Forstjóri FL-Group hótaði Kaupþingi að fara til lögreglu 12. apríl 2010 11:11 Inga Jóna sést hér með eiginmanni sínum Geir H. Haarde. Hún sagði sig úr stjórn Fl Group í júlí 2005. Mynd/Auðunn Níelsson Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL-Group, hótaði Kaupþing að fara til lögreglu eftir að fjármunir hurfu af reikningum félagsins í Kaupþingi í Lúxemborg árið 2005. Í nokkra mánuði vantaði þessar upphæðir og þær skiluðu sér ekki fyrr en eftir hótanir Hannesar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lýsingu Ingu Jónu Þórðardóttur um setu sína í stjórn FL-Group á sínum tíma og greint er frá í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Miklar sviptingar voru í mörgum félögum á síðustu árum og hallarbyltingar tíðar. Þó má segja að einn atburður skeri sig nokkuð úr, en það var þegar sex af sjö úr stjórn FL-Group sögðu af sér. Þrír þeirra sögðu sig úr stjórninni á stjórnarfundi 30. júní 2005 en þegar kom að aðalfundi 9. júlí höfðu þrír til viðbótar bæst í hópinn. Á aðalfundi félagsins hélt Inga Jóna Þórðardóttir, ein þeirra sem sagði af sér, ræðu þar sem hún skýrði úrsögn sína.Ástæður Ingu Jónu 1) Verkaskipting milli forstjóra og starfandi stjórnarformanns hafi verið óskýr. „Þegar stjórnarformaður er jafnframt í fullu starfi sem slíkur, eins og er í FL-Group, er enn brýnna að þessir hlutir séu í lagi og enginn velkist í vafa um verkaskiptingu forstjóra og starfandi stjórnarformanns. Að mínu viti verður það ekki gert nema með sérstakri samþykkt stjórnar sem hluta af starfsreglum." 2) Þá hafi þurft að tryggja að allar stærri fjárfestingar og skuldbindingar gagnvart félaginu væru ræddar og afgreiddar í stjórn áður en gengið væri frá samningum, en á því hafi orðið misbrestur. 3) Loks sagði hún að setja þyrfti félaginu skýra fjárfestingarstefnu þannig að ljóst væri hvert félagið stefndi og að ekki væri gengið of nærri því í fjárfestingum. Inga Jóna sagði að á vikunum fyrir síðasta stjórnarfund hennar hefði henni orðið ljóst að starfshættir innan stjórnar félagsins hefðu ekki verið með þeim hætti sem hún taldi að samþykktir félagsins og starfsreglur segðu til um. Hún benti á að í ársskýrslum Flugleiða árið 2004 kæmi fram að stjórnin legði sérstaka áherslu á að viðhalda góðum stjórnunarháttum. „Í veigamiklum atriðum er verulegur misbrestur á að farið sé eftir þeim reglum sem í gildi eru." Lýsing Ingu Jónu á setu sinni í stjórn FL-Group, í ræðu sinni á aðalfundi og í skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, er af stjórn þar sem starfsreglur eru brotnar í veigamiklum atriðum, að fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. Hún taldi sig óháðan aðila í stjórn eða fulltrúa minni fjárfesta.Inga Jóna: Enginn spurði mig Í máli Ingu Jónu kom einnig fram að sumir stjórnarmanna hefðu talað saman milli stjórnarfunda og jafnvel hefðu verið teknar mikilvægar ákvarðanir um stórar fjárfestingar. Þá hefði henni borist til eyrna að stjórnarformaður stæði í ýmsum hlutum sem forstjórinn vissi ekki af. Í samtali hennar við forstjóra hefði komið fram að fjármunir hefðu horfið af reikningum félagsins í Kaupþingi í Lúxemborg. Í nokkra mánuði vantaði þessar upphæðir og þær skiluðu sér ekki fyrr en forstjóri hótaði Kaupþingi að fara með málið til lögreglu. Hvers vegna útskýrði Inga Jóna ekki betur málin á sínum tíma? Svar hennar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis var einfaldlega: „Það var enginn sem spurði, ekki einn." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL-Group, hótaði Kaupþing að fara til lögreglu eftir að fjármunir hurfu af reikningum félagsins í Kaupþingi í Lúxemborg árið 2005. Í nokkra mánuði vantaði þessar upphæðir og þær skiluðu sér ekki fyrr en eftir hótanir Hannesar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lýsingu Ingu Jónu Þórðardóttur um setu sína í stjórn FL-Group á sínum tíma og greint er frá í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Miklar sviptingar voru í mörgum félögum á síðustu árum og hallarbyltingar tíðar. Þó má segja að einn atburður skeri sig nokkuð úr, en það var þegar sex af sjö úr stjórn FL-Group sögðu af sér. Þrír þeirra sögðu sig úr stjórninni á stjórnarfundi 30. júní 2005 en þegar kom að aðalfundi 9. júlí höfðu þrír til viðbótar bæst í hópinn. Á aðalfundi félagsins hélt Inga Jóna Þórðardóttir, ein þeirra sem sagði af sér, ræðu þar sem hún skýrði úrsögn sína.Ástæður Ingu Jónu 1) Verkaskipting milli forstjóra og starfandi stjórnarformanns hafi verið óskýr. „Þegar stjórnarformaður er jafnframt í fullu starfi sem slíkur, eins og er í FL-Group, er enn brýnna að þessir hlutir séu í lagi og enginn velkist í vafa um verkaskiptingu forstjóra og starfandi stjórnarformanns. Að mínu viti verður það ekki gert nema með sérstakri samþykkt stjórnar sem hluta af starfsreglum." 2) Þá hafi þurft að tryggja að allar stærri fjárfestingar og skuldbindingar gagnvart félaginu væru ræddar og afgreiddar í stjórn áður en gengið væri frá samningum, en á því hafi orðið misbrestur. 3) Loks sagði hún að setja þyrfti félaginu skýra fjárfestingarstefnu þannig að ljóst væri hvert félagið stefndi og að ekki væri gengið of nærri því í fjárfestingum. Inga Jóna sagði að á vikunum fyrir síðasta stjórnarfund hennar hefði henni orðið ljóst að starfshættir innan stjórnar félagsins hefðu ekki verið með þeim hætti sem hún taldi að samþykktir félagsins og starfsreglur segðu til um. Hún benti á að í ársskýrslum Flugleiða árið 2004 kæmi fram að stjórnin legði sérstaka áherslu á að viðhalda góðum stjórnunarháttum. „Í veigamiklum atriðum er verulegur misbrestur á að farið sé eftir þeim reglum sem í gildi eru." Lýsing Ingu Jónu á setu sinni í stjórn FL-Group, í ræðu sinni á aðalfundi og í skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, er af stjórn þar sem starfsreglur eru brotnar í veigamiklum atriðum, að fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. Hún taldi sig óháðan aðila í stjórn eða fulltrúa minni fjárfesta.Inga Jóna: Enginn spurði mig Í máli Ingu Jónu kom einnig fram að sumir stjórnarmanna hefðu talað saman milli stjórnarfunda og jafnvel hefðu verið teknar mikilvægar ákvarðanir um stórar fjárfestingar. Þá hefði henni borist til eyrna að stjórnarformaður stæði í ýmsum hlutum sem forstjórinn vissi ekki af. Í samtali hennar við forstjóra hefði komið fram að fjármunir hefðu horfið af reikningum félagsins í Kaupþingi í Lúxemborg. Í nokkra mánuði vantaði þessar upphæðir og þær skiluðu sér ekki fyrr en forstjóri hótaði Kaupþingi að fara með málið til lögreglu. Hvers vegna útskýrði Inga Jóna ekki betur málin á sínum tíma? Svar hennar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis var einfaldlega: „Það var enginn sem spurði, ekki einn."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent