Umfjöllun: Fjölnir kláraði bensínlaust lið ÍR í 4. leikhluta Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2010 20:46 Jón Sverrisson í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Fjölni vann góðan sigur , 112-90, gegn ÍR í 16-liða úrslitum í Powerade-bikarnum í kvöld en leikið var í Seljaskóla. Gestirnir voru sterkari nánast allan leikinn og léku á köflum frábæran körfubolta með Ægi Steinarsson í broddi fylkinga en hann skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. Gestirnir í Fjölni hófu leikinn með miklum látum og náðu fljótlega góðu forskoti. Ægir Steinarsson var að leika einkar vel og ÍR-ingar virtust ekkert ráða við hraðan hjá honum. Munurinn varð 15 stig á liðunum í stöðunni 28-13 og útlitið svart fyrir ÍR-inga. Rétt undir lok fyrsta leikhluta náðu heimamenn aðeins að laga stöðuna. ÍR-ingar héldu áfram að minnka muninn í byrjun annars leikhluta og munaði aðeins sex stigum þegar staðan var 34-40. Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR, kom inn af varamannabekknum með mikla baráttu og stýrði ÍR-liðinu áfram. Þá sögðu Fjölnismenn hingað og ekki lengra og gjörsamlega keyrðu yfir breiðhyltinganna. Staðan í hálfleik var 47-66 Fjölnismönnum í vil. Það sást glögglega á stigafjölda gestanna að sóknarleikur þeirra var frábær, en í raun var lítil mótspyrna frá ÍR-ingum og vörnin hjá þeim í molum. Heimamenn voru andlausir og virkuðu í raun hræddir við spræka Fjölnisstráka. ÍR-ingar virkuðu með smá lífsmark í byrjun þriðja leikshluta og voru greinilega ekki alveg búnir að láta sig sigraða. Staðan var 59-68 um miðjan fjórðunginn og heimamenn aðeins farnir að láta til sín taka. Heimamenn héldu áfram að spila sig inn í leikinn og allt í einu var munurinn orðin aðeins sex stig 66-72 og spenna komin í Seljaskólann. Staðan var 72-78 eftir þrjá leikhluta og ÍR-ingar komnir í skotgírinn. Í lokaleikhlutanum virtist bensínið búið hjá ÍR-ingum eftir fínan sprett og Fjölnismenn voru í engum vandræðum með að klára leikinn. Gestirnir keyrðu hraðan upp úr öllu valdi í fjórðungnum og ÍR-ingar áttu fá svör. Leiknum lauk með öruggum sigri Fjölnis 112-90 og þeir eru komnir í 8-liða úrslitin í Powerade-bikarnum. Fjölnismenn eru með virkilega skemmtilegt lið og geta farið langt í þessari keppni.ÍR - Fjölnir 90-112 (47-66) ÍR: Kelly Biedler 32/ 14 fráköst/ 7 stoðsendingar, Nemanja Sovic 20/ 4 fráköst, Eiríkur Önundarson 13/ 4 fráköst/ 3 stoðsendingar, Níels Dungal 12, Sveinbjörn Claessen 7 / fráköst, Hjalti Friðriksson 6/ 5 fráköst, Fjölnir: Ben Stywall 24/7 fráköst, 6 stoðsendingar, Ægir Þór Steinarsson 21/11 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 18/4 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 17/7 fráköst, Jón Sverrisson 14/ 6 fráköst, Sindri Kárason 6/2 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 5/7 stoðsendingar, Sigurður Þórarinsson 5, Trausti Eiríksson 2. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira
Fjölni vann góðan sigur , 112-90, gegn ÍR í 16-liða úrslitum í Powerade-bikarnum í kvöld en leikið var í Seljaskóla. Gestirnir voru sterkari nánast allan leikinn og léku á köflum frábæran körfubolta með Ægi Steinarsson í broddi fylkinga en hann skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. Gestirnir í Fjölni hófu leikinn með miklum látum og náðu fljótlega góðu forskoti. Ægir Steinarsson var að leika einkar vel og ÍR-ingar virtust ekkert ráða við hraðan hjá honum. Munurinn varð 15 stig á liðunum í stöðunni 28-13 og útlitið svart fyrir ÍR-inga. Rétt undir lok fyrsta leikhluta náðu heimamenn aðeins að laga stöðuna. ÍR-ingar héldu áfram að minnka muninn í byrjun annars leikhluta og munaði aðeins sex stigum þegar staðan var 34-40. Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR, kom inn af varamannabekknum með mikla baráttu og stýrði ÍR-liðinu áfram. Þá sögðu Fjölnismenn hingað og ekki lengra og gjörsamlega keyrðu yfir breiðhyltinganna. Staðan í hálfleik var 47-66 Fjölnismönnum í vil. Það sást glögglega á stigafjölda gestanna að sóknarleikur þeirra var frábær, en í raun var lítil mótspyrna frá ÍR-ingum og vörnin hjá þeim í molum. Heimamenn voru andlausir og virkuðu í raun hræddir við spræka Fjölnisstráka. ÍR-ingar virkuðu með smá lífsmark í byrjun þriðja leikshluta og voru greinilega ekki alveg búnir að láta sig sigraða. Staðan var 59-68 um miðjan fjórðunginn og heimamenn aðeins farnir að láta til sín taka. Heimamenn héldu áfram að spila sig inn í leikinn og allt í einu var munurinn orðin aðeins sex stig 66-72 og spenna komin í Seljaskólann. Staðan var 72-78 eftir þrjá leikhluta og ÍR-ingar komnir í skotgírinn. Í lokaleikhlutanum virtist bensínið búið hjá ÍR-ingum eftir fínan sprett og Fjölnismenn voru í engum vandræðum með að klára leikinn. Gestirnir keyrðu hraðan upp úr öllu valdi í fjórðungnum og ÍR-ingar áttu fá svör. Leiknum lauk með öruggum sigri Fjölnis 112-90 og þeir eru komnir í 8-liða úrslitin í Powerade-bikarnum. Fjölnismenn eru með virkilega skemmtilegt lið og geta farið langt í þessari keppni.ÍR - Fjölnir 90-112 (47-66) ÍR: Kelly Biedler 32/ 14 fráköst/ 7 stoðsendingar, Nemanja Sovic 20/ 4 fráköst, Eiríkur Önundarson 13/ 4 fráköst/ 3 stoðsendingar, Níels Dungal 12, Sveinbjörn Claessen 7 / fráköst, Hjalti Friðriksson 6/ 5 fráköst, Fjölnir: Ben Stywall 24/7 fráköst, 6 stoðsendingar, Ægir Þór Steinarsson 21/11 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 18/4 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 17/7 fráköst, Jón Sverrisson 14/ 6 fráköst, Sindri Kárason 6/2 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 5/7 stoðsendingar, Sigurður Þórarinsson 5, Trausti Eiríksson 2.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira