Bloomberg: Ísland á ekki að borga Icesaveskuld 2. mars 2010 08:54 Matthew Lynn dálkahöfundur á Bloomberg fréttaveitunni segir að Íslendingar eigi ekki að borga Icesaveskuldina. Í ítarlegri grein fjallar Lynn um fjórar ástæður fyrir þessari skoðun sinni.Lynn hvetur Íslendinga til þess að senda heiminum skilaboð í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn kemur. Þau eru: „Getum ekki borgað, munum ekki borga svo þið getið hoppað í hafið (so go take a hike).Lynn segir að það sé engin ástæða til þess að Íslendingar greiði Icesaveskuldin, þvert á móti séu gildar ástæður fyrir því að gera slíkt ekki.Í fyrsta lagi stofnaði almenningur á Íslandi ekki til þessarar skuldar. Það voru nokkrir villtir bankamenn sem tóku brjálaða og óábyrga áhættu. Enginn fékk tækifæri til að kjósa um hvort íslensku bankarnir ættu að blása út um allan heim.Í öðru lagi liggur sökin jafn mikið hjá Bretum og Hollendingum. Þeir leyfðu íslensku bönkunum að starfa í löndum sínum. Þeir tóku síðan ákvörðun um að borga innistæðueigendum. Ef stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi eru ábyrg að hluta til eiga þau að bera hluta af kostnaðinum.Í þriðja lagi liggur sökin hjá innistæðueigendunum sjálfum eins og hverjum öðrum. Þeir settu fé sitt í íslensku bankanna sem borguðu hærri vexti en nokkrir aðrir. Og samt þarftu aðeins greindarvísitölu upp á 10 til að vita að hærri ávinningur þýðir meiri áhætta. „Það var heimskuleg ákvörðun þeirrra að setja fé sitt inn í þessa banka og það er engin ástæða til að vernda þá fyrir afleiðingum þessarar slæmu dómgreindar," segir Lynn.Í fjórða lagi er skuldabyrðin of íþyngjandi fyrir Íslendinga. Hún mun sliga þjóðina í heila kynslóð. Ísland þarf að endurbyggja sig eftir hrunið og þarf á öllu sínu fé að halda til að slíkt takist.Í lok segir Lynn svo að Íslendingar ættu að senda frá sér þau skýru skilaboð að þeir sköpuðu ekki þetta vandamál og það er ástæðulaust að almenningur borgi fyrir það. Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Matthew Lynn dálkahöfundur á Bloomberg fréttaveitunni segir að Íslendingar eigi ekki að borga Icesaveskuldina. Í ítarlegri grein fjallar Lynn um fjórar ástæður fyrir þessari skoðun sinni.Lynn hvetur Íslendinga til þess að senda heiminum skilaboð í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn kemur. Þau eru: „Getum ekki borgað, munum ekki borga svo þið getið hoppað í hafið (so go take a hike).Lynn segir að það sé engin ástæða til þess að Íslendingar greiði Icesaveskuldin, þvert á móti séu gildar ástæður fyrir því að gera slíkt ekki.Í fyrsta lagi stofnaði almenningur á Íslandi ekki til þessarar skuldar. Það voru nokkrir villtir bankamenn sem tóku brjálaða og óábyrga áhættu. Enginn fékk tækifæri til að kjósa um hvort íslensku bankarnir ættu að blása út um allan heim.Í öðru lagi liggur sökin jafn mikið hjá Bretum og Hollendingum. Þeir leyfðu íslensku bönkunum að starfa í löndum sínum. Þeir tóku síðan ákvörðun um að borga innistæðueigendum. Ef stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi eru ábyrg að hluta til eiga þau að bera hluta af kostnaðinum.Í þriðja lagi liggur sökin hjá innistæðueigendunum sjálfum eins og hverjum öðrum. Þeir settu fé sitt í íslensku bankanna sem borguðu hærri vexti en nokkrir aðrir. Og samt þarftu aðeins greindarvísitölu upp á 10 til að vita að hærri ávinningur þýðir meiri áhætta. „Það var heimskuleg ákvörðun þeirrra að setja fé sitt inn í þessa banka og það er engin ástæða til að vernda þá fyrir afleiðingum þessarar slæmu dómgreindar," segir Lynn.Í fjórða lagi er skuldabyrðin of íþyngjandi fyrir Íslendinga. Hún mun sliga þjóðina í heila kynslóð. Ísland þarf að endurbyggja sig eftir hrunið og þarf á öllu sínu fé að halda til að slíkt takist.Í lok segir Lynn svo að Íslendingar ættu að senda frá sér þau skýru skilaboð að þeir sköpuðu ekki þetta vandamál og það er ástæðulaust að almenningur borgi fyrir það.
Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira