Meistaramótið heppnaðist vel - Ekki fleiri náð EM lágmarki í 60 ár Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. júlí 2010 08:15 Frá mótinu í gær. Fréttablaðið/Arnþór Úrhellis rigning á laugardaginn setti strik í reikninginn á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalnum. Hún stríddi keppendum í nokkrum greinum en þó var mótið vel heppnað og fín tilþrif sáust. Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands segir að mikil og spennandi keppni hafi verið í mörgum greinum og að bætt aðstaða innanhúss sé að skila sér. Það á bæði við fleiri keppendur og betri árangur. „Það vantaði svolítið af okkar besta fólki. Ásdís Hjálmsdóttir er úti að keppa og Björgvin Víkingsson er við æfingar í Sviss þar sem hann er búsettur. Helga Margrét Þorsteinsdóttir gat ekki keppt vegna matareitrunar á laugardaginn en það segir sitt um hana að hún mætti seinni daginn og vann kúluvarpskeppnina," sagði Jónas. Að hans mati vann Þorsteinn Ingvason besta árangurinn í karlaflokki. „Hann stökk 7,62 metra í langstökkinu og var aðeins tveim sentimetrum frá því að jafna mótsmet Jóns Arnars Magnússonar, þrátt fyrir erfiðar aðstæður," sagði Jónas. Kristín Birna Ólafsdóttir vann besta árangurinn í kvennaflokki. „Hún sýndi hvað í henni býr núna og vann bæði 110 metra og 400 metra grindahlaupin. Hún fékk ekki nógu mikla keppni í 400 metra hlaupinu en hún er á réttri leið," sagði Jónas sem vildi sjá betri árangur í kúluvarpskeppninni. „En stundum er þetta svona, vogun vinnur vogun tapar." Ásdís, Björgvin, Þorsteinn, Helga Margrét og Kristín eru öll á leiðinni á Evrópumótið sem fer fram í Barcelona seinna í júlí. Auk þeirra náðu lágmarki þeir Bergur Ingi Pétursson sem varð Íslandsmeistari í sleggjukasti og Óðinn Björn Þorsteinsson sem varð Íslandsmeistari í kúluvarpi. „Bergur er að ná sér af meiðslum og er að komast á skrið. Hann er í kapphlaupi við tímann fyrir EM. Óðinn hefur ekki sýnt nægilegan stöðugleika en það er bara fínpússningaratriði," sagði Jónas. Að hans mati er stórbætt aðstaða að skila sér núna. „Sú kynslóð sem er að alast upp inni í þessari aðstöðu er núna að koma upp og að blómstra. Fjöldi iðkenda er líka á uppleið og það var mjög góð þátttaka á mótinu núna," sagði framkvæmdastjórinn. Sjömenningarnir sem náðu lágmarki fyrir EM er mesti fjöldi sem nær lágmarki síðan 1950 þegar níu Íslendingar kepptu. „Framtíðin er björt, þetta er mikið af ungu fólki og þá erum við líka að senda þrjár stelpur á HM U19 ára í Kanada þar sem Helga Margrét á góða möguleika á að komast á verðlaunapall," sagði Jónas. Innlendar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Sjá meira
Úrhellis rigning á laugardaginn setti strik í reikninginn á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalnum. Hún stríddi keppendum í nokkrum greinum en þó var mótið vel heppnað og fín tilþrif sáust. Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands segir að mikil og spennandi keppni hafi verið í mörgum greinum og að bætt aðstaða innanhúss sé að skila sér. Það á bæði við fleiri keppendur og betri árangur. „Það vantaði svolítið af okkar besta fólki. Ásdís Hjálmsdóttir er úti að keppa og Björgvin Víkingsson er við æfingar í Sviss þar sem hann er búsettur. Helga Margrét Þorsteinsdóttir gat ekki keppt vegna matareitrunar á laugardaginn en það segir sitt um hana að hún mætti seinni daginn og vann kúluvarpskeppnina," sagði Jónas. Að hans mati vann Þorsteinn Ingvason besta árangurinn í karlaflokki. „Hann stökk 7,62 metra í langstökkinu og var aðeins tveim sentimetrum frá því að jafna mótsmet Jóns Arnars Magnússonar, þrátt fyrir erfiðar aðstæður," sagði Jónas. Kristín Birna Ólafsdóttir vann besta árangurinn í kvennaflokki. „Hún sýndi hvað í henni býr núna og vann bæði 110 metra og 400 metra grindahlaupin. Hún fékk ekki nógu mikla keppni í 400 metra hlaupinu en hún er á réttri leið," sagði Jónas sem vildi sjá betri árangur í kúluvarpskeppninni. „En stundum er þetta svona, vogun vinnur vogun tapar." Ásdís, Björgvin, Þorsteinn, Helga Margrét og Kristín eru öll á leiðinni á Evrópumótið sem fer fram í Barcelona seinna í júlí. Auk þeirra náðu lágmarki þeir Bergur Ingi Pétursson sem varð Íslandsmeistari í sleggjukasti og Óðinn Björn Þorsteinsson sem varð Íslandsmeistari í kúluvarpi. „Bergur er að ná sér af meiðslum og er að komast á skrið. Hann er í kapphlaupi við tímann fyrir EM. Óðinn hefur ekki sýnt nægilegan stöðugleika en það er bara fínpússningaratriði," sagði Jónas. Að hans mati er stórbætt aðstaða að skila sér núna. „Sú kynslóð sem er að alast upp inni í þessari aðstöðu er núna að koma upp og að blómstra. Fjöldi iðkenda er líka á uppleið og það var mjög góð þátttaka á mótinu núna," sagði framkvæmdastjórinn. Sjömenningarnir sem náðu lágmarki fyrir EM er mesti fjöldi sem nær lágmarki síðan 1950 þegar níu Íslendingar kepptu. „Framtíðin er björt, þetta er mikið af ungu fólki og þá erum við líka að senda þrjár stelpur á HM U19 ára í Kanada þar sem Helga Margrét á góða möguleika á að komast á verðlaunapall," sagði Jónas.
Innlendar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Sjá meira