Heimssögulegur fundur í Lissabon Össur Skarphéðinsson skrifar 23. nóvember 2010 06:00 Leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Lissabon um helgina verður lengi minnst, ekki bara fyrir hina nýju grunnstefnu heldur einnig þeirrar sögulegu ákvörðunar Rússa að taka höndum saman við bandalagsþjóðirnar um margvíslegt samstarf að sameiginlegum hagsmunum. Medvedev, forseti Rússlands, vísaði sérstaklega til nýju grunnstefnunnar, þar sem segir skýrt, að Atlantshafsbandalagið sé ekki ógn við Rússland. Praktísk nálgun hans birtist vel í umræðum, þar sem hann sagði að torfærur yrðu á leiðinni, og einstakar þjóðir kynnu að móðgast hver við aðra enda ekki hægt að fjarlægja söguna. Þjóðirnar ættu þrátt fyrir það að halda saman á leiðarenda nýs og árangursríks samstarfs. Í umræðum leiðtoganna kom skýrt fram það viðhorf margra þjóða, að Rússar og bandalagsþjóðirnar eigi í höggi við sameiginlegar ógnir. Þar voru efst á baugi hermdarverk, sem í dag eru mesta ógnun við stöðugleika og frið í okkar heimshluta, sjórán, sem nú færast í vöxt, netógnir sem lamað geta fjarskipti og þarmeð viðbúnaðarkerfi þjóða, auk hamfara af náttúrlegum völdum, eða manna. Sarkozy, Frakklandsforseti, kvað skýrt að orði, og sagði að mesta sameiginlega ógnin við Rússland og þjóðir Atlantshafsbandalagsins stafaði af framferði ofbeldisfullra múslímskra öfgasamtaka. Eitt af því sem Rússar vilja eiga samstarf við bandalagsþjóðirnar að uppfylltum skilyrðum er gerbreytt skotflaugavarnakerfi, sem á að verjast hugsanlegri ógn frá þeim 27 þjóðum, sem taldar eru búa yfir skotflaugum sem gætu á átakatímum ógnað íbúum Vesturlanda, og Rússa. Nokkrir þjóðarleiðtoganna hikuðu ekki við að nefna þar sérstaklega Íran og Sýrland. Uppbygging og staðsetning kerfisins verður samkvæmt sameiginlegri ákvörðun hagað með það í huga. Þetta kerfi er gerólíkt því sem Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseti lagði upp með, sem sést best á því að í stað þess að Rússar líti á það sem ógn við sig, vilji þeir vera með. Þjóðir eins og Norðmenn, Þjóðverjar, Lúxemborgarar, auk Íslendinga sem hafa verið tregir í stuðningi við skotflaugavarnir, telja kerfið draga úr vægi kjarnavopna, og geta því ýtt undir hraðari afvopnun á því sviði. Einstakar þjóðir innan bandalagsins halda enn fram gildi kjarnavopnafælingar, en engum dylst þó að hin nýja grunnstefna markar þáttaskil að því leyti, að þar er sagt afdráttarlaust að stefnt skuli að heimi án kjarnavopna, og hefur slík yfirlýsing aldrei fyrr verið birt jafn afdráttarlaust í stefnu Atlantshafsbandalagsins. Annað nýmæli felst einnig í sterkri áherslu á mannréttindi og alþjóðalög hvað varðar starfsemi bandalagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Lissabon um helgina verður lengi minnst, ekki bara fyrir hina nýju grunnstefnu heldur einnig þeirrar sögulegu ákvörðunar Rússa að taka höndum saman við bandalagsþjóðirnar um margvíslegt samstarf að sameiginlegum hagsmunum. Medvedev, forseti Rússlands, vísaði sérstaklega til nýju grunnstefnunnar, þar sem segir skýrt, að Atlantshafsbandalagið sé ekki ógn við Rússland. Praktísk nálgun hans birtist vel í umræðum, þar sem hann sagði að torfærur yrðu á leiðinni, og einstakar þjóðir kynnu að móðgast hver við aðra enda ekki hægt að fjarlægja söguna. Þjóðirnar ættu þrátt fyrir það að halda saman á leiðarenda nýs og árangursríks samstarfs. Í umræðum leiðtoganna kom skýrt fram það viðhorf margra þjóða, að Rússar og bandalagsþjóðirnar eigi í höggi við sameiginlegar ógnir. Þar voru efst á baugi hermdarverk, sem í dag eru mesta ógnun við stöðugleika og frið í okkar heimshluta, sjórán, sem nú færast í vöxt, netógnir sem lamað geta fjarskipti og þarmeð viðbúnaðarkerfi þjóða, auk hamfara af náttúrlegum völdum, eða manna. Sarkozy, Frakklandsforseti, kvað skýrt að orði, og sagði að mesta sameiginlega ógnin við Rússland og þjóðir Atlantshafsbandalagsins stafaði af framferði ofbeldisfullra múslímskra öfgasamtaka. Eitt af því sem Rússar vilja eiga samstarf við bandalagsþjóðirnar að uppfylltum skilyrðum er gerbreytt skotflaugavarnakerfi, sem á að verjast hugsanlegri ógn frá þeim 27 þjóðum, sem taldar eru búa yfir skotflaugum sem gætu á átakatímum ógnað íbúum Vesturlanda, og Rússa. Nokkrir þjóðarleiðtoganna hikuðu ekki við að nefna þar sérstaklega Íran og Sýrland. Uppbygging og staðsetning kerfisins verður samkvæmt sameiginlegri ákvörðun hagað með það í huga. Þetta kerfi er gerólíkt því sem Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseti lagði upp með, sem sést best á því að í stað þess að Rússar líti á það sem ógn við sig, vilji þeir vera með. Þjóðir eins og Norðmenn, Þjóðverjar, Lúxemborgarar, auk Íslendinga sem hafa verið tregir í stuðningi við skotflaugavarnir, telja kerfið draga úr vægi kjarnavopna, og geta því ýtt undir hraðari afvopnun á því sviði. Einstakar þjóðir innan bandalagsins halda enn fram gildi kjarnavopnafælingar, en engum dylst þó að hin nýja grunnstefna markar þáttaskil að því leyti, að þar er sagt afdráttarlaust að stefnt skuli að heimi án kjarnavopna, og hefur slík yfirlýsing aldrei fyrr verið birt jafn afdráttarlaust í stefnu Atlantshafsbandalagsins. Annað nýmæli felst einnig í sterkri áherslu á mannréttindi og alþjóðalög hvað varðar starfsemi bandalagsins.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun