Umfjöllun: Einar Örn snéri á Valsmenn á lokasekúndunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2010 22:47 Einar Örn Jónsson. Mynd/Vilhelm Einar Örn Jónsson skoraði sigurmark Hauka rétt fyrir lokaflautið þegar liðið vann 23-22 sigur á Val á Ásvöllum í N1 deild karla í kvöld. Valsmenn höfðu gert vel í að jafna leikinn en Einar Örn átti síðasta orðið. Valsmenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10, og komust þremur mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks en Haukarnir skoruðu þá sex mörk í röð og tóku frumkvæðið sem þeir héldu út leikinn. Haukar voru 20-16 yfir þegar tíu mínútur voru eftir en Valsmenn komu sér aftur inn í leikinn og jöfnuðu 22-22 þegar átta sekúndur vorur eftir. Haukar áttu hinsvegar lokaorðið, þeir brunuðu í sókn og Einar Örn skoraði sigurmarkið með glæsilegum snúningi rétt áður en lokaflautið gall. Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik í marki Hauka og varði 22 skot en Þórður Rafn Guðmundsson var markahæstur með 6 mörk. Valdimar Þórsson var markahæstur Valsmanna með 7 mörk en Ernir Hrafn Arnarson skoraði 6 mörk. Valsmenn byrjuðu betur og voru komnir í 3-1 eftir fimm mínútna leik en Haukarnir skoruðu þá þrjú mörk og náðu frumkvæðinu. Valsmenn náðu hinsvegar taktinum aftur, léku vel einum manni færri og náðu tveggja marka forustu, 5-7. Ernir Hrafn Arnarson var allt í öllu hjá liðinu á þessum kafla. Haukarnir náðu aftur á móti öðrum góðum kafla, skoruðu þrjú mörk í röð og náðu eins marks forustu, 8-7. Björgvin Þór Hólmgeirsson byrjaði leikinn á því að henda honum fjórum sinnum frá sér á fyrstu fimm mínútunum og Halldór Ingólfsson setti hann á bekkinn í kjölfarið. Hann kom hinsvegar grimmur aftur inn og skoraði tvö af þessum þremur mörkum. Valsmenn áttu hinsvegar góðan lokaspett í hálfleiknum og voru tveimur mörkum yfir í leikhléi, 12-10, eftir að hafa unnið síðustu sjö mínútur hálfleiksins 4-1. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, hélt sínum mönnum oft á tíðum á floti í fyrri hálfleiknum en hann varði 11 skot í hálfleiknum þar af sjö þeirra maður á móti manni. Valsmenn skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks og voru þar með komnir þremur mörkum yfir en tveir brottrekstrar á skömmum tíma og lélegar ákvarðanir í mörgum sóknum í röð þýddu að liðið var fljótt að missa forustuna. Haukar skoruðu sex mörk í röð á átta mínútum og komust yfir í 16-13. Valsmenn náðu að jafna leikinn í 16-16 með þremur mörkum í röð en tókst síðan ekki að sigrast á Birki Ívari í níu mínútur og á meðan skoruðu Haukarnir fjögur mörk í röð og komust í 20-16 þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Júlíus Jónasson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og Valsmenn náði að vinna sig inn í leikinn ekki síst þar sem Valdimar Þórsson tók af skarið og reyndist Haukum erfiður á lokakaflanum. Valdimar jafnaði loks leiksins með laglegu gegnumbroti þegar átta sekúndur voru eftir en Haukarnir brunuðu strax í sókn og Einar Örn Jónsson fór inn úr þröngu færi en snéri boltanum glæsilega framhjá Ingvari Guðmundssyni og í Valsmarkið um leið og leiktíminn rann út. Haukar-Valur 23-22 (10-12) Mörk Hauka (Skot): Þórður Rafn Guðmundsson 6/2 (11/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (10), Freyr Brynjarsson 4 (7), Einar Örn Jónsson 3 (3), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (5), Tjörvi Þorgeirsson 2 (7/1), Heimir Óli Heimisson 1 2(1), Jónatan Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 22 (44/4, 50%) Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Freyr 2, Einar Örn 2, Tjörvi, Stefán) Fiskuð víti: 4 (Jóhann Ingi 2, Einar Örn, Björgvin)Mörk Vals (Skot): Valdimar Þórsson 7 (13), Ernir Hrafn Arnarson 6/4 (8/4), Alexandr Jedic 2 (4), Ásbjörn Stefánsson 2 (5), Einar Örn Guðmundsson 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (2), Fannar Örn Þorbjörnsson 1 (2), Sturla Ásgeirsson 1 (5), Anton Rúnarsson 1 (5), Jón Björgvin Pétursson (3). Varin skot: Ingvar Guðmundsson 12 (35/2, 34%) Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Sturla, Valdimar, Fannar, Anton) Fiskuð víti: 4 (Valdimar 3, Orri). Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ Sjá meira
Einar Örn Jónsson skoraði sigurmark Hauka rétt fyrir lokaflautið þegar liðið vann 23-22 sigur á Val á Ásvöllum í N1 deild karla í kvöld. Valsmenn höfðu gert vel í að jafna leikinn en Einar Örn átti síðasta orðið. Valsmenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10, og komust þremur mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks en Haukarnir skoruðu þá sex mörk í röð og tóku frumkvæðið sem þeir héldu út leikinn. Haukar voru 20-16 yfir þegar tíu mínútur voru eftir en Valsmenn komu sér aftur inn í leikinn og jöfnuðu 22-22 þegar átta sekúndur vorur eftir. Haukar áttu hinsvegar lokaorðið, þeir brunuðu í sókn og Einar Örn skoraði sigurmarkið með glæsilegum snúningi rétt áður en lokaflautið gall. Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik í marki Hauka og varði 22 skot en Þórður Rafn Guðmundsson var markahæstur með 6 mörk. Valdimar Þórsson var markahæstur Valsmanna með 7 mörk en Ernir Hrafn Arnarson skoraði 6 mörk. Valsmenn byrjuðu betur og voru komnir í 3-1 eftir fimm mínútna leik en Haukarnir skoruðu þá þrjú mörk og náðu frumkvæðinu. Valsmenn náðu hinsvegar taktinum aftur, léku vel einum manni færri og náðu tveggja marka forustu, 5-7. Ernir Hrafn Arnarson var allt í öllu hjá liðinu á þessum kafla. Haukarnir náðu aftur á móti öðrum góðum kafla, skoruðu þrjú mörk í röð og náðu eins marks forustu, 8-7. Björgvin Þór Hólmgeirsson byrjaði leikinn á því að henda honum fjórum sinnum frá sér á fyrstu fimm mínútunum og Halldór Ingólfsson setti hann á bekkinn í kjölfarið. Hann kom hinsvegar grimmur aftur inn og skoraði tvö af þessum þremur mörkum. Valsmenn áttu hinsvegar góðan lokaspett í hálfleiknum og voru tveimur mörkum yfir í leikhléi, 12-10, eftir að hafa unnið síðustu sjö mínútur hálfleiksins 4-1. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, hélt sínum mönnum oft á tíðum á floti í fyrri hálfleiknum en hann varði 11 skot í hálfleiknum þar af sjö þeirra maður á móti manni. Valsmenn skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks og voru þar með komnir þremur mörkum yfir en tveir brottrekstrar á skömmum tíma og lélegar ákvarðanir í mörgum sóknum í röð þýddu að liðið var fljótt að missa forustuna. Haukar skoruðu sex mörk í röð á átta mínútum og komust yfir í 16-13. Valsmenn náðu að jafna leikinn í 16-16 með þremur mörkum í röð en tókst síðan ekki að sigrast á Birki Ívari í níu mínútur og á meðan skoruðu Haukarnir fjögur mörk í röð og komust í 20-16 þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Júlíus Jónasson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og Valsmenn náði að vinna sig inn í leikinn ekki síst þar sem Valdimar Þórsson tók af skarið og reyndist Haukum erfiður á lokakaflanum. Valdimar jafnaði loks leiksins með laglegu gegnumbroti þegar átta sekúndur voru eftir en Haukarnir brunuðu strax í sókn og Einar Örn Jónsson fór inn úr þröngu færi en snéri boltanum glæsilega framhjá Ingvari Guðmundssyni og í Valsmarkið um leið og leiktíminn rann út. Haukar-Valur 23-22 (10-12) Mörk Hauka (Skot): Þórður Rafn Guðmundsson 6/2 (11/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (10), Freyr Brynjarsson 4 (7), Einar Örn Jónsson 3 (3), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (5), Tjörvi Þorgeirsson 2 (7/1), Heimir Óli Heimisson 1 2(1), Jónatan Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 22 (44/4, 50%) Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Freyr 2, Einar Örn 2, Tjörvi, Stefán) Fiskuð víti: 4 (Jóhann Ingi 2, Einar Örn, Björgvin)Mörk Vals (Skot): Valdimar Þórsson 7 (13), Ernir Hrafn Arnarson 6/4 (8/4), Alexandr Jedic 2 (4), Ásbjörn Stefánsson 2 (5), Einar Örn Guðmundsson 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (2), Fannar Örn Þorbjörnsson 1 (2), Sturla Ásgeirsson 1 (5), Anton Rúnarsson 1 (5), Jón Björgvin Pétursson (3). Varin skot: Ingvar Guðmundsson 12 (35/2, 34%) Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Sturla, Valdimar, Fannar, Anton) Fiskuð víti: 4 (Valdimar 3, Orri).
Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ Sjá meira