Kæri borgarstjóri - göngugata, ekki göngugata, göngugata? 21. ágúst 2010 06:00 Hvað er ráðandi við götumynd miðborgarinnar í dag? Eru það falleg hús eða mannlífið ? Eða er það kannski bíllinn sem er ráðandi í dag? Þú hefur á Facebook spurt spurninga varðandi lokun Austurstrætis fyrir bílaumferð og svokölluð "Shared space" sem bendir til að þú hafir áhuga á að breyta til og láta húsin og mannlífið vera ráðandi. Mig langar því að spyrja þig hvernig þú sérð samgöngumál í miðborginni fyrir þér eftir 5 ár, eða 10 ár eða jafnvel 20 ár? Það er nefnilega skemmtilegt verkefni að vinna að framtíðarsýn en að sama skapi vandast oft málið þegar þarf að ná framtíðarsýninni niður á malbikið. Þá er oft freistandi að fara út í tímabundnar tilraunir, loka Austurstræti í hálft ár eða prufa hjólastíg í mánuð því þú vilt sjá hver viðbrögðin verða. Slíkar tilraunir eru því miður oft dæmdar til að mistakast því það vantar heildstæða áætlun til að styðja við breytingarnar og fólk leitar þvi aftur í sama farið. Til að tosa framtíðarsýnina niður á jörðina þarf verkfæri og slíkt verkfæri kallast samgönguáætlun. Í dag finnst samgönguáætlun fyrir Ísland í heild sinni en þegar kemur að nærumhverfinu hefur ekki tíðkast að gera samönguáætlanir á Íslandi. Það er hins vegar til deiliskipulag og svæðisskipulag en þegar þáttur samgangna er nefndur er yfirleitt skautað léttilega yfir með setningum um að stuðla eigi að sjálfbærum samgöngum án mikilla útskýringa um hvernig ná eigi því markmiði. Hér í Danmörku hef ég verið svo heppin að fá að vinna að samgönguáætlunum fyrir nokkra danska bæi og ég get fullyrt að þó svo að danir séu ekki "rassgat ligeglad", svo vísað sé í frægt uppistand þitt, að þá eru þeir miklir sérfræðingar í að skipuleggja samgöngur og skapa göturými, torg og miðbæi sem eru hugguleg og fólk sækist eftir að njóta. Þá er ég ekki bara að tala um borgina Kaupmannahöfn heldur hina ýmsu smábæi um alla Danmörku. Ég get t.d. bent á bæina Haderslev og Viborg á Jótlandi sem eru 22 þús og 35 þús manna bæir sem hafa látið vinna metnaðarfullar samönguáætlanir fyrir miðbæi sína. Til að gera góða samgönguáætlun þarf fyrir það fyrsta að liggja fyrir framtíðarsýn ásamt yfirliti yfir stöðu samgangna í miðborginni í dag. Hvar eru vandamál, hvað er gott og hvað þarf að breyta. Það þarf að kortleggja umferðina (gangandi, hjólandi, strætóandi og akandi) og fá upplýsingar um fjölda vegfarenda. Aðrar upplýsingar sem þarf er t.d. magn þungrar umferðar, aksturshraði, slysastaðir og afkastageta gatnakerfis. Bílastæði eru síðan efni í heila grein en sú hugmynd sem flestir danskir bæir vinna með þegar kemur að bílastæðum er að þau séu utan við göngugötukjarnann og helst með beinni tengingu út á stærri vegi. Maður vill síður að bærinn sé fullur af bílum sem eru þræðandi allar götur leitandi að bílastæðum. Síðan má ekki vanmeta mannlega þáttinn. Það finnast oft á tíðum staðir sem fólk forðast eins og heitan eldinn því það upplifir öryggisleysi þrátt fyrir að staðurinn sé kannski tæknilega öruggur. Þegar búið er að ná utan um upplýsingarnar er hægt að reikna út áhrif af breyttu samgöngumynstri í miðborginni og síðast en ekki síst búa til verkefnabækling þar sem listað er nákvæmlega hvaða verkefni þarf að vinna til að framtíðarsýnin verði að veruleika. Ég vona að þú berir gæfu til að kynna þér þessi mál nánar því það þarf ekki bara kjark til að ráðast í breytingar heldur líka góðar upplýsingar. Það er líka varla hægt annað en undrast yfir því að það finnist engin göngugata í Reykjavík þegar maður lítur á tölur frá ýmsum bæjum í Danmörku: DANMÖRK Haderslev - 22 þús íbúar - göngugata 0,7 km Viborg - 35 þús íbúar - göngugata 1 km Esbjerg - 72 þús íbúar - göngugata 1 km Odense - 166 þús íbúar - göngugata 2,3 km Árósar - 243 þús íbúar - göngugata 2 km ÍSLAND Austurstræti að Kvos 0,25 km Skólavörðustígur 0,5 km Laugavegur 1 km Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Hvað er ráðandi við götumynd miðborgarinnar í dag? Eru það falleg hús eða mannlífið ? Eða er það kannski bíllinn sem er ráðandi í dag? Þú hefur á Facebook spurt spurninga varðandi lokun Austurstrætis fyrir bílaumferð og svokölluð "Shared space" sem bendir til að þú hafir áhuga á að breyta til og láta húsin og mannlífið vera ráðandi. Mig langar því að spyrja þig hvernig þú sérð samgöngumál í miðborginni fyrir þér eftir 5 ár, eða 10 ár eða jafnvel 20 ár? Það er nefnilega skemmtilegt verkefni að vinna að framtíðarsýn en að sama skapi vandast oft málið þegar þarf að ná framtíðarsýninni niður á malbikið. Þá er oft freistandi að fara út í tímabundnar tilraunir, loka Austurstræti í hálft ár eða prufa hjólastíg í mánuð því þú vilt sjá hver viðbrögðin verða. Slíkar tilraunir eru því miður oft dæmdar til að mistakast því það vantar heildstæða áætlun til að styðja við breytingarnar og fólk leitar þvi aftur í sama farið. Til að tosa framtíðarsýnina niður á jörðina þarf verkfæri og slíkt verkfæri kallast samgönguáætlun. Í dag finnst samgönguáætlun fyrir Ísland í heild sinni en þegar kemur að nærumhverfinu hefur ekki tíðkast að gera samönguáætlanir á Íslandi. Það er hins vegar til deiliskipulag og svæðisskipulag en þegar þáttur samgangna er nefndur er yfirleitt skautað léttilega yfir með setningum um að stuðla eigi að sjálfbærum samgöngum án mikilla útskýringa um hvernig ná eigi því markmiði. Hér í Danmörku hef ég verið svo heppin að fá að vinna að samgönguáætlunum fyrir nokkra danska bæi og ég get fullyrt að þó svo að danir séu ekki "rassgat ligeglad", svo vísað sé í frægt uppistand þitt, að þá eru þeir miklir sérfræðingar í að skipuleggja samgöngur og skapa göturými, torg og miðbæi sem eru hugguleg og fólk sækist eftir að njóta. Þá er ég ekki bara að tala um borgina Kaupmannahöfn heldur hina ýmsu smábæi um alla Danmörku. Ég get t.d. bent á bæina Haderslev og Viborg á Jótlandi sem eru 22 þús og 35 þús manna bæir sem hafa látið vinna metnaðarfullar samönguáætlanir fyrir miðbæi sína. Til að gera góða samgönguáætlun þarf fyrir það fyrsta að liggja fyrir framtíðarsýn ásamt yfirliti yfir stöðu samgangna í miðborginni í dag. Hvar eru vandamál, hvað er gott og hvað þarf að breyta. Það þarf að kortleggja umferðina (gangandi, hjólandi, strætóandi og akandi) og fá upplýsingar um fjölda vegfarenda. Aðrar upplýsingar sem þarf er t.d. magn þungrar umferðar, aksturshraði, slysastaðir og afkastageta gatnakerfis. Bílastæði eru síðan efni í heila grein en sú hugmynd sem flestir danskir bæir vinna með þegar kemur að bílastæðum er að þau séu utan við göngugötukjarnann og helst með beinni tengingu út á stærri vegi. Maður vill síður að bærinn sé fullur af bílum sem eru þræðandi allar götur leitandi að bílastæðum. Síðan má ekki vanmeta mannlega þáttinn. Það finnast oft á tíðum staðir sem fólk forðast eins og heitan eldinn því það upplifir öryggisleysi þrátt fyrir að staðurinn sé kannski tæknilega öruggur. Þegar búið er að ná utan um upplýsingarnar er hægt að reikna út áhrif af breyttu samgöngumynstri í miðborginni og síðast en ekki síst búa til verkefnabækling þar sem listað er nákvæmlega hvaða verkefni þarf að vinna til að framtíðarsýnin verði að veruleika. Ég vona að þú berir gæfu til að kynna þér þessi mál nánar því það þarf ekki bara kjark til að ráðast í breytingar heldur líka góðar upplýsingar. Það er líka varla hægt annað en undrast yfir því að það finnist engin göngugata í Reykjavík þegar maður lítur á tölur frá ýmsum bæjum í Danmörku: DANMÖRK Haderslev - 22 þús íbúar - göngugata 0,7 km Viborg - 35 þús íbúar - göngugata 1 km Esbjerg - 72 þús íbúar - göngugata 1 km Odense - 166 þús íbúar - göngugata 2,3 km Árósar - 243 þús íbúar - göngugata 2 km ÍSLAND Austurstræti að Kvos 0,25 km Skólavörðustígur 0,5 km Laugavegur 1 km
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun