Umfjöllun: Valur stóðst áhlaup Akureyrar Hjalti Þór Hreinsson skrifar 24. apríl 2010 22:24 Baldvin Þorsteinsson átti góðan leik í kvöld. Hér er hann í fyrri leik liðanna. Fréttablaðið/Daníel Hátíðarhöldunum á Akureyri var slitið af Valsmönnum sem lögðu heimamenn 25-31 í skemmtilegum handboltaleik í Höllinni í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1 og þau mætast í úrslitaleik um sæti í úrslitum N-1 deildarinnar á mánudag. Mér var boðin gleðilega hátíð við komu í Höllina en umgjörðin í kringum leikinn var frábær. Akureyringar voru tæplega 1000 í Höllinni, mikil stemning löngu fyrir leik og svo allan leikinn. Það var skammarlegt að sjá hversu fáir mættu á fyrri leik liðanna í Vodafone-höllinni en eins og Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals sagði eftir leikinn í kvöld: „Þetta er handbolti." Og leikurinn var góður. Akureyringar komust í 2-0 og voru með blóð á tönnunum á heimavelli. Vörn þeirra var virkilega föst fyrir strax frá fyrstu sókn og þeim var strax hent útaf, eins og sjö sinnum í viðbót í leiknum. Leikurinn var mjög erfiður að dæma en Akureyringar voru vægast sagt ósáttir við dómgæsluna í leiknum. Valur barði frá sér og vaknaði eftir nokkrar mínútur, komst í 3-7. Valsvörnin var mjög öflug og Hlynur Morthens góður þar fyrir aftan. Hann varði alls 20 skot í leiknum. Staðan var 9-11 þegar Akureyri fékk hraðaupphlaup en í því miðju stal Baldvin Þorsteinsson boltanum glæsilega og skoraði fyrir Val. Þetta var lykilatriði rétt fyrir hálfleikinn en í honum var staðan 9-13 fyrir gestina. Valsmenn bættu í í upphafi seinni hálfleiks. Þeir komust í 13-19 áður en áhlaup Akureyringa hófst. Það endaði með því að staðan var orðin 17-19 þegar þrettán mínútur voru búnar af hálfleiknum. Þá vöknuðu Valsmenn aftur, komust í 17-22 og kláruðu leikinn. Eftir það var þetta aldrei spurning og sigur Vals öruggur. Lokatölur 25-31. Akureyringar spiluðu fína vörn og sókn þeirra var ágæt. Þá vantaði að fá nokkrar markvörslur til að fá hraðaupphlaupin sín í gang, markmenn liðsins vörðu þó samtals 15 skot. Óstöðugleiki liðsins sýndi sig og lítið kom frá Jónatan Magnússyni og Árna Þór Sigtryggssyni. Valsmenn mega vel við una. Akureyringar þeirra Baldvin og Arnór Þór Gunnarsson léku vel og vörn þeirra var lengst af fín. Þá spilaði Hlynur vel eins og áður sagði. Það eru skiptar skoðanir sem eðlilegt er eftir svona baráttuleik. Dómarar leiksins, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson voru ekki í öfundsverðu hlutverki. Þeir gerðu hvað þeir gátu til að halda spennustiginu niðri en dómdu nokkrum sinnum furðulega. Akureyringum fannst mikið á þá halla og þeir kvörtuðu mikið yfir leikaraskap Valsmanna. Þrátt fyrir að dómararnir hafi ekki átt sinn besta dag verður ekki litið framhjá því að Valsmenn voru einfaldlega betri aðilinn í leiknum og áttu sigurinn skilinn.Akureyri - Valur 25-31 (9-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 8/4 (10/5), Heimir Þór Árnason 7/1 (10), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (6), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (10), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Geir Guðmundsson 1 (2), Jónatan Þór Magnússon 1 (5), Árni Sigtryggsson 0 (5),Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 8 (23) 35%, Hafþór Einarsson 6 (22) 27%.Hraðaupphlaup: 9 (Heimir 4, Oddur 3, Hörður, Hreinn)Fiskuð víti: 5 (Hörður 2, Heimir 2, Jónatan)Utan vallar: 16 mín.Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 9/4 (12), Fannar Þór Friðgeirsson 9/1 (15), Sigurður Eggertsson 5 (12), Baldvin Þorsteinsson 4 (8), Elvar Friðriksson 2 (3), Ingvar Árnason 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (1), Sigfús Páll Sigfússon 0 (4).Varin skot: Hlynur Morthens 20 (43) 47%, Ingvar Guðmundsson 0 (2) 0%.Hraðaupphlaup: 8 (Baldvin 3, Arnór 2, Jón, Ingvar, Fannar.) Fiskuð víti: 5 (Sigfús Páll 2, Sigurður, Arnór, Fannar)Utan vallar: 12 mín. Olís-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira
Hátíðarhöldunum á Akureyri var slitið af Valsmönnum sem lögðu heimamenn 25-31 í skemmtilegum handboltaleik í Höllinni í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1 og þau mætast í úrslitaleik um sæti í úrslitum N-1 deildarinnar á mánudag. Mér var boðin gleðilega hátíð við komu í Höllina en umgjörðin í kringum leikinn var frábær. Akureyringar voru tæplega 1000 í Höllinni, mikil stemning löngu fyrir leik og svo allan leikinn. Það var skammarlegt að sjá hversu fáir mættu á fyrri leik liðanna í Vodafone-höllinni en eins og Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals sagði eftir leikinn í kvöld: „Þetta er handbolti." Og leikurinn var góður. Akureyringar komust í 2-0 og voru með blóð á tönnunum á heimavelli. Vörn þeirra var virkilega föst fyrir strax frá fyrstu sókn og þeim var strax hent útaf, eins og sjö sinnum í viðbót í leiknum. Leikurinn var mjög erfiður að dæma en Akureyringar voru vægast sagt ósáttir við dómgæsluna í leiknum. Valur barði frá sér og vaknaði eftir nokkrar mínútur, komst í 3-7. Valsvörnin var mjög öflug og Hlynur Morthens góður þar fyrir aftan. Hann varði alls 20 skot í leiknum. Staðan var 9-11 þegar Akureyri fékk hraðaupphlaup en í því miðju stal Baldvin Þorsteinsson boltanum glæsilega og skoraði fyrir Val. Þetta var lykilatriði rétt fyrir hálfleikinn en í honum var staðan 9-13 fyrir gestina. Valsmenn bættu í í upphafi seinni hálfleiks. Þeir komust í 13-19 áður en áhlaup Akureyringa hófst. Það endaði með því að staðan var orðin 17-19 þegar þrettán mínútur voru búnar af hálfleiknum. Þá vöknuðu Valsmenn aftur, komust í 17-22 og kláruðu leikinn. Eftir það var þetta aldrei spurning og sigur Vals öruggur. Lokatölur 25-31. Akureyringar spiluðu fína vörn og sókn þeirra var ágæt. Þá vantaði að fá nokkrar markvörslur til að fá hraðaupphlaupin sín í gang, markmenn liðsins vörðu þó samtals 15 skot. Óstöðugleiki liðsins sýndi sig og lítið kom frá Jónatan Magnússyni og Árna Þór Sigtryggssyni. Valsmenn mega vel við una. Akureyringar þeirra Baldvin og Arnór Þór Gunnarsson léku vel og vörn þeirra var lengst af fín. Þá spilaði Hlynur vel eins og áður sagði. Það eru skiptar skoðanir sem eðlilegt er eftir svona baráttuleik. Dómarar leiksins, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson voru ekki í öfundsverðu hlutverki. Þeir gerðu hvað þeir gátu til að halda spennustiginu niðri en dómdu nokkrum sinnum furðulega. Akureyringum fannst mikið á þá halla og þeir kvörtuðu mikið yfir leikaraskap Valsmanna. Þrátt fyrir að dómararnir hafi ekki átt sinn besta dag verður ekki litið framhjá því að Valsmenn voru einfaldlega betri aðilinn í leiknum og áttu sigurinn skilinn.Akureyri - Valur 25-31 (9-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 8/4 (10/5), Heimir Þór Árnason 7/1 (10), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (6), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (10), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Geir Guðmundsson 1 (2), Jónatan Þór Magnússon 1 (5), Árni Sigtryggsson 0 (5),Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 8 (23) 35%, Hafþór Einarsson 6 (22) 27%.Hraðaupphlaup: 9 (Heimir 4, Oddur 3, Hörður, Hreinn)Fiskuð víti: 5 (Hörður 2, Heimir 2, Jónatan)Utan vallar: 16 mín.Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 9/4 (12), Fannar Þór Friðgeirsson 9/1 (15), Sigurður Eggertsson 5 (12), Baldvin Þorsteinsson 4 (8), Elvar Friðriksson 2 (3), Ingvar Árnason 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (1), Sigfús Páll Sigfússon 0 (4).Varin skot: Hlynur Morthens 20 (43) 47%, Ingvar Guðmundsson 0 (2) 0%.Hraðaupphlaup: 8 (Baldvin 3, Arnór 2, Jón, Ingvar, Fannar.) Fiskuð víti: 5 (Sigfús Páll 2, Sigurður, Arnór, Fannar)Utan vallar: 12 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira