Dagur og Jón funda um samstarf í dag 31. maí 2010 06:30 Samfylkingin og Besti flokkurinn hófu í gær viðræður um myndun meirihluta um stjórn Reykjavíkur. Fulltrúar flokkanna munu hittast aftur í dag. Besti flokkurinn hafði í gærkvöldi ekkert formlegt samband haft við Sjálfstæðisflokkinn og engir fundir voru fyrirhugaðir á milli þeirra. „Besti flokkurinn hafði samband og óskaði eftir viðræðum um myndun meirihluta," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. „Við erum bara á fyrstu metrunum í því." Jón Gnarr segir fundinn hafa verið óformlegan svo menn gætu séð hver framan í annan. Besti flokkurinn verði að fara í samstarf úr því að hann hafi ekki náð hreinum meirihluta. Jón gerir kröfu um borgarstjórastólinn, en það segist Dagur hins vegar ekki gera. Kosningarnar um helgina voru sögulegar víðar en í höfuðborginni. Á Akureyri fékk L-listi fólksins hreinan meirihluta, fyrstur flokka frá upphafi. Aðrir flokkar fengu einn fulltrúa hver. Í Kópavogi, þar sem sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafa ríkt í tuttugu ár, er nýr fjögurra flokka meirihluti svo gott sem kominn á koppinn án þeirra þátttöku. Þar hlutu tvö ný framboð brautargengi í kosningunum og komu hvort sínum manninum að í bæjarstjórn. Hreinn meirihluti Samfylkingarinnar féll í Hafnarfirði og bæjarstjórinn Lúðvík Geirsson, sem skipaði baráttusætið, náði ekki inn. Fulltrúi Vinstri grænna er í oddastöðu og vill að flokkarnir þrír, Samfylking, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur, starfi allir saman að stjórn bæjarins. Gömlu flokkarnir fjórir tapa allir fylgi frá sveitarstjórnarkosningunum 2006 ef litið er til þeirra sveitarfélaga þar sem þeir bjóða fram í eigin nafni. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor segir þetta vera áfall fyrir flokkana. Kosningar 2010 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira
Samfylkingin og Besti flokkurinn hófu í gær viðræður um myndun meirihluta um stjórn Reykjavíkur. Fulltrúar flokkanna munu hittast aftur í dag. Besti flokkurinn hafði í gærkvöldi ekkert formlegt samband haft við Sjálfstæðisflokkinn og engir fundir voru fyrirhugaðir á milli þeirra. „Besti flokkurinn hafði samband og óskaði eftir viðræðum um myndun meirihluta," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. „Við erum bara á fyrstu metrunum í því." Jón Gnarr segir fundinn hafa verið óformlegan svo menn gætu séð hver framan í annan. Besti flokkurinn verði að fara í samstarf úr því að hann hafi ekki náð hreinum meirihluta. Jón gerir kröfu um borgarstjórastólinn, en það segist Dagur hins vegar ekki gera. Kosningarnar um helgina voru sögulegar víðar en í höfuðborginni. Á Akureyri fékk L-listi fólksins hreinan meirihluta, fyrstur flokka frá upphafi. Aðrir flokkar fengu einn fulltrúa hver. Í Kópavogi, þar sem sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafa ríkt í tuttugu ár, er nýr fjögurra flokka meirihluti svo gott sem kominn á koppinn án þeirra þátttöku. Þar hlutu tvö ný framboð brautargengi í kosningunum og komu hvort sínum manninum að í bæjarstjórn. Hreinn meirihluti Samfylkingarinnar féll í Hafnarfirði og bæjarstjórinn Lúðvík Geirsson, sem skipaði baráttusætið, náði ekki inn. Fulltrúi Vinstri grænna er í oddastöðu og vill að flokkarnir þrír, Samfylking, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur, starfi allir saman að stjórn bæjarins. Gömlu flokkarnir fjórir tapa allir fylgi frá sveitarstjórnarkosningunum 2006 ef litið er til þeirra sveitarfélaga þar sem þeir bjóða fram í eigin nafni. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor segir þetta vera áfall fyrir flokkana.
Kosningar 2010 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira