Leikjafræði lánanna Jón Þór Ólafsson skrifar 2. júlí 2010 06:30 Meðan HM er í hámarki er stórleikur á Íslandi. Það færðist fjör í leikinn á dögunum þegar Hæstiréttur gaf gengistryggingu lána rauða spjaldið. En hvaða leikmenn eru í keppnisliðunum og hver er staðan í leiknum? Staðan er þannig að meðan réttaróvissa ríkir um hverjir vextir lánanna skulu vera segja 36. grein laga nr. 7/1936 og neytendaverndartilskipun ESB að neytandinn skuli njóta vafans. Í þessu tilfelli eru neytendurnir í liði lántakenda.Lið fjármálafyrirtækja eiga að hámarka arð fjárfesta sinna. Þau klúðruðu sókn með ólöglegum lánum og reyna nú að bjarga því sem bjargað verður fyrir sig og sína liðseigendur. Fyrrum liðsmaður þeirra, Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra, keppist nú við að sannfæra almenning um að það sé almannahagur að verja fjárfesta í leiknum.Lið Seðlabanka og Fjármálaeftirlits eiga að standa vörð um stöðugleika fjármálakerfisins. Þeir hafa líka stillt sér í vörn fjárfesta og segja það almannahagsmuni að allir geri hið sama. Vörnin er samt veik því allur efnahagsleikvöllurinn hvílir umfram allt á réttaröryggi. Þegar það tapast þá tapast stöðugleiki fjármálakerfisins einnig. Ragna Árnadóttir ber sem dómsmálaráðherra ábyrgð á að lögum sé framfylgt og að standa vörð um réttaröryggi landsmanna. Við umbjóðendur hennar höfum veitt henni vald til þessa. Til að verja réttaröryggi landsins þarf leikáætlun Rögnu að minnsta kosti að innihalda þrjár eftirfarandi leikfléttur. 1. Þegar Seðlabankinn og FME mæla með því að fjármálafyrirtæki rukki vexti sem réttaróvissa er um og brjóti því lög um að neytandinn skuli njóta vafans, þá á ráðherra að gefa út yfirlýsingu um að slíkt verði ekki liðið. 2. Ef lánafyrirtækin senda út innheimtuseðla með vöxtum sem réttaróvissa er um er það ekki neytandans að fara í mál. Það er ráðherra að framfylgja lögum um að neytandinn skuli njóta vafans og benda fjármálafyrirtækjum á að þau geti sótt rétt sinn fyrir dómstólum. En ef þau haldi vaxtakröfunni til streitu verði þau ákærð. 3. Ef sýslumenn, og aðrir starfsmenn dómsmálaráðherra, ætla að ganga erinda fjármálafyrirtækja við að ganga að eigum lántakenda án þess að sækja málið fyrir dómstólum, skal ráðherra samstundis stöðva þá og ávíta. Boltinn er hjá Rögnu. Sjáum hvort hún og hennar liðsmenn standa vörð um réttaröryggi landsmanna eða hvort hún stendur á hliðarlínunni meðan hennar sýslumenn og lögregla hjálpa fjármálafyrirtækjunum að rúlla upp réttaröryggi landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Skoðun Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Meðan HM er í hámarki er stórleikur á Íslandi. Það færðist fjör í leikinn á dögunum þegar Hæstiréttur gaf gengistryggingu lána rauða spjaldið. En hvaða leikmenn eru í keppnisliðunum og hver er staðan í leiknum? Staðan er þannig að meðan réttaróvissa ríkir um hverjir vextir lánanna skulu vera segja 36. grein laga nr. 7/1936 og neytendaverndartilskipun ESB að neytandinn skuli njóta vafans. Í þessu tilfelli eru neytendurnir í liði lántakenda.Lið fjármálafyrirtækja eiga að hámarka arð fjárfesta sinna. Þau klúðruðu sókn með ólöglegum lánum og reyna nú að bjarga því sem bjargað verður fyrir sig og sína liðseigendur. Fyrrum liðsmaður þeirra, Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra, keppist nú við að sannfæra almenning um að það sé almannahagur að verja fjárfesta í leiknum.Lið Seðlabanka og Fjármálaeftirlits eiga að standa vörð um stöðugleika fjármálakerfisins. Þeir hafa líka stillt sér í vörn fjárfesta og segja það almannahagsmuni að allir geri hið sama. Vörnin er samt veik því allur efnahagsleikvöllurinn hvílir umfram allt á réttaröryggi. Þegar það tapast þá tapast stöðugleiki fjármálakerfisins einnig. Ragna Árnadóttir ber sem dómsmálaráðherra ábyrgð á að lögum sé framfylgt og að standa vörð um réttaröryggi landsmanna. Við umbjóðendur hennar höfum veitt henni vald til þessa. Til að verja réttaröryggi landsins þarf leikáætlun Rögnu að minnsta kosti að innihalda þrjár eftirfarandi leikfléttur. 1. Þegar Seðlabankinn og FME mæla með því að fjármálafyrirtæki rukki vexti sem réttaróvissa er um og brjóti því lög um að neytandinn skuli njóta vafans, þá á ráðherra að gefa út yfirlýsingu um að slíkt verði ekki liðið. 2. Ef lánafyrirtækin senda út innheimtuseðla með vöxtum sem réttaróvissa er um er það ekki neytandans að fara í mál. Það er ráðherra að framfylgja lögum um að neytandinn skuli njóta vafans og benda fjármálafyrirtækjum á að þau geti sótt rétt sinn fyrir dómstólum. En ef þau haldi vaxtakröfunni til streitu verði þau ákærð. 3. Ef sýslumenn, og aðrir starfsmenn dómsmálaráðherra, ætla að ganga erinda fjármálafyrirtækja við að ganga að eigum lántakenda án þess að sækja málið fyrir dómstólum, skal ráðherra samstundis stöðva þá og ávíta. Boltinn er hjá Rögnu. Sjáum hvort hún og hennar liðsmenn standa vörð um réttaröryggi landsmanna eða hvort hún stendur á hliðarlínunni meðan hennar sýslumenn og lögregla hjálpa fjármálafyrirtækjunum að rúlla upp réttaröryggi landsins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar