Stelpurnar okkar: Vonbrigði á vonbrigði ofan Hjalti Þór Hreinsson skrifar 23. ágúst 2010 08:00 Rakel var á hækjum eftir leikinn. Fréttablaðið/Daníel Íslensku stelpurnar voru súrar eftir tapið gegn Frökkum og vonbrigðin leyndu sér ekki. Guðbjörg Gunnarsdóttir spilaði í markinu og fannst leikurinn nokkuð góður. „Við lögðum upp með að spila hápressu og það var óheppni að byrja með vindinum. Hann var mjög stífur en svo lægði nánast í seinni hálfleik. Auðvitað hafði það áhrif. Við ætluðum að reyna að skora þrjú mörk en skoruðu ekkert og auðvitað eru það vonbrigði. Þó að við hefðum haldið hreinu hefði það ekki skipt máli. Ég veit ekki hvort það sé hægt að tala um að við höfum brugðist, Frakkar eru með svo gott lið. En auðvitað bregðumst við ef við töpum heima, hér á enginn að vinna okkur," sagði Guðbjörg. Hún fékk á sig mark þegar Frakkar fundu hana í einskinsmannslandi. „Ég átti að spila mjög framarlega, sem aftasti varnarmaður í rauninni. Það gerði ég. Þegar svona bolti kemur innfyrir stoppar vindurinn hann stundum og það gerðist þegar þær skoruðu. Ég ætlaði í boltann en hætti við og þá var ég bara of framarlega," sagði markmaðurinn. Rakel Hönnudóttir fór af velli í hálfleik eftir að hafa spilað vel sem hægri bakvörður. „Auðvitað eru þetta vonbrigði fyrir okkur. Við vorum að spila nokkuð vel og þetta var bara ágætt hjá okkur. Við fengum hálffæri sem við hefðum getað nýtt betur," sagði Rakel sem kann ágætlega við sig í „nýju" stöðunni. „Þetta er ágætt, þetta er fjórði leikurinn sem ég spila þarna svo ég er ekkert rosalega reynd. En þetta voru ekki sterkustu andstæðingarnir sem ég hef mætt." Sif Atladóttir fannst íslenska liðið spila mjög vel. „Markmaður þeirra varði nokkrum sinnum frábærlega. Það vantaði herslumuninn hjá okkur og þetta er alveg ógeðslega leiðinlegt. En svona er fótboltinn. Stuðningur áhorfenda var frábær líka. Þetta er mjög sárt en við sýndum að við eigum heima þarna á meðal þeirra bestu. Það eru ekki allir sem standa svona vel í Frökkunum," sagði Sif. Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Íslensku stelpurnar voru súrar eftir tapið gegn Frökkum og vonbrigðin leyndu sér ekki. Guðbjörg Gunnarsdóttir spilaði í markinu og fannst leikurinn nokkuð góður. „Við lögðum upp með að spila hápressu og það var óheppni að byrja með vindinum. Hann var mjög stífur en svo lægði nánast í seinni hálfleik. Auðvitað hafði það áhrif. Við ætluðum að reyna að skora þrjú mörk en skoruðu ekkert og auðvitað eru það vonbrigði. Þó að við hefðum haldið hreinu hefði það ekki skipt máli. Ég veit ekki hvort það sé hægt að tala um að við höfum brugðist, Frakkar eru með svo gott lið. En auðvitað bregðumst við ef við töpum heima, hér á enginn að vinna okkur," sagði Guðbjörg. Hún fékk á sig mark þegar Frakkar fundu hana í einskinsmannslandi. „Ég átti að spila mjög framarlega, sem aftasti varnarmaður í rauninni. Það gerði ég. Þegar svona bolti kemur innfyrir stoppar vindurinn hann stundum og það gerðist þegar þær skoruðu. Ég ætlaði í boltann en hætti við og þá var ég bara of framarlega," sagði markmaðurinn. Rakel Hönnudóttir fór af velli í hálfleik eftir að hafa spilað vel sem hægri bakvörður. „Auðvitað eru þetta vonbrigði fyrir okkur. Við vorum að spila nokkuð vel og þetta var bara ágætt hjá okkur. Við fengum hálffæri sem við hefðum getað nýtt betur," sagði Rakel sem kann ágætlega við sig í „nýju" stöðunni. „Þetta er ágætt, þetta er fjórði leikurinn sem ég spila þarna svo ég er ekkert rosalega reynd. En þetta voru ekki sterkustu andstæðingarnir sem ég hef mætt." Sif Atladóttir fannst íslenska liðið spila mjög vel. „Markmaður þeirra varði nokkrum sinnum frábærlega. Það vantaði herslumuninn hjá okkur og þetta er alveg ógeðslega leiðinlegt. En svona er fótboltinn. Stuðningur áhorfenda var frábær líka. Þetta er mjög sárt en við sýndum að við eigum heima þarna á meðal þeirra bestu. Það eru ekki allir sem standa svona vel í Frökkunum," sagði Sif.
Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira