Þarf að koma atvinnulífinu af stað 18. ágúst 2010 03:30 Sigmundur Ernir Rúnarsson „Það er ekki síður þörf á raunsæi en rómantík," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem hefur tekið undir ósk þingmanna Sjálfstæðisflokks um að umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra komi á fund iðnaðarnefndar til að ræða áform ríkisstjórnarinnar um stækkun friðlands í Þjórsárverum. Þeirra áforma er getið í stjórnarsáttmálanum. Verði þau að veruleika yrðu hugmyndir um Norðlingaveitu úr sögunni, en veitan er einn þeirra kosta sem nú eru efstir á blaði til orkuöflunar, miðað við fyrirliggjandi hugmyndir um rammaáætlun um nýtingu og verndun vatnsafls og jarðvarma. Norðlingaveita er ekki ný virkjun heldur veita sem eykur framleiðslu virkjana í ofanverðri Þjórsá. Sigmundur Ernir segist telja að þingnefndir eigi að vera virkari í störfum en þær hafa verið. Tilefni sé til að fá sérfræðinga á fund nefndarinnar, auk ráðherranna, til þess að ganga úr skugga um hvort stækkun friðlandsins þurfi að hafa áhrif á Norðlingaveitu. „Ég vil sjá það svart á hvítu," segir hann. „Á sama tíma og það er mikilvægt að vernda land í margvíslegum tilgangi þá þarf líka að hafa í huga að koma atvinnulífinu af stað." Iðnaðarnefnd fundar í dag. Skúli Helgason, formaður nefndarinnar, var erlendis í gær og ekki lá fyrir hvort málið yrði til meðferðar hjá nefndinni í dag. - pg Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
„Það er ekki síður þörf á raunsæi en rómantík," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem hefur tekið undir ósk þingmanna Sjálfstæðisflokks um að umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra komi á fund iðnaðarnefndar til að ræða áform ríkisstjórnarinnar um stækkun friðlands í Þjórsárverum. Þeirra áforma er getið í stjórnarsáttmálanum. Verði þau að veruleika yrðu hugmyndir um Norðlingaveitu úr sögunni, en veitan er einn þeirra kosta sem nú eru efstir á blaði til orkuöflunar, miðað við fyrirliggjandi hugmyndir um rammaáætlun um nýtingu og verndun vatnsafls og jarðvarma. Norðlingaveita er ekki ný virkjun heldur veita sem eykur framleiðslu virkjana í ofanverðri Þjórsá. Sigmundur Ernir segist telja að þingnefndir eigi að vera virkari í störfum en þær hafa verið. Tilefni sé til að fá sérfræðinga á fund nefndarinnar, auk ráðherranna, til þess að ganga úr skugga um hvort stækkun friðlandsins þurfi að hafa áhrif á Norðlingaveitu. „Ég vil sjá það svart á hvítu," segir hann. „Á sama tíma og það er mikilvægt að vernda land í margvíslegum tilgangi þá þarf líka að hafa í huga að koma atvinnulífinu af stað." Iðnaðarnefnd fundar í dag. Skúli Helgason, formaður nefndarinnar, var erlendis í gær og ekki lá fyrir hvort málið yrði til meðferðar hjá nefndinni í dag. - pg
Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira