Umfjöllun: FH aðeins of stór biti fyrir Völsung Henry Birgir Gunnarsson á Húsavík skrifar 17. október 2010 18:51 Spilandi þjálfari Völsungs, Vilhjálmur Sigmundsson, er hér kominn í gegnum vörn FH en skot hans fór í stöngina: Mynd/640.is Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson skildi að milli Völsungs og FH í dag er liðin mættust í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Annars voru liðin nokkuð jöfn. Það er kannski ekki fullur sannleikur en þetta var í það minnsta álit Húsvíkinga á leiknum. FH vann leikinn með 23 marka mun, 23-46, og leiddi í hálfleik með ellefu mörkum, 10-21. Sex fyrstu mörk leiksins voru hraðaupphlaupsmörk hjá FH og róðurinn þungur fyrir heimamenn. Þrátt fyrir góð tilþrif á köflum tókst þeim ekki að vinna sig aftur inn í leikinn. FH-ingar gáfu Völsungum engin grið í leiknum og keyrðu miskunnarlaust hraðaupphlaup í andlitið á þeim. Heimamönnum óx þó ásmegin eftir því sem leið á og var mörkum þeirra vel fagnað. Flestir leikmanna liðsins hafa ekki æft handbolta lengi og miðað við það var framganga heimamanna vaskleg og virðingarverð. Heimamenn bentu á eftir leikinn að þeir hefðu skorað fleiri mörk en Haukar gegn FH og væru þar af leiðandi með betra sóknarlið en ríkjandi Íslandsmeistarar. Þingeyska hógværðin lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn. Um 1.000 áhorfendur voru mættir á völlinn og mynduðu virkilega skemmtilega stemningu allan leikinn. Til fyrirmyndar en Völsungur var að spila sinn fyrsta alvöru handboltaleik í tíu ár. Mikil handboltahátið var á Húsavík fyrir leikinn og Logi Geirsson leiddi handboltaæfingu hjá ungu krökkunum fyrir leik. Aðrir leikmenn FH slógust síðan í slaginn og úr varð hin besta skemmtun fyrir heimamenn. Eftirminnilegur handboltadagur á Húsavík sem á vonandi eftir að virka sem vítamínsprauta á handboltastarfið í bæjarfélaginu. Völsungur-FH 23-46 (10-21) Mörk Völsungs: Jónas Friðriksson 5, Gunnar Illugi Sigurðsson 5/3, Guðbjartur Benediktsson 4, Alexander Jónasson 4, Einar Gestur Jónasson 2, Björgvin Vigfússon 1, Hallgrimur Steingrímsson 1, Gunnar Jósteinsson 1. Varin skot: Aðalsteinn Friðriksson 10. Hraðaupphlaup: 1 (Gunnar Illugi). Fiskuð víti: 4 (Alexander 3, Guðbjartur). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 10/5, Ísak Rafnsson 8, Bjarki Jónsson 7, Bogi Eggertsson 6, Benedikt Kristinsson 5, Hermann Björnsson 4, Ari Þorgeirsson 3, Þorkell Magnússon 1, Ólafur Guðmundsson 1, Pálmar Pétursson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 13, Daníel Andrésson 5. Hraðaupphlaup: 20 (Benedikt 4, Bogi 4, Bjarki 4, Ísak 3, Þorkell, Ólafur, Ari, Hermann, 'Asbjörn). Fiskuð víti: 6 (Atli Rúnar 2, Bogi 2, Bjarki, Benedikt) Utan vallar: 4 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson skildi að milli Völsungs og FH í dag er liðin mættust í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Annars voru liðin nokkuð jöfn. Það er kannski ekki fullur sannleikur en þetta var í það minnsta álit Húsvíkinga á leiknum. FH vann leikinn með 23 marka mun, 23-46, og leiddi í hálfleik með ellefu mörkum, 10-21. Sex fyrstu mörk leiksins voru hraðaupphlaupsmörk hjá FH og róðurinn þungur fyrir heimamenn. Þrátt fyrir góð tilþrif á köflum tókst þeim ekki að vinna sig aftur inn í leikinn. FH-ingar gáfu Völsungum engin grið í leiknum og keyrðu miskunnarlaust hraðaupphlaup í andlitið á þeim. Heimamönnum óx þó ásmegin eftir því sem leið á og var mörkum þeirra vel fagnað. Flestir leikmanna liðsins hafa ekki æft handbolta lengi og miðað við það var framganga heimamanna vaskleg og virðingarverð. Heimamenn bentu á eftir leikinn að þeir hefðu skorað fleiri mörk en Haukar gegn FH og væru þar af leiðandi með betra sóknarlið en ríkjandi Íslandsmeistarar. Þingeyska hógværðin lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn. Um 1.000 áhorfendur voru mættir á völlinn og mynduðu virkilega skemmtilega stemningu allan leikinn. Til fyrirmyndar en Völsungur var að spila sinn fyrsta alvöru handboltaleik í tíu ár. Mikil handboltahátið var á Húsavík fyrir leikinn og Logi Geirsson leiddi handboltaæfingu hjá ungu krökkunum fyrir leik. Aðrir leikmenn FH slógust síðan í slaginn og úr varð hin besta skemmtun fyrir heimamenn. Eftirminnilegur handboltadagur á Húsavík sem á vonandi eftir að virka sem vítamínsprauta á handboltastarfið í bæjarfélaginu. Völsungur-FH 23-46 (10-21) Mörk Völsungs: Jónas Friðriksson 5, Gunnar Illugi Sigurðsson 5/3, Guðbjartur Benediktsson 4, Alexander Jónasson 4, Einar Gestur Jónasson 2, Björgvin Vigfússon 1, Hallgrimur Steingrímsson 1, Gunnar Jósteinsson 1. Varin skot: Aðalsteinn Friðriksson 10. Hraðaupphlaup: 1 (Gunnar Illugi). Fiskuð víti: 4 (Alexander 3, Guðbjartur). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 10/5, Ísak Rafnsson 8, Bjarki Jónsson 7, Bogi Eggertsson 6, Benedikt Kristinsson 5, Hermann Björnsson 4, Ari Þorgeirsson 3, Þorkell Magnússon 1, Ólafur Guðmundsson 1, Pálmar Pétursson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 13, Daníel Andrésson 5. Hraðaupphlaup: 20 (Benedikt 4, Bogi 4, Bjarki 4, Ísak 3, Þorkell, Ólafur, Ari, Hermann, 'Asbjörn). Fiskuð víti: 6 (Atli Rúnar 2, Bogi 2, Bjarki, Benedikt) Utan vallar: 4 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira