nei, svona erum við víðsýnir, opnir og sanngjarnir. Er það hættulegt? Já, það er stórhættulegt, segir Einar félagi Kárason á Fésbók. Og taka má undir það. Hrunameistararnir bíða umsátursmalandi utan við borgarmúrana, ásamt sinni fuglahvíslandi náhirð. Sigmundur Davíð Oddsson gæti verið sestur yfir okkur á morgun ef við pössum okkur ekki. Hingað til hafa Hádegismórarnir haft það ömurlega geð í sér að æpa stöðugt á þau sem eru að reyna að semja okkur upp úr feninu sem þeir steyptu okkur í. Og já, flestir eru þeir á því að ekki þurfi að borga: Dópistinn reynir allt til að sannfæra mömmu og pabba um að þau þurfi ekki að borga skuldir hans, og það þó að handrukkarinn sé kominn í hús og hafi tekið gömlu hjónin hálstaki, brugðið hnífi á háls, með AGS-ið húðflúrað á ennið. En hér kemur þúsundasta og fyrsta spurning í Icesave: Eigum við ekki að taka mark á Evu Joly bara af því að hún segir það sama og hrunameistararnir í Hádegismóum? Hún gerir það auðvitað á allt öðrum forsendum. Hertoginn og Holy JolyEr vinstriþjóðin þá fjölskylda týnd á fjöllum, hitalaus og matar-, sem neitar aðstoð björgunarsveitar, þegar hún loks berst, á þeim forsendum að einhverjir meðlimir hennar séu of hægrisinnaðir? Eigum við að láta hrunameisturunum það eftir að leyfa þeirra frumstæðu sjálfsvarnarsjónarmiðum að fæla okkur frá hugsanlegum björgunarköðlum? Þá hefur eyðileggingaröflunum fyrst tekist ætlunarverk sitt þegar þau ná að byrgja okkur sýn til ALLRA átta, til ALLRA lausna, þegar þeim hefur tekist að útiloka ákveðin sjónarmið, einungis vegna þess að sjálf hafi þau viðrað viðlíka skoðanir. Hér má gjarnan líta upp úr skotgröfum, sleppa taki á flokkslínum, taka skrefið út í efann og óvissuna, líta í kringum sig. Ég get ekki sagt að ég hafi þegar skipt um skoðun í Icesave-málinu en ég er að skoða mig um. Hvað er í boði? Hvað er enn hægt að gera? Icesave er komið á nýjan reit, ef til vill upphafsreit. Og því spyr ég ykkur þau sem enn eruð hörð á bandi samnings nr. 2: Hvernig eigum við að geta samþykkt svo stórar álögur í þjóðaratkvæði þegar manneskja eins og Eva Joly segir að okkur beri engin skylda til að borga? Afstaða Hertogans og náhirðar hans er einföld: Þið þurfið ekki að borga fyrir mistök okkar. Þar talar ranglætið um réttlæti. Afstaða Evu Joly er hinsvegar reist á sanngirni í alþjóðasamskiptum. Þar talar réttlætið um ranglæti. Eigum við ekki að hlusta? Mistök ríkisstjórnarEigum við ekki að reyna að meta stöðuna upp á nýtt í ljósi nýjustu vendinga? Og eigum við ekki að viðurkenna að mistök hafi átt sér stað? Í Icesave hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur grúft sig um of yfir málið, í verkstíl hennar sjálfrar, en ekki horft á það úr fjarlægð. Hér vantaði alþjóðlegt samráð og samhengi. Hér vantaði Jóns Baldvins-vinkilinn. Við nefndarskipun var fjármálaráðherra jafnvel svo nærsýnn að hann horfði einungis inn í eigin flokk eftir hæfu fólki. Slíkt gat aðeins valdið vantrausti. Steingrímur J. ætlaði að sóla upp kantinn í þessum landsleik, leika á alla bresku atvinnumennina einn, og skora markið sem átti að duga okkur til jafnteflis. Og síðan hvenær hafa landsleikir farið fram með leynd? Og já, hvað sem má um útrásir forsetans segja var þessi hans síðasta dæmi um það sem við biðum of lengi eftir: Að einhver ráðamaður okkar, enskumælandi og ótitrandi, talaði okkar máli í miðlum heimsins. Leiðtogar okkar hafa verið of fastir í leðjuslagnum heima. Og gleymdu því að Icesave er ekki aðeins dapurlegur kafli í Íslandssögunni heldur hefur það einnig alþjóðlega skírskotun, ef ekki heimssögulega þýðingu. Það vitum við loksins almennilega nú. Þá gleymdist einnig gjörsamlega að ganga á sökudólgana sjálfa og þeirra sigurjónsdigru sjóði. Það var auðvitað bjartsýni að ætla þjóðinni að borga þeirra illu prívatskuldir á meðan þeir sjálfir héldu áfram að sóla sig í eigin skartgripaskini, á sínum eigin veröndum, í sínum eigin lúxhúsum. Sjálfur höfuðpaurinn var ekki einu sinni yfirheyrður af rannsóknarnefnd Alþingis fyrr en fjölmiðlar sögðu frá því stóra stikkfríi! Á meðan Icesave-snillingarnir, Tortólfarnir, Digrar tveir og Slaufi, hafa ekki enn verið gerðir upp og allt þeirra fé lagt inn í þessa miklu þjóðarskuld getur ríkisstjórnin ekki ætlast til þess að landsmenn gangi glaðir til þeirra borgunarverka. Fólk verður að minnsta kosti að finna þefinn af réttlætinu ef það á að sætta sig við ranglætið. Ógeðsdrykkir samstöðunnarEn hvað er þá til ráða? Nú þarf að gera það sem gerast átti löngu fyrr: Að teknar séu eignarnámi eigur allra „eigenda" og stjórnenda Landsbankans gamla og settar ofan í skúffu til að grípa til síðar. Að forsætisráðherra hífi sig upp úr pappírunum og stígi fram fyrir þjóðarskjöld. Að fulltrúar allra hinna misvitru stjórnmálaflokka séu kallaðir til samninganefndar, svo þeir séu allir undir þá sömu svipu settir sem þjóðaratkvæðisgrýlan er. Og að beitt verði alveg nýrri tegund af herkænsku með vísun í glóðvolga alþjóðaumræðu um málið. Auðvitað er ekki auðvelt að sætta sig við aðkomu gömlu fjárhyggjupostulanna að málinu. Auðvitað er ekki auðvelt að sætta sig við að sjá formann Sjálfstæðisflokksins sitja við ríkisstjórnarborð, nú þegar hann hefur loks náð sínum siðferðilega botni með því að líkja sér við sjálfan Jón Sigurðsson og mótmæla að hans hætti nauðarsamningum sem voru þó tilraun til að bjarga þjóð frá klúðri hans eigin flokks. Prinsinn af Icesave hefur enn ekki sýnt þá döngun að stíga fram og biðja okkur afsökunar á klíkuverkum Hertogans og slaufuburðarmanna hans. (Hugsið ykkur, fimmtán mánuðum eftir hrun hefur enginn tekið ábyrgð á Icesave!) Nei, í staðinn lýsir hann sig sjálfstæðishetju sem ætlar að bjarga landinu sem hann missti þó sjálfur í sjóinn og lætur klappa fyrir sér í Valhöll, þessum ellibústað aflóga guða fjárhyggjunnar. Í raun er það nánast óskiljanlegt hvernig Sjálfstæðismenn hafa treyst sér til að tjá sig yfir höfuð um Icesave, þennan beiskasta kaleik sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur fært þjóðinni. Á karlrembutíð var talað um afturbatapíkur en í þessu tilfelli væri nær að tala um skyndibatapíkur. Þá er heldur ekki auðvelt að sætta sig við að sjá Framsóknarformann við samningsborð fyrir Íslands hönd. Skeleggur má hann vera en líkt og hans smekklausi kollega ber hann ennþá klíkuglæpi fortíðar á bakinu. Þá hefur afstaða hans í málinu verið mjög framsóknarleg: Eitt sinn vildi hann ekkert borga, þá vildi hann dómstólaleið, síðan vildi hann eitthvað borga, loks þráði hann þjóðaratkvæði en vatt því síðan í nýjan kross, en gerði það þó allt með miklum þjósti. En hér verðum við semsagt að taka fram stóra skoltinn og kyngja ýmsum ógeðsdrykknum, allt í þeirri von að málið klárist og þjóðin fái samþykkt það. Þá er hollt að líta til þess að síst er Samfylkingin saklaus af hruni. Hennar var bankamálaráðherra Icesave-tímans og með henni búa enn ýmsir hrunamenn og -konur sem sagan segir að fái krot í kladda rannsóknarnefndar. Og ekki eru Vinstri-grænir hreinar meyjar lengur, eftir að hafa tekið sinn eigin Hertoga fram yfir óumdeildan fagmann sem formann fyrstu nefndar. Og já, hver er svo ég að saka Framsókn um skoðanastjákl, þegar þessi þúsundasta grein um Icesave inniheldur að minnsta kosti tíu tilhlaup að skoðun í málinu. En hér er það einfaldlega svo að opinn hugur er betri en uppgerður. Efi er allt sem þarf. HöfðatölutillaganEn einhverjar línur þarf þó. Og hver ættu nú að verða samningsmarkmið Íslands? (Aldrei fengum við að vita samningsmarkmið fyrri nefndar.) Eigum við að neita með öllu að borga, að hætti Einars Más, hins Húgó Chavezka byltingarmanns norðursins? Nota tækifærið og sýna alþjóðlegu fjármálavaldi fingurinn? Nei, segir samviskan. Slíkt væri dæmigerð 2007-hegðun, áframhaldandi hroki, yfirgangur og agaleysi. Hér er heldur ekki verið að tala um ósanngjarnt lán frá gósenlandi til þróunarlands. Icesave var rán en ekki lán. Ríkt land rændi önnur rík. Og ekki viljum við einangrast. Seint förum við að framleiða okkar eigin farsíma og hver ætlar að neita börnunum sínum um námsár í Boston eða Berlín? Tilfinningin segir manni að framtíðarfórnin yrði stærri ef við neitum öllum greiðslum. Bróðir minn Gunnar er með einfalda tillögu að lausn: Hann vill að heildarskaðanum í Icesave verði deilt niður á þjóðirnar þrjár sem borgi samkvæmt sanngjarnri höfðatölureglu. Og þetta hefur hann reiknað út: Ef við gefum okkur að heildarupphæðin vegna Icesave sé 700 milljarðar króna myndi henni deilt niður á þessar rúmu 76 milljónir manna sem byggja löndin þrjú. Þá kæmu 45 ensk pund niður á haus. Samkvæmt því ætti 313.000 manna þjóðin að greiða 2.7 milljarða króna. Samkvæmt þessari tillögu bróður míns myndum við því sleppa með tæpa þrjá milljarða fyrir sögulegt axarskaft, sirka 10.000 kall á mann. Vonandi verður niðurstaðan einhverstaðar á milli þessa og samnings 2. Ekki of mikið, ekki of lítiðNú þurfa menn samt að setja sér einhver markmið. Við getum nýtt okkur hálstakið sem handrukkarinn AGS hefur fangað okkur í. Varla er sanngjarnt að stofnun sem segist vera alþjóðleg gangi erinda nokkurra smáþenkjandi stórþjóða. Við getum minnst á kerfishrun. Við getum beitt þjóðaratkvæðisgrýlunni: Þrjóskasta þjóð í heimi mun ekki samþykkja hvað sem er. Við getum nýtt okkur viðsnúning í erlendu almenningsáliti. Við getum bent á ábyrgð hinna stóru þjóða sem leyfðu fjárglæpamönnum að opna netbanka í landhelgi sinni. Og þegar allt um þrýtur getum við dregið fram Parísarparið og farið laganördaleiðina. Umfram allt megum við alls ekki leysa málið samkvæmt nýjustu hugmyndum um orku fyrir Icesave. Það lýsir vel nýlendueðli Breta og Hollendinga að þeim skuli detta í hug að leggja naflastreng til smálandsins og soga úr því orkuna til hundrað ára. Slík lausn væri niðrandi fyrir okkur. Að borga til fulls væri líka niðrandi fyrir okkur. Að borga ekkert væri líka niðrandi fyrir okkur. Og þá er ég loks kominn með vott af afstöðu í Icesave: Við eigum að gangast inn á að borga sanngjarnan hlut í þessu ráni. Ekki of mikið, ekki of lítið. Ég vil ekki tilheyra þjóð sem lætur beygja sig í duftið fyrir græðgi nokkurra gullfíkla. En ég vil heldur ekki tilheyra þjóð sem tekur enga ábyrgð á yfirlýsingum eigin ráðamanna og neitar að læra nokkuð af hruni alls þess sem sjálf hún kaus. (Samkvæmt skoðanakönnunum er Icesave-flokkurinn enn stærstur stjórnmálaflokka.) Ég vil ekki tilheyra þjóð siðblindra sveitamanna sem ætla stöðugt að sigra heiminn, á sinn sérísleska hátt; sem aðeins er hægt að gera einu sinni og síðan aldrei meir: Því sá séríslenski „sigur" felst í því að valta yfir heiðvirt fólk og hlaupa svo burt með gróðann, láta sig hverfa. Eldskírn þjóðarRétt eins og hrunið er Icesave eldskírn þjóðar. Eitt sinn var hún í sjokki og gafst bara upp. Svo var hún dugleg stelpa og vildi sýna lit. Loks varð hún þreytt á sjokki og vissi ekkert lengur. En áður en hún verður aftur þjóð sem gleymir öllum sjokkum, og ekkert hefur öðrum að bjóða annað en yfirgang og hroka, verður að semja um Icesave. Og til þess verðum við að standa saman, kæru landsmenn. Í smá tíma að minnsta kosti. Því svo mikið er víst: Hinn eilífi, sísjálfsendurnýjandi Íslendingur verður hættulega fljótur upp í flugvél aftur, kominn með glænýjar leiðir til „heimsyfirráða", með nýjar „sigur"-formúlur á vör og nýtt glas af víni í loftinu yfir heimsborgum fullum af svefnheimskum útlendingum sem bíða eftir því að verða teknir í bólinu. „Getur ekki klikkað! Óli og Dorrit ætla að mæta á opnunina!" Þú ert númer 1000 í röðinniPS. Eitt hefur þó hrunið góða lagað í okkar landi. Nú þora menn og konur loks að tjá sig, á bloggi, í greinum, úr ræðustól og sínum eigin kvikmyndum jafnvel. Hrunið vakti Ísland. Ég minnist þess nú, að lokinni langri greinarsmíð, hve áður fyrr var fámennt oft á ritvellinum. Stundum stóð maður þar einn og mundaði pennann. Nú má maður hinsvegar gjöra svo vel og taka númer, fara aftast í röðina. Á undan mér eru 999 sjónarmið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Kæru landsmenn. Í dag er dagur nr. 462 í Icesave. Og hér kemur grein nr. 1000 um málið. Þið fyrirgefið. Eitt sinn vorum við þjóð í sjokki sem skammaðist sín fyrir græðgi sinna drengja og samþykkti hvað sem var. Kannski ekki alveg eins og dýrið í bílljósunum heldur meira eins og dýralæknir í bílljósum. Síðan vorum við þjóð að koma út úr sjokki sem ætlaði að vera dugleg stelpa og sýna heiminum að hún vildi bæta sitt ráð. Eins og nýkjörinn formaður húsfélags sem lofar að deila dópskuld pakksins á fjórðu á allar hæðir, af (kannski aðeins of mikilli) stórmennsku og heiðarleika. Nú erum við þjóð sem þreytt er orðin á sjokki og veit ekkert í sinn haus. Stöndum ráðvillt úti á túni og hlýðum á vegfarendur segja hvað okkur ber og ekki. Skoðanakannanir orðnar að skrattaskemmtun. Ný rök dynja á okkur úr öllum áttum. Allir vinir Fésbókar eru gengnir í Icesave-söfnuðinn og birta nýjustu vitranir daglega. Eftirlaunaðir stjórnmálamenn hafa kastað golfkylfunni og skrifa langar lærðar greinar. Á hverjum morgni berast okkur álit erlendra sérfræðinga, mótrök innlendra lögspekinga, úttektir eldheitra áhugamanna, flokkslínur fjögurra flokka og fokklínur æptar úr bloggheimum, að ógleymdum spunameisturum ríkisstjórnar og hrunameisturum Haarde-stjórnar. Hver ný skoðun hefur mök við þá fyrri sem getur af sér þrettán nýjar svo úr verður leðurblökuger í hverri stofu landsins. Er nema von við séum ringluð? Alþjóðlegur vinkillEn þó virðast 999 greinar um Icesave ekki hafa verið alveg til einskis. Fimmtán mánuðum eftir að heimasíðum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi var lokað af Tortólfum tveimur, þeirra digru stjórum og slaufuburðarmanni flokksins (án þess svo mikið að segja „Sorry, off with your money to the Caribbean!") hefur málið þokast inn á nýjar lendur, ögn víðari en þær gömlu. Þótt synjun forsetans hafi látið okkur berja höfði í borð þegar hún barst okkur yfir Skerjafjörðinn verður því víst ekki neitað að með henni komst málið út úr eldhúskrókum Íslands og inn í heimsfréttirnar. Skyndilega fékk íslenska þrasið alþjóðlegan vinkil: Eftir að hafa bergmálað milli bloggmálsklettanna í Dimmuborgum í heilt ár náði það loks inn á hótelherbegin í Hong Kong og Kæró, þar sem heimsfólkið tekur sín eftirjólafrí. Fjármálatímans menn og konur hófu að tjá sig, sjónvarpsmenn á BBC og CNN, vitringar á Wall Street og sérfróðir í City, og komu margir á óvart með afstöðu sinni í Icesave. Og okkar eigin miðlar opnuðu á símtöl utan úr heimi. Holy Miss Joly sat ásamt Eiffelturni og Evrópuþingmanni í Silfri Egils. Öll þrjú sögðu hreint út að við þyrftum ekki að borga. En ég verð að borga! Ég vil borga! hrópaði samviskan og lét sjálfsásökunarsvipuna ganga á baki sér. Tortólfarnir og Slaufi stálu þessum peningum af stritandi bresk-hollenskum almenningi, lífeyrissparendum og líknarfélögum, í nafni Gullfoss og Geysis, Bóbós og Bjarkar, mín og þín. Ekki viljum við þjófsnautar vera, í heimsfrægu þjófslandi búa. Eða hvað? Ryðgaður á flokkslínunniFremstir í flokki þeirra sem segja nei, við skuldum ekkert, eru lögfræðingarnir. Því doktorsgráðugri menn eru í þeirri þrætulist, því harðari eru þeir á sakleysi Íslands. Sem segir manni að lögfræði virðist ekkert hafa með siðgæði að gera. Nördar eru þeir kallaðir sem einungis blína á bókstafinn og fátt annað skilja. Og megum við sannarlega þakka fyrir að meirihluti landsmanna sé ekki lögfræðimenntaður; þá fyrst myndi þjóðfélagið leysast upp í lögleysu. „Nei, ég má þetta! Þessi grein stangast á við hefðbundna túlkun á 32. annarri grein laga 212 frá '94 og gildir því ekki! Bla bla bla." Þó verður að viðurkennast að Icesave-málið er ekki einungis siðferðilegs og stjórnmálalegs eðlis heldur lagaleikskrói líka. Sjálfur hef ég setið ryðgaður á flokkslínunni í þessu máli, eins og gamalgróinn bolti, allt frá því í síðustu sumarbyrjun. Og það mest af hreinni þrætuþreytu. Eins og fleiri treysti ég mínu fólki til að gera það sem best og nauðsynlegast var. Ég var á kafi í skáldsögu og gat ekki tekið mér það vikufrí sem þurfti til að setja mig inn í Icesave. Ég las því ekki samninginn, setti mig ekki inn í smáatriðin, lét það eftir fólkinu sem ég kaus. Er það ekki þannig sem lýðræðið virkar? Verkaskipting. Vinkona mín brosti góðlátlega að þessari yfirborðskenndu afstöðu og skeiðaði niður á Austurvöll til að standa þar í lappirnar, á íslenskum upphlut, gegn Icesave, ásamt öllum reiðu Söguhlustandi leigubílstjórunum og leðurhönskuðu jeppaköllunum sem alltaf hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn og munu áfram gera því allir eru þeir spennufíklar sem elska hrun. (Á tímabili var sem allt „fína og ábyrga peningafólkið" okkar (hægrisinnaðir húseigendur á hægðalyfjum) væri á móti því að borga Icesave en „óábyrga hugsjónafólkið", sem hefur hvorki vit né áhuga á peningum (værukærir videoglápandi vinstrimenn), væri það sem vildi standa við skuldbindingar Íslands.) En vinkona mín á upphlutnum var hvorki jarðeigandi né jeppakall heldur fjallkona dagsins sem vissi hvað það er að bera íbúð og bíl á bakinu í vinnuna sérhvern dag og ætlaði alls ekki að bæta gullveislum Tortólfa á það hlass. Fyrir þá sannfæringu sína var hún til í að standa lengi á Austurvelli, á milli þess sem hún þrælaði sér í gegnum samninginn. En gagnvart þeim eldmóði voru sum okkar hreinlega, já, of þreytt. Sjálfur var ég, eins og fleiri, búinn með mótmælakvótann fyrir árið 2009, og einbeitti mér að öðru, leiddi næstum því hjá mér þessa staðföstu andstöðu við Icesave. En er það ekki þannig sem lýðræðið virkar? Verkaskipting. Og nú sér hún árangur erfiðis síns, Fjallkonan á Austurvelli. Þolinmæði hennar var ekki til einskis. Það þurfti þrætuveturÍ Icesave var ekkert til einskis. Pelsafólkið með rauðu blysin, brjálæðingarnir í búsáhaldabyltingunni, bloggarinn austur á Reiðafirði, reiði kallinn í útvarpssímanum, eitilhörðu indífensarnir, hagfræðingurinn okkar í London sem eyddi fimm helgum í greinaskrif, fréttaritarar og fræðimenn, þingmenn og -konur sem vöktu fram á nótt og fluttu sínar misvitru ræður fram í myndavélarnar, flokksformenn og embættismenn, hlustendur og hlæjendur, lögfræðingar allir og landsins heitapottsverjar, við sem sátum heima þreytt: Allir gegndu sínu hlutverki. Enginn gerði ekkert í Icesave. Tölum okkur ekki niður og út. Verum nú aðeins stolt af okkur. Það þurfti heilan þrætuvetur til. Lýðvirknin hefur sjaldan verið meiri hér á landi. Og Icesave er sannarlega ekki ómerkilegt mál, heldur dæmisaga á veraldarvísu sem verðskuldar líklega allan þann tíma sem hún þarf. En auðvitað er þetta búið að vera drepleiðinlegt. Auðvitað var einhver í pólitískri keilu. Auðvitað var einhver að nota málið sér til frama. Auðvitað var hún hvimleið, þingröddin Vigdísar Hauks. Auðvitað var hún pínleg, einurðin Þorgerðar Katrínar. Og auðvitað er erfitt að heyra óminn af greinum um Icesave sem birtast að sögn í Mogga; erfitt að heyra um „heiðvirt" fólk sem af einhverjum ástæðum kýs að birta sín sjónarmið í hvítþvottavél flokksins, innan um óhreina tauið ritstjórans, sjálfs Hertogans af Icesave. Og auðvitað sitja gömlu vinirnir hans, þeir Tortólfur og Slaufi, enn óáreittir í Ísbjargarhöllum sínum vítt um bæinn og aðrar borgir. En eftir stendur að málið er enn óklárað. Og opið á ný. Víðsýni vindhanansAlþjóðleg umræða um Icesave var skiptilykillinn sem skrúfaði mig lausan af flokkslínunni. Tosaði mann upp úr skotgröfinni. Ég fór að hlusta á fleiri sjónarmið en Jóhönnu og Steingríms. Hvað annað var hægt? Maður varð líka að sætta sig við að málinu yrði ekki troðið niður um þjóðarkokið. Andstaðan var of massíf til að verða hundsuð. „Hinir sauðþráu Íslendingar!" (Roy Hattersley á morgunvaktinni). Og Ólafur Ragnar of glansþurfi til að geta skrifað undir. Hann sem var orðinn forarseti þráði að verða forseti á ný. En eigum við samt ekki að hrósa nýju stjórninni fyrir að gefa málinu svo langan lífdag? Einhverju sinni hefði það verið klárað í einum karlanna hvelli með Halldór máttugan Blöndal á bjöllunni. Já. Svona erum við vinstrimenn miklir vindhanar. Svona erum við úthaldslausir í afstöðunni og alltaf til í að skoða málin upp á nýtt. Nei, svona erum við víðsýnir, opnir og sanngjarnir. Er það hættulegt? Já, það er stórhættulegt, segir Einar félagi Kárason á Fésbók. Og taka má undir það. Hrunameistararnir bíða umsátursmalandi utan við borgarmúrana, ásamt sinni fuglahvíslandi náhirð. Sigmundur Davíð Oddsson gæti verið sestur yfir okkur á morgun ef við pössum okkur ekki. Hingað til hafa Hádegismórarnir haft það ömurlega geð í sér að æpa stöðugt á þau sem eru að reyna að semja okkur upp úr feninu sem þeir steyptu okkur í. Og já, flestir eru þeir á því að ekki þurfi að borga: Dópistinn reynir allt til að sannfæra mömmu og pabba um að þau þurfi ekki að borga skuldir hans, og það þó að handrukkarinn sé kominn í hús og hafi tekið gömlu hjónin hálstaki, brugðið hnífi á háls, með AGS-ið húðflúrað á ennið. En hér kemur þúsundasta og fyrsta spurning í Icesave: Eigum við ekki að taka mark á Evu Joly bara af því að hún segir það sama og hrunameistararnir í Hádegismóum? Hún gerir það auðvitað á allt öðrum forsendum. Hertoginn og Holy JolyEr vinstriþjóðin þá fjölskylda týnd á fjöllum, hitalaus og matar-, sem neitar aðstoð björgunarsveitar, þegar hún loks berst, á þeim forsendum að einhverjir meðlimir hennar séu of hægrisinnaðir? Eigum við að láta hrunameisturunum það eftir að leyfa þeirra frumstæðu sjálfsvarnarsjónarmiðum að fæla okkur frá hugsanlegum björgunarköðlum? Þá hefur eyðileggingaröflunum fyrst tekist ætlunarverk sitt þegar þau ná að byrgja okkur sýn til ALLRA átta, til ALLRA lausna, þegar þeim hefur tekist að útiloka ákveðin sjónarmið, einungis vegna þess að sjálf hafi þau viðrað viðlíka skoðanir. Hér má gjarnan líta upp úr skotgröfum, sleppa taki á flokkslínum, taka skrefið út í efann og óvissuna, líta í kringum sig. Ég get ekki sagt að ég hafi þegar skipt um skoðun í Icesave-málinu en ég er að skoða mig um. Hvað er í boði? Hvað er enn hægt að gera? Icesave er komið á nýjan reit, ef til vill upphafsreit. Og því spyr ég ykkur þau sem enn eruð hörð á bandi samnings nr. 2: Hvernig eigum við að geta samþykkt svo stórar álögur í þjóðaratkvæði þegar manneskja eins og Eva Joly segir að okkur beri engin skylda til að borga? Afstaða Hertogans og náhirðar hans er einföld: Þið þurfið ekki að borga fyrir mistök okkar. Þar talar ranglætið um réttlæti. Afstaða Evu Joly er hinsvegar reist á sanngirni í alþjóðasamskiptum. Þar talar réttlætið um ranglæti. Eigum við ekki að hlusta? Mistök ríkisstjórnarEigum við ekki að reyna að meta stöðuna upp á nýtt í ljósi nýjustu vendinga? Og eigum við ekki að viðurkenna að mistök hafi átt sér stað? Í Icesave hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur grúft sig um of yfir málið, í verkstíl hennar sjálfrar, en ekki horft á það úr fjarlægð. Hér vantaði alþjóðlegt samráð og samhengi. Hér vantaði Jóns Baldvins-vinkilinn. Við nefndarskipun var fjármálaráðherra jafnvel svo nærsýnn að hann horfði einungis inn í eigin flokk eftir hæfu fólki. Slíkt gat aðeins valdið vantrausti. Steingrímur J. ætlaði að sóla upp kantinn í þessum landsleik, leika á alla bresku atvinnumennina einn, og skora markið sem átti að duga okkur til jafnteflis. Og síðan hvenær hafa landsleikir farið fram með leynd? Og já, hvað sem má um útrásir forsetans segja var þessi hans síðasta dæmi um það sem við biðum of lengi eftir: Að einhver ráðamaður okkar, enskumælandi og ótitrandi, talaði okkar máli í miðlum heimsins. Leiðtogar okkar hafa verið of fastir í leðjuslagnum heima. Og gleymdu því að Icesave er ekki aðeins dapurlegur kafli í Íslandssögunni heldur hefur það einnig alþjóðlega skírskotun, ef ekki heimssögulega þýðingu. Það vitum við loksins almennilega nú. Þá gleymdist einnig gjörsamlega að ganga á sökudólgana sjálfa og þeirra sigurjónsdigru sjóði. Það var auðvitað bjartsýni að ætla þjóðinni að borga þeirra illu prívatskuldir á meðan þeir sjálfir héldu áfram að sóla sig í eigin skartgripaskini, á sínum eigin veröndum, í sínum eigin lúxhúsum. Sjálfur höfuðpaurinn var ekki einu sinni yfirheyrður af rannsóknarnefnd Alþingis fyrr en fjölmiðlar sögðu frá því stóra stikkfríi! Á meðan Icesave-snillingarnir, Tortólfarnir, Digrar tveir og Slaufi, hafa ekki enn verið gerðir upp og allt þeirra fé lagt inn í þessa miklu þjóðarskuld getur ríkisstjórnin ekki ætlast til þess að landsmenn gangi glaðir til þeirra borgunarverka. Fólk verður að minnsta kosti að finna þefinn af réttlætinu ef það á að sætta sig við ranglætið. Ógeðsdrykkir samstöðunnarEn hvað er þá til ráða? Nú þarf að gera það sem gerast átti löngu fyrr: Að teknar séu eignarnámi eigur allra „eigenda" og stjórnenda Landsbankans gamla og settar ofan í skúffu til að grípa til síðar. Að forsætisráðherra hífi sig upp úr pappírunum og stígi fram fyrir þjóðarskjöld. Að fulltrúar allra hinna misvitru stjórnmálaflokka séu kallaðir til samninganefndar, svo þeir séu allir undir þá sömu svipu settir sem þjóðaratkvæðisgrýlan er. Og að beitt verði alveg nýrri tegund af herkænsku með vísun í glóðvolga alþjóðaumræðu um málið. Auðvitað er ekki auðvelt að sætta sig við aðkomu gömlu fjárhyggjupostulanna að málinu. Auðvitað er ekki auðvelt að sætta sig við að sjá formann Sjálfstæðisflokksins sitja við ríkisstjórnarborð, nú þegar hann hefur loks náð sínum siðferðilega botni með því að líkja sér við sjálfan Jón Sigurðsson og mótmæla að hans hætti nauðarsamningum sem voru þó tilraun til að bjarga þjóð frá klúðri hans eigin flokks. Prinsinn af Icesave hefur enn ekki sýnt þá döngun að stíga fram og biðja okkur afsökunar á klíkuverkum Hertogans og slaufuburðarmanna hans. (Hugsið ykkur, fimmtán mánuðum eftir hrun hefur enginn tekið ábyrgð á Icesave!) Nei, í staðinn lýsir hann sig sjálfstæðishetju sem ætlar að bjarga landinu sem hann missti þó sjálfur í sjóinn og lætur klappa fyrir sér í Valhöll, þessum ellibústað aflóga guða fjárhyggjunnar. Í raun er það nánast óskiljanlegt hvernig Sjálfstæðismenn hafa treyst sér til að tjá sig yfir höfuð um Icesave, þennan beiskasta kaleik sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur fært þjóðinni. Á karlrembutíð var talað um afturbatapíkur en í þessu tilfelli væri nær að tala um skyndibatapíkur. Þá er heldur ekki auðvelt að sætta sig við að sjá Framsóknarformann við samningsborð fyrir Íslands hönd. Skeleggur má hann vera en líkt og hans smekklausi kollega ber hann ennþá klíkuglæpi fortíðar á bakinu. Þá hefur afstaða hans í málinu verið mjög framsóknarleg: Eitt sinn vildi hann ekkert borga, þá vildi hann dómstólaleið, síðan vildi hann eitthvað borga, loks þráði hann þjóðaratkvæði en vatt því síðan í nýjan kross, en gerði það þó allt með miklum þjósti. En hér verðum við semsagt að taka fram stóra skoltinn og kyngja ýmsum ógeðsdrykknum, allt í þeirri von að málið klárist og þjóðin fái samþykkt það. Þá er hollt að líta til þess að síst er Samfylkingin saklaus af hruni. Hennar var bankamálaráðherra Icesave-tímans og með henni búa enn ýmsir hrunamenn og -konur sem sagan segir að fái krot í kladda rannsóknarnefndar. Og ekki eru Vinstri-grænir hreinar meyjar lengur, eftir að hafa tekið sinn eigin Hertoga fram yfir óumdeildan fagmann sem formann fyrstu nefndar. Og já, hver er svo ég að saka Framsókn um skoðanastjákl, þegar þessi þúsundasta grein um Icesave inniheldur að minnsta kosti tíu tilhlaup að skoðun í málinu. En hér er það einfaldlega svo að opinn hugur er betri en uppgerður. Efi er allt sem þarf. HöfðatölutillaganEn einhverjar línur þarf þó. Og hver ættu nú að verða samningsmarkmið Íslands? (Aldrei fengum við að vita samningsmarkmið fyrri nefndar.) Eigum við að neita með öllu að borga, að hætti Einars Más, hins Húgó Chavezka byltingarmanns norðursins? Nota tækifærið og sýna alþjóðlegu fjármálavaldi fingurinn? Nei, segir samviskan. Slíkt væri dæmigerð 2007-hegðun, áframhaldandi hroki, yfirgangur og agaleysi. Hér er heldur ekki verið að tala um ósanngjarnt lán frá gósenlandi til þróunarlands. Icesave var rán en ekki lán. Ríkt land rændi önnur rík. Og ekki viljum við einangrast. Seint förum við að framleiða okkar eigin farsíma og hver ætlar að neita börnunum sínum um námsár í Boston eða Berlín? Tilfinningin segir manni að framtíðarfórnin yrði stærri ef við neitum öllum greiðslum. Bróðir minn Gunnar er með einfalda tillögu að lausn: Hann vill að heildarskaðanum í Icesave verði deilt niður á þjóðirnar þrjár sem borgi samkvæmt sanngjarnri höfðatölureglu. Og þetta hefur hann reiknað út: Ef við gefum okkur að heildarupphæðin vegna Icesave sé 700 milljarðar króna myndi henni deilt niður á þessar rúmu 76 milljónir manna sem byggja löndin þrjú. Þá kæmu 45 ensk pund niður á haus. Samkvæmt því ætti 313.000 manna þjóðin að greiða 2.7 milljarða króna. Samkvæmt þessari tillögu bróður míns myndum við því sleppa með tæpa þrjá milljarða fyrir sögulegt axarskaft, sirka 10.000 kall á mann. Vonandi verður niðurstaðan einhverstaðar á milli þessa og samnings 2. Ekki of mikið, ekki of lítiðNú þurfa menn samt að setja sér einhver markmið. Við getum nýtt okkur hálstakið sem handrukkarinn AGS hefur fangað okkur í. Varla er sanngjarnt að stofnun sem segist vera alþjóðleg gangi erinda nokkurra smáþenkjandi stórþjóða. Við getum minnst á kerfishrun. Við getum beitt þjóðaratkvæðisgrýlunni: Þrjóskasta þjóð í heimi mun ekki samþykkja hvað sem er. Við getum nýtt okkur viðsnúning í erlendu almenningsáliti. Við getum bent á ábyrgð hinna stóru þjóða sem leyfðu fjárglæpamönnum að opna netbanka í landhelgi sinni. Og þegar allt um þrýtur getum við dregið fram Parísarparið og farið laganördaleiðina. Umfram allt megum við alls ekki leysa málið samkvæmt nýjustu hugmyndum um orku fyrir Icesave. Það lýsir vel nýlendueðli Breta og Hollendinga að þeim skuli detta í hug að leggja naflastreng til smálandsins og soga úr því orkuna til hundrað ára. Slík lausn væri niðrandi fyrir okkur. Að borga til fulls væri líka niðrandi fyrir okkur. Að borga ekkert væri líka niðrandi fyrir okkur. Og þá er ég loks kominn með vott af afstöðu í Icesave: Við eigum að gangast inn á að borga sanngjarnan hlut í þessu ráni. Ekki of mikið, ekki of lítið. Ég vil ekki tilheyra þjóð sem lætur beygja sig í duftið fyrir græðgi nokkurra gullfíkla. En ég vil heldur ekki tilheyra þjóð sem tekur enga ábyrgð á yfirlýsingum eigin ráðamanna og neitar að læra nokkuð af hruni alls þess sem sjálf hún kaus. (Samkvæmt skoðanakönnunum er Icesave-flokkurinn enn stærstur stjórnmálaflokka.) Ég vil ekki tilheyra þjóð siðblindra sveitamanna sem ætla stöðugt að sigra heiminn, á sinn sérísleska hátt; sem aðeins er hægt að gera einu sinni og síðan aldrei meir: Því sá séríslenski „sigur" felst í því að valta yfir heiðvirt fólk og hlaupa svo burt með gróðann, láta sig hverfa. Eldskírn þjóðarRétt eins og hrunið er Icesave eldskírn þjóðar. Eitt sinn var hún í sjokki og gafst bara upp. Svo var hún dugleg stelpa og vildi sýna lit. Loks varð hún þreytt á sjokki og vissi ekkert lengur. En áður en hún verður aftur þjóð sem gleymir öllum sjokkum, og ekkert hefur öðrum að bjóða annað en yfirgang og hroka, verður að semja um Icesave. Og til þess verðum við að standa saman, kæru landsmenn. Í smá tíma að minnsta kosti. Því svo mikið er víst: Hinn eilífi, sísjálfsendurnýjandi Íslendingur verður hættulega fljótur upp í flugvél aftur, kominn með glænýjar leiðir til „heimsyfirráða", með nýjar „sigur"-formúlur á vör og nýtt glas af víni í loftinu yfir heimsborgum fullum af svefnheimskum útlendingum sem bíða eftir því að verða teknir í bólinu. „Getur ekki klikkað! Óli og Dorrit ætla að mæta á opnunina!" Þú ert númer 1000 í röðinniPS. Eitt hefur þó hrunið góða lagað í okkar landi. Nú þora menn og konur loks að tjá sig, á bloggi, í greinum, úr ræðustól og sínum eigin kvikmyndum jafnvel. Hrunið vakti Ísland. Ég minnist þess nú, að lokinni langri greinarsmíð, hve áður fyrr var fámennt oft á ritvellinum. Stundum stóð maður þar einn og mundaði pennann. Nú má maður hinsvegar gjöra svo vel og taka númer, fara aftast í röðina. Á undan mér eru 999 sjónarmið.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar