Ráðherrarnir gátu ekki komið í veg fyrir hrunið 12. september 2010 11:41 Þorsteinn Pálsson. Mynd/Eggert Jóhannesson Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir landsdóm leifar af 19. aldar réttarfari og sé þannig úreltur. Hann segir að eftir árið 2006 hafi ekki verið hægt að bjarga bönkunum og því eigi ekki að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðarleysis árið 2008. Meirihluta þingmennanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis leggur til að fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verði dregnir fyrir landsdóm. Þorsteinn var meðal gesta í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í dag. „Það er auðvitað alveg ljóst að þetta er óskaplega snúið og vandmeðfarið mál. Það hefur pólitískar og lögfræðilegar hliðar. Það er fyrst og fremst lögfræðilega hliðin sem við þurfa að horfa á."Ónothæf leið Þorsteinn sagði að landsdómur væri í eðli sínu pólitísk dómsvald þar sem Alþingi væri með ákæruvald. „Ef við horfum á lögfræðilegar hliðar málsins þá þurfum við bæði að horfa á efni sem ákært er út af og svo réttarfars hliðina. Landsdómur er leifar af 19. aldar réttarfari með pólitísku ákæruvaldi og með pólitískum dómurum. Ég tel að þetta sé það úrelt að það sé ekki nothæft lengur." Hann sagði þessa leið ónothæfa. „Ef við horfum á efni málsins þá sé ég ekki orsakasamhengið í ákæruliðinum. Milli þess sem ákært er út á og bankahrunsins að það sé beint orsakasamhengi þar á milli. Það er eitt að skilyrðunum sem verða að vera fyrir hendi."Bönkunum var ekki viðbjargandi Þá sagði Þorsteinn að rannsóknarskýrsla Alþingis væri góð en í henni væru mótsagnir sem þingmannanefndin hefði ekki tekið á. „Ein er sú að það er mjög skýr niðurstaða að bönkunum var ekki viðbjargandi eftir 2006. Það er að segja að hin stóru efnahagslegu og pólitísku mistök sem áttu sér stað þau eru fyrst og fremst fyrir 2006. Eftir það var ekki hægt að bjarga bönkunum. Þess vegna finnst mér svolítið erfitt að komast að þeirri niðurstöðu að það sé hægt að ákæra menn fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðaleysis árið 2008." Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir landsdóm leifar af 19. aldar réttarfari og sé þannig úreltur. Hann segir að eftir árið 2006 hafi ekki verið hægt að bjarga bönkunum og því eigi ekki að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðarleysis árið 2008. Meirihluta þingmennanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis leggur til að fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verði dregnir fyrir landsdóm. Þorsteinn var meðal gesta í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í dag. „Það er auðvitað alveg ljóst að þetta er óskaplega snúið og vandmeðfarið mál. Það hefur pólitískar og lögfræðilegar hliðar. Það er fyrst og fremst lögfræðilega hliðin sem við þurfa að horfa á."Ónothæf leið Þorsteinn sagði að landsdómur væri í eðli sínu pólitísk dómsvald þar sem Alþingi væri með ákæruvald. „Ef við horfum á lögfræðilegar hliðar málsins þá þurfum við bæði að horfa á efni sem ákært er út af og svo réttarfars hliðina. Landsdómur er leifar af 19. aldar réttarfari með pólitísku ákæruvaldi og með pólitískum dómurum. Ég tel að þetta sé það úrelt að það sé ekki nothæft lengur." Hann sagði þessa leið ónothæfa. „Ef við horfum á efni málsins þá sé ég ekki orsakasamhengið í ákæruliðinum. Milli þess sem ákært er út á og bankahrunsins að það sé beint orsakasamhengi þar á milli. Það er eitt að skilyrðunum sem verða að vera fyrir hendi."Bönkunum var ekki viðbjargandi Þá sagði Þorsteinn að rannsóknarskýrsla Alþingis væri góð en í henni væru mótsagnir sem þingmannanefndin hefði ekki tekið á. „Ein er sú að það er mjög skýr niðurstaða að bönkunum var ekki viðbjargandi eftir 2006. Það er að segja að hin stóru efnahagslegu og pólitísku mistök sem áttu sér stað þau eru fyrst og fremst fyrir 2006. Eftir það var ekki hægt að bjarga bönkunum. Þess vegna finnst mér svolítið erfitt að komast að þeirri niðurstöðu að það sé hægt að ákæra menn fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðaleysis árið 2008."
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira