Smáralind skráð í Kauphöllina 11. nóvember 2010 04:00 stýrir tugum fasteigna Eigendur Regins drógu lærdóm af söluferli Smáralindar, að sögn Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins ehf.Fréttablaðið/GVA „Með skráningu eigna á markað fer stór hluti af eignum okkar í einu vetfangi. Þessar eignir sem fóru inn í bankana þurfa að fara úr þeim sem fyrst,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri eignarhaldsfélagsins Regins, dótturfélags Landsbankans. Hann telur dreift eignarhald sem felst í markaðsskráningu farsæla lausn. Félagið á 32 eignir, að mestu atvinnu- og skrifstofuhúsnæði sem er í útleigu og gefur af sér fastar tekjur. Þar á meðal er Smáralind í Kópavogi og íþrótta- og afþreyingarmiðstöðin Egilshöll í Grafarvogi. Unnið er nú að skráningu fasteignanna á hlutabréfamarkað. Fasteignafélag Íslands, sem Saxbygg, félag Nóatúnsfjölskyldunnar svokölluðu og byggingarfélagsins Bygg, stofnuðu utan um rekstur Smáralindar á sínum tíma hefur verið eignalaust frá hruni. Inn í það munu Smáralind og Egilshöll fara ásamt öðrum fasteignum. Helgi útilokar ekki að húsnæði World Class í Laugum fari þangað sömuleiðis. Framkvæmdastjóri var ráðinn yfir Fasteignafélag Íslands í síðustu viku og tekur fjármálastjóri við í vikunni. Leitað er eftir því að fylla í fleiri stöður eftir því sem nær líður hugsanlegri skráningu. Allir framkvæmdastjórar Smáralindar eru ýmist hættir eða gera það fljótlega. Smáralind var boðin til sölu í apríl síðastliðnum. Tveir áttu besta boð í félagið. Þeim var báðum hafnað í september. Helgi segir fjárfesta frá Noregi, Írlandi og fleiri löndum hafa verið áhugasama um kaup á eignum Regins í fyrrahaust og hafi allt verið sett á fullt í fjárhagslegri endurskipulagningu. „Þeir voru að horfa til verslanamiðstöðva, hótela og fleiri eigna. Skilaboðin frá þeim voru þau að þeir vildu kaupa eignir og eiga í langan tíma,“ segir Helgi og bætir við að allt hafi verið sett á fullt í fjárhagslegri endurskipulagningu eigna félagsins og söluferli skipulagt. Eftir áramótin hafi áhugi fjárfesta hins vegar tekið að dvína. Bæði hafi dregið úr trausti á íslenskt efnahagslíf, óvissa í stjórnmálum sett strik í reikninginn ofan í gjaldeyrishöft. Þá munaði um að verð á sambærilegum eignum hrundi í Evrópu í fyrravor og leituðu fjárfestar því fremur þangað en hingað. Gangi áætlanir eftir verður þetta fyrsta fasteignafélagið sem skráð er í Kauphöll hér. Slík félög eru þekkt á mörkuðum hinna Norðurlandanna. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
„Með skráningu eigna á markað fer stór hluti af eignum okkar í einu vetfangi. Þessar eignir sem fóru inn í bankana þurfa að fara úr þeim sem fyrst,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri eignarhaldsfélagsins Regins, dótturfélags Landsbankans. Hann telur dreift eignarhald sem felst í markaðsskráningu farsæla lausn. Félagið á 32 eignir, að mestu atvinnu- og skrifstofuhúsnæði sem er í útleigu og gefur af sér fastar tekjur. Þar á meðal er Smáralind í Kópavogi og íþrótta- og afþreyingarmiðstöðin Egilshöll í Grafarvogi. Unnið er nú að skráningu fasteignanna á hlutabréfamarkað. Fasteignafélag Íslands, sem Saxbygg, félag Nóatúnsfjölskyldunnar svokölluðu og byggingarfélagsins Bygg, stofnuðu utan um rekstur Smáralindar á sínum tíma hefur verið eignalaust frá hruni. Inn í það munu Smáralind og Egilshöll fara ásamt öðrum fasteignum. Helgi útilokar ekki að húsnæði World Class í Laugum fari þangað sömuleiðis. Framkvæmdastjóri var ráðinn yfir Fasteignafélag Íslands í síðustu viku og tekur fjármálastjóri við í vikunni. Leitað er eftir því að fylla í fleiri stöður eftir því sem nær líður hugsanlegri skráningu. Allir framkvæmdastjórar Smáralindar eru ýmist hættir eða gera það fljótlega. Smáralind var boðin til sölu í apríl síðastliðnum. Tveir áttu besta boð í félagið. Þeim var báðum hafnað í september. Helgi segir fjárfesta frá Noregi, Írlandi og fleiri löndum hafa verið áhugasama um kaup á eignum Regins í fyrrahaust og hafi allt verið sett á fullt í fjárhagslegri endurskipulagningu. „Þeir voru að horfa til verslanamiðstöðva, hótela og fleiri eigna. Skilaboðin frá þeim voru þau að þeir vildu kaupa eignir og eiga í langan tíma,“ segir Helgi og bætir við að allt hafi verið sett á fullt í fjárhagslegri endurskipulagningu eigna félagsins og söluferli skipulagt. Eftir áramótin hafi áhugi fjárfesta hins vegar tekið að dvína. Bæði hafi dregið úr trausti á íslenskt efnahagslíf, óvissa í stjórnmálum sett strik í reikninginn ofan í gjaldeyrishöft. Þá munaði um að verð á sambærilegum eignum hrundi í Evrópu í fyrravor og leituðu fjárfestar því fremur þangað en hingað. Gangi áætlanir eftir verður þetta fyrsta fasteignafélagið sem skráð er í Kauphöll hér. Slík félög eru þekkt á mörkuðum hinna Norðurlandanna. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira