Obama lýsir yfir stríði gegn bankamönnum á Wall Street 22. janúar 2010 08:34 Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur lýst yfir stríði gegn bankamönnum á Wall Street. Obama kynnti í nótt fremur róttækar tillögur sínar um hvernig ætti að draga úr áhættu í starfsemi bankanna í Bandaríkjunum. Tillögur sem minna um margt á svokölluð Glass-Steagall lög sem sett voru í kjölfar kreppunnar 1930.Í fréttum um málið í erlendum fjölmiðlum segir að með tillögum sínum vonist Obama til að endurvinna glataðar vinsældir sínar. Tillögurnar ganga m.a. út á að takmarka stærð og umfang bankanna, draga úr áhættu í kringum framvirka samninga og skylda bankana til að liggja inni með meira af lausafé.Eftir að tillögur Obama lágu fyrir hríðféllu hlutabréf í þeim bönkum sem augljóslega verða mest fyrir barðinu á tillögum forsetans. Þannig lækkuðu hlutabréf í JPMorgan um 6% og hið sama gilti um Bank of America. Hlutir í Citigroup féllum um 5% og um 3% í Goldman Sachs.Stjórnmálamenn beggja vegna Atlantshafsins hafa fagnað tillögum Obama en sérfræðingar og greinendur gagnrýna þær harðlega. Tim Roberts sjóðsstjóri Cavendish Asset Management segir að árás á ..."hjarta og sál Wall Street er ekki svarið og mun ekki endilega koma í veg fyrir kreppur í framtíðinni." Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur lýst yfir stríði gegn bankamönnum á Wall Street. Obama kynnti í nótt fremur róttækar tillögur sínar um hvernig ætti að draga úr áhættu í starfsemi bankanna í Bandaríkjunum. Tillögur sem minna um margt á svokölluð Glass-Steagall lög sem sett voru í kjölfar kreppunnar 1930.Í fréttum um málið í erlendum fjölmiðlum segir að með tillögum sínum vonist Obama til að endurvinna glataðar vinsældir sínar. Tillögurnar ganga m.a. út á að takmarka stærð og umfang bankanna, draga úr áhættu í kringum framvirka samninga og skylda bankana til að liggja inni með meira af lausafé.Eftir að tillögur Obama lágu fyrir hríðféllu hlutabréf í þeim bönkum sem augljóslega verða mest fyrir barðinu á tillögum forsetans. Þannig lækkuðu hlutabréf í JPMorgan um 6% og hið sama gilti um Bank of America. Hlutir í Citigroup féllum um 5% og um 3% í Goldman Sachs.Stjórnmálamenn beggja vegna Atlantshafsins hafa fagnað tillögum Obama en sérfræðingar og greinendur gagnrýna þær harðlega. Tim Roberts sjóðsstjóri Cavendish Asset Management segir að árás á ..."hjarta og sál Wall Street er ekki svarið og mun ekki endilega koma í veg fyrir kreppur í framtíðinni."
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira