Actavis og EQT með í lokatilboðum í Ratiopharm 20. janúar 2010 08:01 Actavis og sænski fjárfestingarsjóðurinn EQT eru meðal þriggja aðila sem fá að gera lokatilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Hinir tveir tilboðsgjafarnir verða bandaríski lyfjarisinn Pfizer og Teva frá Ísrael sem er stærsti samheitalyfjaframleiðandi heimsins.Þetta kemur fram í frétt á Reuters þar sem segir að ekki sé útilokað að fjórði aðilinn bætist í hópinn en tilboðin á að leggja fram í uphafi næsta mánaðar.Í fréttinni kemur fram að bæði Pfizer og Teva hafi dýpri vasa en Actavis/EQT og muni þar að auki hagnast meira á kaupunum á Ratiopharm vegna samlegðaráhrifa. Þýska blaðið Handelsblatt segir að í raun standi baráttan um Ratiopharm á milli Pfizer og Teva.EQT er í eigu Wallenberg-fjölskyldunnar en samkvæmt heimildum Reuters mun Actavis og EQT ekki hafa burði til að bjóða meir en 3 milljarða evra í Ratiopharm. Er það einkum vegna þess hve skuldsett Actavis er fyrir.Fram kemur í fréttinni að Deutsche Bank hafi lagt blessun sína yfir tilboð Actavis/EQT. Eins og fram hefur komið í fréttum eru allar líkur á að Deutsche Bank sé að yfirtaka rekstur Actavis enda skuldar félagið bankanum hátt í 5 milljarða evra. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Actavis og sænski fjárfestingarsjóðurinn EQT eru meðal þriggja aðila sem fá að gera lokatilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Hinir tveir tilboðsgjafarnir verða bandaríski lyfjarisinn Pfizer og Teva frá Ísrael sem er stærsti samheitalyfjaframleiðandi heimsins.Þetta kemur fram í frétt á Reuters þar sem segir að ekki sé útilokað að fjórði aðilinn bætist í hópinn en tilboðin á að leggja fram í uphafi næsta mánaðar.Í fréttinni kemur fram að bæði Pfizer og Teva hafi dýpri vasa en Actavis/EQT og muni þar að auki hagnast meira á kaupunum á Ratiopharm vegna samlegðaráhrifa. Þýska blaðið Handelsblatt segir að í raun standi baráttan um Ratiopharm á milli Pfizer og Teva.EQT er í eigu Wallenberg-fjölskyldunnar en samkvæmt heimildum Reuters mun Actavis og EQT ekki hafa burði til að bjóða meir en 3 milljarða evra í Ratiopharm. Er það einkum vegna þess hve skuldsett Actavis er fyrir.Fram kemur í fréttinni að Deutsche Bank hafi lagt blessun sína yfir tilboð Actavis/EQT. Eins og fram hefur komið í fréttum eru allar líkur á að Deutsche Bank sé að yfirtaka rekstur Actavis enda skuldar félagið bankanum hátt í 5 milljarða evra.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira