Kæri borgarstjóri - göngugata, ekki göngugata, göngugata? 21. ágúst 2010 06:00 Hvað er ráðandi við götumynd miðborgarinnar í dag? Eru það falleg hús eða mannlífið ? Eða er það kannski bíllinn sem er ráðandi í dag? Þú hefur á Facebook spurt spurninga varðandi lokun Austurstrætis fyrir bílaumferð og svokölluð "Shared space" sem bendir til að þú hafir áhuga á að breyta til og láta húsin og mannlífið vera ráðandi. Mig langar því að spyrja þig hvernig þú sérð samgöngumál í miðborginni fyrir þér eftir 5 ár, eða 10 ár eða jafnvel 20 ár? Það er nefnilega skemmtilegt verkefni að vinna að framtíðarsýn en að sama skapi vandast oft málið þegar þarf að ná framtíðarsýninni niður á malbikið. Þá er oft freistandi að fara út í tímabundnar tilraunir, loka Austurstræti í hálft ár eða prufa hjólastíg í mánuð því þú vilt sjá hver viðbrögðin verða. Slíkar tilraunir eru því miður oft dæmdar til að mistakast því það vantar heildstæða áætlun til að styðja við breytingarnar og fólk leitar þvi aftur í sama farið. Til að tosa framtíðarsýnina niður á jörðina þarf verkfæri og slíkt verkfæri kallast samgönguáætlun. Í dag finnst samgönguáætlun fyrir Ísland í heild sinni en þegar kemur að nærumhverfinu hefur ekki tíðkast að gera samönguáætlanir á Íslandi. Það er hins vegar til deiliskipulag og svæðisskipulag en þegar þáttur samgangna er nefndur er yfirleitt skautað léttilega yfir með setningum um að stuðla eigi að sjálfbærum samgöngum án mikilla útskýringa um hvernig ná eigi því markmiði. Hér í Danmörku hef ég verið svo heppin að fá að vinna að samgönguáætlunum fyrir nokkra danska bæi og ég get fullyrt að þó svo að danir séu ekki "rassgat ligeglad", svo vísað sé í frægt uppistand þitt, að þá eru þeir miklir sérfræðingar í að skipuleggja samgöngur og skapa göturými, torg og miðbæi sem eru hugguleg og fólk sækist eftir að njóta. Þá er ég ekki bara að tala um borgina Kaupmannahöfn heldur hina ýmsu smábæi um alla Danmörku. Ég get t.d. bent á bæina Haderslev og Viborg á Jótlandi sem eru 22 þús og 35 þús manna bæir sem hafa látið vinna metnaðarfullar samönguáætlanir fyrir miðbæi sína. Til að gera góða samgönguáætlun þarf fyrir það fyrsta að liggja fyrir framtíðarsýn ásamt yfirliti yfir stöðu samgangna í miðborginni í dag. Hvar eru vandamál, hvað er gott og hvað þarf að breyta. Það þarf að kortleggja umferðina (gangandi, hjólandi, strætóandi og akandi) og fá upplýsingar um fjölda vegfarenda. Aðrar upplýsingar sem þarf er t.d. magn þungrar umferðar, aksturshraði, slysastaðir og afkastageta gatnakerfis. Bílastæði eru síðan efni í heila grein en sú hugmynd sem flestir danskir bæir vinna með þegar kemur að bílastæðum er að þau séu utan við göngugötukjarnann og helst með beinni tengingu út á stærri vegi. Maður vill síður að bærinn sé fullur af bílum sem eru þræðandi allar götur leitandi að bílastæðum. Síðan má ekki vanmeta mannlega þáttinn. Það finnast oft á tíðum staðir sem fólk forðast eins og heitan eldinn því það upplifir öryggisleysi þrátt fyrir að staðurinn sé kannski tæknilega öruggur. Þegar búið er að ná utan um upplýsingarnar er hægt að reikna út áhrif af breyttu samgöngumynstri í miðborginni og síðast en ekki síst búa til verkefnabækling þar sem listað er nákvæmlega hvaða verkefni þarf að vinna til að framtíðarsýnin verði að veruleika. Ég vona að þú berir gæfu til að kynna þér þessi mál nánar því það þarf ekki bara kjark til að ráðast í breytingar heldur líka góðar upplýsingar. Það er líka varla hægt annað en undrast yfir því að það finnist engin göngugata í Reykjavík þegar maður lítur á tölur frá ýmsum bæjum í Danmörku: DANMÖRK Haderslev - 22 þús íbúar - göngugata 0,7 km Viborg - 35 þús íbúar - göngugata 1 km Esbjerg - 72 þús íbúar - göngugata 1 km Odense - 166 þús íbúar - göngugata 2,3 km Árósar - 243 þús íbúar - göngugata 2 km ÍSLAND Austurstræti að Kvos 0,25 km Skólavörðustígur 0,5 km Laugavegur 1 km Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Hvað er ráðandi við götumynd miðborgarinnar í dag? Eru það falleg hús eða mannlífið ? Eða er það kannski bíllinn sem er ráðandi í dag? Þú hefur á Facebook spurt spurninga varðandi lokun Austurstrætis fyrir bílaumferð og svokölluð "Shared space" sem bendir til að þú hafir áhuga á að breyta til og láta húsin og mannlífið vera ráðandi. Mig langar því að spyrja þig hvernig þú sérð samgöngumál í miðborginni fyrir þér eftir 5 ár, eða 10 ár eða jafnvel 20 ár? Það er nefnilega skemmtilegt verkefni að vinna að framtíðarsýn en að sama skapi vandast oft málið þegar þarf að ná framtíðarsýninni niður á malbikið. Þá er oft freistandi að fara út í tímabundnar tilraunir, loka Austurstræti í hálft ár eða prufa hjólastíg í mánuð því þú vilt sjá hver viðbrögðin verða. Slíkar tilraunir eru því miður oft dæmdar til að mistakast því það vantar heildstæða áætlun til að styðja við breytingarnar og fólk leitar þvi aftur í sama farið. Til að tosa framtíðarsýnina niður á jörðina þarf verkfæri og slíkt verkfæri kallast samgönguáætlun. Í dag finnst samgönguáætlun fyrir Ísland í heild sinni en þegar kemur að nærumhverfinu hefur ekki tíðkast að gera samönguáætlanir á Íslandi. Það er hins vegar til deiliskipulag og svæðisskipulag en þegar þáttur samgangna er nefndur er yfirleitt skautað léttilega yfir með setningum um að stuðla eigi að sjálfbærum samgöngum án mikilla útskýringa um hvernig ná eigi því markmiði. Hér í Danmörku hef ég verið svo heppin að fá að vinna að samgönguáætlunum fyrir nokkra danska bæi og ég get fullyrt að þó svo að danir séu ekki "rassgat ligeglad", svo vísað sé í frægt uppistand þitt, að þá eru þeir miklir sérfræðingar í að skipuleggja samgöngur og skapa göturými, torg og miðbæi sem eru hugguleg og fólk sækist eftir að njóta. Þá er ég ekki bara að tala um borgina Kaupmannahöfn heldur hina ýmsu smábæi um alla Danmörku. Ég get t.d. bent á bæina Haderslev og Viborg á Jótlandi sem eru 22 þús og 35 þús manna bæir sem hafa látið vinna metnaðarfullar samönguáætlanir fyrir miðbæi sína. Til að gera góða samgönguáætlun þarf fyrir það fyrsta að liggja fyrir framtíðarsýn ásamt yfirliti yfir stöðu samgangna í miðborginni í dag. Hvar eru vandamál, hvað er gott og hvað þarf að breyta. Það þarf að kortleggja umferðina (gangandi, hjólandi, strætóandi og akandi) og fá upplýsingar um fjölda vegfarenda. Aðrar upplýsingar sem þarf er t.d. magn þungrar umferðar, aksturshraði, slysastaðir og afkastageta gatnakerfis. Bílastæði eru síðan efni í heila grein en sú hugmynd sem flestir danskir bæir vinna með þegar kemur að bílastæðum er að þau séu utan við göngugötukjarnann og helst með beinni tengingu út á stærri vegi. Maður vill síður að bærinn sé fullur af bílum sem eru þræðandi allar götur leitandi að bílastæðum. Síðan má ekki vanmeta mannlega þáttinn. Það finnast oft á tíðum staðir sem fólk forðast eins og heitan eldinn því það upplifir öryggisleysi þrátt fyrir að staðurinn sé kannski tæknilega öruggur. Þegar búið er að ná utan um upplýsingarnar er hægt að reikna út áhrif af breyttu samgöngumynstri í miðborginni og síðast en ekki síst búa til verkefnabækling þar sem listað er nákvæmlega hvaða verkefni þarf að vinna til að framtíðarsýnin verði að veruleika. Ég vona að þú berir gæfu til að kynna þér þessi mál nánar því það þarf ekki bara kjark til að ráðast í breytingar heldur líka góðar upplýsingar. Það er líka varla hægt annað en undrast yfir því að það finnist engin göngugata í Reykjavík þegar maður lítur á tölur frá ýmsum bæjum í Danmörku: DANMÖRK Haderslev - 22 þús íbúar - göngugata 0,7 km Viborg - 35 þús íbúar - göngugata 1 km Esbjerg - 72 þús íbúar - göngugata 1 km Odense - 166 þús íbúar - göngugata 2,3 km Árósar - 243 þús íbúar - göngugata 2 km ÍSLAND Austurstræti að Kvos 0,25 km Skólavörðustígur 0,5 km Laugavegur 1 km
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun