Herbalife og jurtir sem geta valdið lifrarskaða 17. júní 2010 06:00 Undirrituð birtu grein í marshefti Læknablaðsins um aukaverkanir af Herbalife og í maíhefti blaðsins birtust athugasemdir framleiðandans og svör okkar við þeim. Þar sem nokkuð hefur borið á röngum frásögnum af efni þessarar greinar viljum við árétta fáein atriði. Bent er á vefsíðu Læknablaðsins, www.laeknabladid.is, sem er öllum opin. Notkun fæðubótarefna hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og eru þau notuð í ýmis konar tilgangi. Þar sem um náttúrulegar afurðir er að ræða er nokkuð almenn trú að þær séu skaðlausar og svo er reyndar í flestum tilvikum. Hins vegar er vel þekkt að ýmsar jurtir og fæðubótarefni geta valdið aukaverkunum m.a. lifrarskaða. Við könnun meðal lækna í landinu sem var birt í Læknablaðinu 2002 komu fram sterkar vísbendingar um að Herbalife kynni að tengjast lifrarskaða. Síðan fengum við smám saman vitneskju um fleiri tilfelli af þessum toga og það var skylda okkar að skoða þessi tilfelli nánar og birta niðurstöðurnar. Mikilvægt er að hafa í huga að hér er ekki um fyrstu tilfellin að ræða. Á árunum 2007-9 birtust fjórar ritgerðir í virtum erlendum læknisfræðitímaritum þar sem samtals var lýst 28 sjúklingum, í þremur löndum, með lifrarskaða sem talinn er tengjast notkun Herbalife. Í inngangi greinar okkar í Læknablaðinu er almenn umfjöllun um jurtir sem eru þekktar að því að geta valdið lifrarskaða eins og kava, grænt te, ma-huang (inniheldur efedrín), aloe vera en krossfífill og hóffífill eru nefndir sem dæmi um íslenskar jurtir. Þetta er almenn umfjöllun um slíkar jurtir og það er ekki fyrr en í síðasta kafla ritgerðarinnar, umræðukaflanum, sem að fjallað er um innihald í vörum frá Herbalife. Langflestar vörur frá Herbalife innihalda engin efni sem tengjast lifrarskaða en sumar Herbalife-vörur innihalda grænt te (útdrátt), aloe vera eða negul. Í grein okkar er einnig skýrt tekið fram að ekki sé vitað hvaða efni í Herbalife-vörum gætu valdið lifrarskaða, einungis er hægt að geta sér til að þar sé um að ræða einhverjar varasamar jurtir og síðan eru nefnd grænt te (útdráttur) og negull sem hugsanlegir orsakavaldar vegna þess að þau eru í vörunum sem okkar sjúklingar tóku. Lítill sem enginn vafi leikur á því að útdráttur (e. extract) úr grænu tei getur valdið lifrarskaða. Vörur með þessu innihaldi eru oftast töflur, hylki eða duft og í innihaldslýsingu stendur: útdráttur úr grænu tei (e. green tea extract). Málið snýst um magn og með því að taka inn útdrátt er verið að innbyrða mikið magn af innihaldsefnum tesins. Stundum hafa vörur með þessu innihaldi valdið lifrarskaða í svo miklum mæli að þær hafa verið teknar af markaði (t.d. vörurnar CUUR og Exolise í nokkrum Evrópulöndum). Ekki er vitað með vissu hvaða efni í grænu tei gætu gert gagn eða valdið skaða en helst er horft til nokkurra efna af flokki katekína. Grænt te sem bruggað er á venjulegan hátt og drukkið í hóflegu magni er talið alveg hættulaust. Safinn úr stönglum Aloe vera jurtarinnar á sér langa sögu við meðferð alls kyns húðkvilla og verður ekki fjölyrt um það hér. Það er líka talsverð reynsla af því að taka þennan safa inn á formi taflna, hylkja, hlaups eða vökva. Nokkur tilfelli af lifrarskaða sem tengjast notkun Aloe vera til inntöku hafa komið fram á undanförnum árum í Evrópu, Ameríku og Asíu. Ekki eru þekkt þau innihaldsefni í Aloe vera sem gætu valdið lifrarskaða. Talið er að negull sé meinlaus þegar hann er notaður sem krydd. Í fæðubótarefnum er hins vegar oftast um mun meira magn að ræða og stundum er notuð tiltölulega hrein negulolía (evgenól). Negull inniheldur negulolíu sem er eitruð fyrir lifrina og getur valdið lifrarskaða ef magnið fer yfir ákveðin mörk. Í Bandaríkjunum og víðar er fólk með lifrarsjúkdóma varað við að nota negul og fæðubótarefni sem innihalda negul. Ef haft er í huga hversu útbreidd notkun Herbalife og fæðubótarefna almennt er, er ljóst að lifrarskaði er sárasjaldgæfur. Eigi að síður er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk og almenningur sé meðvitaður um þessa alvarlegu aukaverkun. Við mælum ekki gegn notkun fæðubótarefna sem innihalda umrædd náttúruefni en finnst mikilvægt að almenningur sé upplýstur um aukaverkanir sem fylgt geta notkun þeirra, þó að þær séu vissulega sjaldgæfar. Á vef Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is, er vefeyðublað til tilkynninga á aukaverkunum lyfja og fæðubótarefna. Þetta er opið fyrir lækna, annað heilbrigðisstarfsfólk og almenning. Höfundar hafa engin hagsmunatengsl sem gætu haft áhrif á niðurstöður okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Undirrituð birtu grein í marshefti Læknablaðsins um aukaverkanir af Herbalife og í maíhefti blaðsins birtust athugasemdir framleiðandans og svör okkar við þeim. Þar sem nokkuð hefur borið á röngum frásögnum af efni þessarar greinar viljum við árétta fáein atriði. Bent er á vefsíðu Læknablaðsins, www.laeknabladid.is, sem er öllum opin. Notkun fæðubótarefna hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og eru þau notuð í ýmis konar tilgangi. Þar sem um náttúrulegar afurðir er að ræða er nokkuð almenn trú að þær séu skaðlausar og svo er reyndar í flestum tilvikum. Hins vegar er vel þekkt að ýmsar jurtir og fæðubótarefni geta valdið aukaverkunum m.a. lifrarskaða. Við könnun meðal lækna í landinu sem var birt í Læknablaðinu 2002 komu fram sterkar vísbendingar um að Herbalife kynni að tengjast lifrarskaða. Síðan fengum við smám saman vitneskju um fleiri tilfelli af þessum toga og það var skylda okkar að skoða þessi tilfelli nánar og birta niðurstöðurnar. Mikilvægt er að hafa í huga að hér er ekki um fyrstu tilfellin að ræða. Á árunum 2007-9 birtust fjórar ritgerðir í virtum erlendum læknisfræðitímaritum þar sem samtals var lýst 28 sjúklingum, í þremur löndum, með lifrarskaða sem talinn er tengjast notkun Herbalife. Í inngangi greinar okkar í Læknablaðinu er almenn umfjöllun um jurtir sem eru þekktar að því að geta valdið lifrarskaða eins og kava, grænt te, ma-huang (inniheldur efedrín), aloe vera en krossfífill og hóffífill eru nefndir sem dæmi um íslenskar jurtir. Þetta er almenn umfjöllun um slíkar jurtir og það er ekki fyrr en í síðasta kafla ritgerðarinnar, umræðukaflanum, sem að fjallað er um innihald í vörum frá Herbalife. Langflestar vörur frá Herbalife innihalda engin efni sem tengjast lifrarskaða en sumar Herbalife-vörur innihalda grænt te (útdrátt), aloe vera eða negul. Í grein okkar er einnig skýrt tekið fram að ekki sé vitað hvaða efni í Herbalife-vörum gætu valdið lifrarskaða, einungis er hægt að geta sér til að þar sé um að ræða einhverjar varasamar jurtir og síðan eru nefnd grænt te (útdráttur) og negull sem hugsanlegir orsakavaldar vegna þess að þau eru í vörunum sem okkar sjúklingar tóku. Lítill sem enginn vafi leikur á því að útdráttur (e. extract) úr grænu tei getur valdið lifrarskaða. Vörur með þessu innihaldi eru oftast töflur, hylki eða duft og í innihaldslýsingu stendur: útdráttur úr grænu tei (e. green tea extract). Málið snýst um magn og með því að taka inn útdrátt er verið að innbyrða mikið magn af innihaldsefnum tesins. Stundum hafa vörur með þessu innihaldi valdið lifrarskaða í svo miklum mæli að þær hafa verið teknar af markaði (t.d. vörurnar CUUR og Exolise í nokkrum Evrópulöndum). Ekki er vitað með vissu hvaða efni í grænu tei gætu gert gagn eða valdið skaða en helst er horft til nokkurra efna af flokki katekína. Grænt te sem bruggað er á venjulegan hátt og drukkið í hóflegu magni er talið alveg hættulaust. Safinn úr stönglum Aloe vera jurtarinnar á sér langa sögu við meðferð alls kyns húðkvilla og verður ekki fjölyrt um það hér. Það er líka talsverð reynsla af því að taka þennan safa inn á formi taflna, hylkja, hlaups eða vökva. Nokkur tilfelli af lifrarskaða sem tengjast notkun Aloe vera til inntöku hafa komið fram á undanförnum árum í Evrópu, Ameríku og Asíu. Ekki eru þekkt þau innihaldsefni í Aloe vera sem gætu valdið lifrarskaða. Talið er að negull sé meinlaus þegar hann er notaður sem krydd. Í fæðubótarefnum er hins vegar oftast um mun meira magn að ræða og stundum er notuð tiltölulega hrein negulolía (evgenól). Negull inniheldur negulolíu sem er eitruð fyrir lifrina og getur valdið lifrarskaða ef magnið fer yfir ákveðin mörk. Í Bandaríkjunum og víðar er fólk með lifrarsjúkdóma varað við að nota negul og fæðubótarefni sem innihalda negul. Ef haft er í huga hversu útbreidd notkun Herbalife og fæðubótarefna almennt er, er ljóst að lifrarskaði er sárasjaldgæfur. Eigi að síður er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk og almenningur sé meðvitaður um þessa alvarlegu aukaverkun. Við mælum ekki gegn notkun fæðubótarefna sem innihalda umrædd náttúruefni en finnst mikilvægt að almenningur sé upplýstur um aukaverkanir sem fylgt geta notkun þeirra, þó að þær séu vissulega sjaldgæfar. Á vef Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is, er vefeyðublað til tilkynninga á aukaverkunum lyfja og fæðubótarefna. Þetta er opið fyrir lækna, annað heilbrigðisstarfsfólk og almenning. Höfundar hafa engin hagsmunatengsl sem gætu haft áhrif á niðurstöður okkar.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar