Innlent

Fræðsla betri vörn gegn slysum en reglur

Sigríður Björg Tómasdóttir skrifar
Kristinn Ólafsson
Kristinn Ólafsson

Aukin fræðsla og opin umræða getur fækkað slysum á hálendinu en reglur hafa lítið að segja, er mat Kristins Ólafssonar framkvæmdastjóra slysavarnafélagsins Landsbjargar. Kristinn segir nauðsynlegt að þeir sem bjóði upp á skipulagðar ferðir upp á jökla og björgunarsveitir þurfi nú að rýna í slysið uppi á Langjökli í sameiningu og reyna að læra af því.

Hann segir þann möguleika vera fyrir hendi að setja neyðarsenda á alla snjósleða sem fyrir­tæki í jöklaferðum eigi. Það að reka slíkt fyrirtæki feli í sér ábyrgð. Almennt þekki menn sín svæði afar vel og að hans mati sé ekki miklu ábótavant í öryggismálum snjósleðafyrirtækja, hins vegar megi alltaf gera betur.

„Þetta er gríðarlega umfangsmikil starfsemi. Á hverju ári fara mörg þúsund manns upp á jökul í skipulögðum ferðum."

Kristinn segir það reynslu slysavarnafélagsins að fræðsla beri árangur. Til að mynda hafi mun sjaldnar verið leitað að villtum rjúpnaskyttum eftir fjölmörg námskeið félagsins í notkun áttavita fyrir skytturnar.

„Reglur skila ekki endilega betra öryggi, það gerir fræðsla hins vegar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×