Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald 27. ágúst 2010 14:59 Gunnar Rúnar Sigurþórsson í viðtali við Ísland í dag á síðasta ári. Gunnar Rúnar Sigurþórsson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðahald í fjórar vikur vegna gruns um að hafa átt aðild að andláti Hannesar Þórs Helgasonar, sem var myrtur á heimili sínu 15. ágúst síðastliðinn. Úrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Þegar er búið að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar Íslands. Gunnar Rúnar er 23 ára gamall. Hann komst í fjölmiðla á síðasta ári fyrir einlæga ástarjátningu sína þegar hann birti myndband á Youtube. Þar ávarpaði hann unnustu Hannesar sem er á svipuðum aldri og Gunnar. Hann lýsti því yfir að hann elskaði hana og bað hana um að endurgjalda ást sína. Það gerði hún hinsvegar ekki. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni sem barst fjölmiðlum í dag þá er rökstuddur grunur talinn vera fyrir hendi um að Gunnar eigi aðild að andláti Hannesar. Í kjölfar handtökunnar var gerð ítarleg húsleit á heimili Gunnars og hald lagt á muni sem þar var að finna og tengjast hugsanlega rannsókninni. Lögreglan getur ekki greint nánar frá þessum nýju gögnum að öðru leyti en því að þau eru árangur vettvangsvinnu tæknideildar lögreglunnar. Gunnar var handtekinn stuttu eftir að Hannes var myrtur. Þá var honum haldið í sólarhring. Þá var Gunnar nafngreindur í nokkrum fjölmiðlum. Verjandi Gunnars, Guðrún Sesselja Arnardóttir, gagnrýndi nafn- og myndbirtinguna harðlega. Ekki hefur náðst í hana síðan Gunnar var handtekinn. Tveir aðrir menn voru handteknir vegna málsins og haldið yfir nótt. Í hvorugt skiptið krafðist lögreglan gæsluvarðhalds yfir mönnunum. Unnusta Hannesar vildi ekki tjá sig um handtöku Gunnars Rúnars þegar eftir því var leitað. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Morðrannsókn í Hafnarfirði: Fréttaskýring Hannes Þór Helgason keyrði einn heim til sín eftir að hafa skutlað kærustu sinni niður í miðbæ Reykjavíkur nóttina sem hann var myrtur á heimili sínu 22. ágúst 2010 18:50 Morð í Hafnarfirði: Karlmaður að nýju í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu vegna rannsóknarinnar á morðinu á Hannesi Helgasyni. 27. ágúst 2010 12:02 Morðrannsókn: Farið fram á gæsluvarðhald yfir grunuðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manni á þrítugsaldri sem er grunaður um morðið á Hannesi Þór Helgasyni sem var ráðinn bani 15 ágúst. 27. ágúst 2010 13:58 Morð í Hafnarfirði: Unnustan kom að hinum látna Rannsókn lögreglu á manndrápi sem átti sér stað í heimahúsi við Háaberg í Hafnarfirði í gær heldur áfram og er mjög umfangsmikil. Hinn látni hét Hannes Þór Helgason, fæddur árið 1973. 16. ágúst 2010 18:01 Morð í Hafnarfirði: Margir yfirheyrðir en óljóst um málsatvik Rannsókn á manndrápi í Hafnarfirði hefur verið í fullum gangi frá því tilkynnt var um atburðinn laust fyrir hádegi í gær en maður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu og hafði honum verið ráðinn bani með eggvopni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu vegna málsins um miðnætti í gær. Þá höfðu fjölmargir verið yfirheyrðir auk þess sem unnið hefur verið úr gögnum sem aflað var með tæknirannsókn á vettvangi. Þegar tilkynningin var send höfðu yfirheyrslurnar ekki enn leitt til þess að ljóst sé orðið um málsatvik. Rannsókn málsins heldur því áfram. 16. ágúst 2010 06:05 Morðrannsókn: Húsleit hjá grunuðum manni Húsleit var framkvæmd í gærkvöldi heima hjá grunuðum manni, sem var handtekinn og yfirheyrður vegna morðmálsins í Hafnarfirði stuttu eftir að morðið var framið. Þetta kemur fram á fréttamiðlinum Pressan.is. 27. ágúst 2010 10:45 Morðrannsókn: Tilviljun að Hannes var einn heima Tilviljun ein virðist hafa ráðið því að yngsta systir Hannesar Þórs Helgasonar sem myrtur var á heimili sínu um síðustu helgi, var ekki á heimilinu umrædda nótt, en hún hefur undanfarið búið hjá bróður sínum. Enginn er nú í haldi lögreglu vegna málsins. 21. ágúst 2010 19:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Gunnar Rúnar Sigurþórsson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðahald í fjórar vikur vegna gruns um að hafa átt aðild að andláti Hannesar Þórs Helgasonar, sem var myrtur á heimili sínu 15. ágúst síðastliðinn. Úrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Þegar er búið að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar Íslands. Gunnar Rúnar er 23 ára gamall. Hann komst í fjölmiðla á síðasta ári fyrir einlæga ástarjátningu sína þegar hann birti myndband á Youtube. Þar ávarpaði hann unnustu Hannesar sem er á svipuðum aldri og Gunnar. Hann lýsti því yfir að hann elskaði hana og bað hana um að endurgjalda ást sína. Það gerði hún hinsvegar ekki. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni sem barst fjölmiðlum í dag þá er rökstuddur grunur talinn vera fyrir hendi um að Gunnar eigi aðild að andláti Hannesar. Í kjölfar handtökunnar var gerð ítarleg húsleit á heimili Gunnars og hald lagt á muni sem þar var að finna og tengjast hugsanlega rannsókninni. Lögreglan getur ekki greint nánar frá þessum nýju gögnum að öðru leyti en því að þau eru árangur vettvangsvinnu tæknideildar lögreglunnar. Gunnar var handtekinn stuttu eftir að Hannes var myrtur. Þá var honum haldið í sólarhring. Þá var Gunnar nafngreindur í nokkrum fjölmiðlum. Verjandi Gunnars, Guðrún Sesselja Arnardóttir, gagnrýndi nafn- og myndbirtinguna harðlega. Ekki hefur náðst í hana síðan Gunnar var handtekinn. Tveir aðrir menn voru handteknir vegna málsins og haldið yfir nótt. Í hvorugt skiptið krafðist lögreglan gæsluvarðhalds yfir mönnunum. Unnusta Hannesar vildi ekki tjá sig um handtöku Gunnars Rúnars þegar eftir því var leitað.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Morðrannsókn í Hafnarfirði: Fréttaskýring Hannes Þór Helgason keyrði einn heim til sín eftir að hafa skutlað kærustu sinni niður í miðbæ Reykjavíkur nóttina sem hann var myrtur á heimili sínu 22. ágúst 2010 18:50 Morð í Hafnarfirði: Karlmaður að nýju í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu vegna rannsóknarinnar á morðinu á Hannesi Helgasyni. 27. ágúst 2010 12:02 Morðrannsókn: Farið fram á gæsluvarðhald yfir grunuðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manni á þrítugsaldri sem er grunaður um morðið á Hannesi Þór Helgasyni sem var ráðinn bani 15 ágúst. 27. ágúst 2010 13:58 Morð í Hafnarfirði: Unnustan kom að hinum látna Rannsókn lögreglu á manndrápi sem átti sér stað í heimahúsi við Háaberg í Hafnarfirði í gær heldur áfram og er mjög umfangsmikil. Hinn látni hét Hannes Þór Helgason, fæddur árið 1973. 16. ágúst 2010 18:01 Morð í Hafnarfirði: Margir yfirheyrðir en óljóst um málsatvik Rannsókn á manndrápi í Hafnarfirði hefur verið í fullum gangi frá því tilkynnt var um atburðinn laust fyrir hádegi í gær en maður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu og hafði honum verið ráðinn bani með eggvopni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu vegna málsins um miðnætti í gær. Þá höfðu fjölmargir verið yfirheyrðir auk þess sem unnið hefur verið úr gögnum sem aflað var með tæknirannsókn á vettvangi. Þegar tilkynningin var send höfðu yfirheyrslurnar ekki enn leitt til þess að ljóst sé orðið um málsatvik. Rannsókn málsins heldur því áfram. 16. ágúst 2010 06:05 Morðrannsókn: Húsleit hjá grunuðum manni Húsleit var framkvæmd í gærkvöldi heima hjá grunuðum manni, sem var handtekinn og yfirheyrður vegna morðmálsins í Hafnarfirði stuttu eftir að morðið var framið. Þetta kemur fram á fréttamiðlinum Pressan.is. 27. ágúst 2010 10:45 Morðrannsókn: Tilviljun að Hannes var einn heima Tilviljun ein virðist hafa ráðið því að yngsta systir Hannesar Þórs Helgasonar sem myrtur var á heimili sínu um síðustu helgi, var ekki á heimilinu umrædda nótt, en hún hefur undanfarið búið hjá bróður sínum. Enginn er nú í haldi lögreglu vegna málsins. 21. ágúst 2010 19:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Morðrannsókn í Hafnarfirði: Fréttaskýring Hannes Þór Helgason keyrði einn heim til sín eftir að hafa skutlað kærustu sinni niður í miðbæ Reykjavíkur nóttina sem hann var myrtur á heimili sínu 22. ágúst 2010 18:50
Morð í Hafnarfirði: Karlmaður að nýju í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu vegna rannsóknarinnar á morðinu á Hannesi Helgasyni. 27. ágúst 2010 12:02
Morðrannsókn: Farið fram á gæsluvarðhald yfir grunuðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manni á þrítugsaldri sem er grunaður um morðið á Hannesi Þór Helgasyni sem var ráðinn bani 15 ágúst. 27. ágúst 2010 13:58
Morð í Hafnarfirði: Unnustan kom að hinum látna Rannsókn lögreglu á manndrápi sem átti sér stað í heimahúsi við Háaberg í Hafnarfirði í gær heldur áfram og er mjög umfangsmikil. Hinn látni hét Hannes Þór Helgason, fæddur árið 1973. 16. ágúst 2010 18:01
Morð í Hafnarfirði: Margir yfirheyrðir en óljóst um málsatvik Rannsókn á manndrápi í Hafnarfirði hefur verið í fullum gangi frá því tilkynnt var um atburðinn laust fyrir hádegi í gær en maður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu og hafði honum verið ráðinn bani með eggvopni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu vegna málsins um miðnætti í gær. Þá höfðu fjölmargir verið yfirheyrðir auk þess sem unnið hefur verið úr gögnum sem aflað var með tæknirannsókn á vettvangi. Þegar tilkynningin var send höfðu yfirheyrslurnar ekki enn leitt til þess að ljóst sé orðið um málsatvik. Rannsókn málsins heldur því áfram. 16. ágúst 2010 06:05
Morðrannsókn: Húsleit hjá grunuðum manni Húsleit var framkvæmd í gærkvöldi heima hjá grunuðum manni, sem var handtekinn og yfirheyrður vegna morðmálsins í Hafnarfirði stuttu eftir að morðið var framið. Þetta kemur fram á fréttamiðlinum Pressan.is. 27. ágúst 2010 10:45
Morðrannsókn: Tilviljun að Hannes var einn heima Tilviljun ein virðist hafa ráðið því að yngsta systir Hannesar Þórs Helgasonar sem myrtur var á heimili sínu um síðustu helgi, var ekki á heimilinu umrædda nótt, en hún hefur undanfarið búið hjá bróður sínum. Enginn er nú í haldi lögreglu vegna málsins. 21. ágúst 2010 19:00