Ráðherrarnir gátu ekki komið í veg fyrir hrunið 12. september 2010 11:41 Þorsteinn Pálsson. Mynd/Eggert Jóhannesson Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir landsdóm leifar af 19. aldar réttarfari og sé þannig úreltur. Hann segir að eftir árið 2006 hafi ekki verið hægt að bjarga bönkunum og því eigi ekki að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðarleysis árið 2008. Meirihluta þingmennanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis leggur til að fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verði dregnir fyrir landsdóm. Þorsteinn var meðal gesta í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í dag. „Það er auðvitað alveg ljóst að þetta er óskaplega snúið og vandmeðfarið mál. Það hefur pólitískar og lögfræðilegar hliðar. Það er fyrst og fremst lögfræðilega hliðin sem við þurfa að horfa á."Ónothæf leið Þorsteinn sagði að landsdómur væri í eðli sínu pólitísk dómsvald þar sem Alþingi væri með ákæruvald. „Ef við horfum á lögfræðilegar hliðar málsins þá þurfum við bæði að horfa á efni sem ákært er út af og svo réttarfars hliðina. Landsdómur er leifar af 19. aldar réttarfari með pólitísku ákæruvaldi og með pólitískum dómurum. Ég tel að þetta sé það úrelt að það sé ekki nothæft lengur." Hann sagði þessa leið ónothæfa. „Ef við horfum á efni málsins þá sé ég ekki orsakasamhengið í ákæruliðinum. Milli þess sem ákært er út á og bankahrunsins að það sé beint orsakasamhengi þar á milli. Það er eitt að skilyrðunum sem verða að vera fyrir hendi."Bönkunum var ekki viðbjargandi Þá sagði Þorsteinn að rannsóknarskýrsla Alþingis væri góð en í henni væru mótsagnir sem þingmannanefndin hefði ekki tekið á. „Ein er sú að það er mjög skýr niðurstaða að bönkunum var ekki viðbjargandi eftir 2006. Það er að segja að hin stóru efnahagslegu og pólitísku mistök sem áttu sér stað þau eru fyrst og fremst fyrir 2006. Eftir það var ekki hægt að bjarga bönkunum. Þess vegna finnst mér svolítið erfitt að komast að þeirri niðurstöðu að það sé hægt að ákæra menn fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðaleysis árið 2008." Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir landsdóm leifar af 19. aldar réttarfari og sé þannig úreltur. Hann segir að eftir árið 2006 hafi ekki verið hægt að bjarga bönkunum og því eigi ekki að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðarleysis árið 2008. Meirihluta þingmennanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis leggur til að fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verði dregnir fyrir landsdóm. Þorsteinn var meðal gesta í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í dag. „Það er auðvitað alveg ljóst að þetta er óskaplega snúið og vandmeðfarið mál. Það hefur pólitískar og lögfræðilegar hliðar. Það er fyrst og fremst lögfræðilega hliðin sem við þurfa að horfa á."Ónothæf leið Þorsteinn sagði að landsdómur væri í eðli sínu pólitísk dómsvald þar sem Alþingi væri með ákæruvald. „Ef við horfum á lögfræðilegar hliðar málsins þá þurfum við bæði að horfa á efni sem ákært er út af og svo réttarfars hliðina. Landsdómur er leifar af 19. aldar réttarfari með pólitísku ákæruvaldi og með pólitískum dómurum. Ég tel að þetta sé það úrelt að það sé ekki nothæft lengur." Hann sagði þessa leið ónothæfa. „Ef við horfum á efni málsins þá sé ég ekki orsakasamhengið í ákæruliðinum. Milli þess sem ákært er út á og bankahrunsins að það sé beint orsakasamhengi þar á milli. Það er eitt að skilyrðunum sem verða að vera fyrir hendi."Bönkunum var ekki viðbjargandi Þá sagði Þorsteinn að rannsóknarskýrsla Alþingis væri góð en í henni væru mótsagnir sem þingmannanefndin hefði ekki tekið á. „Ein er sú að það er mjög skýr niðurstaða að bönkunum var ekki viðbjargandi eftir 2006. Það er að segja að hin stóru efnahagslegu og pólitísku mistök sem áttu sér stað þau eru fyrst og fremst fyrir 2006. Eftir það var ekki hægt að bjarga bönkunum. Þess vegna finnst mér svolítið erfitt að komast að þeirri niðurstöðu að það sé hægt að ákæra menn fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðaleysis árið 2008."
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira