Við samningslok liggja kostirnir skýrt fyrir 23. október 2010 06:00 Pallborðið Samtökin Sterkara Ísland sem vinna að aðild Íslands að ESB stóðu fyrir fundi í Iðnó. Fréttablaðið/GVA Samstaða var um að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB) og að þingmenn kysu um niðurstöðuna, í pallborði og hjá frummælendum á nýafstaðinni morgunráðstefnu samtakanna Sterkara Ísland. Pallborðið skipuðu Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Guðlaugur og Katrín kváðust bæði á móti aðild, en Valgerður er henni fylgjandi. Öll töldu þau mikilvægt að færa umræðu um aðild að ESB í málefnalegra horf og vinna að því að tryggja gagnsætt samningaferli. Guðlaugur Þór taldi málið líklegt til þess að skilja eftir sig djúp sár hjá þjóðinni, sár sem gengju jafnvel þvert á flokka og fjölskyldur. Til að draga úr sárindum taldi hann skynsamlegt að setja samningaferlinu tímamörk og kvaðst vilja fá að sjá dagsetningu um hvenær kosið yrði um aðild. Þá sagðist hann óttast að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar létu aðra hagsmuni víkja fyrir áhuga sínum á að ganga í ESB. Í framsögu lýsti Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, efasemdum um inngöngu í ESB, en sagðist þó vilja klára ferlið sem hafið væri. „Mín skoðun er sú að betra sé að fyrir liggi samningur, enda liggi þá skýrt fyrir hverjir kostirnir eru," sagði hún. Þá sagðist G. Valdimar Valdimarsson, formaður alþjóðanefndar Framsóknarflokksins, ekki trúa því að framsóknarmenn, sjálfstæðismenn og vinstri grænir væru tilbúnir að treysta Samfylkingu og embættismönnum fyrir ákvörðunum er vörðuðu samningsmarkmið og áherslur í íslenskum landbúnaði í komandi framtíð. - óká Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sjá meira
Samstaða var um að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB) og að þingmenn kysu um niðurstöðuna, í pallborði og hjá frummælendum á nýafstaðinni morgunráðstefnu samtakanna Sterkara Ísland. Pallborðið skipuðu Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Guðlaugur og Katrín kváðust bæði á móti aðild, en Valgerður er henni fylgjandi. Öll töldu þau mikilvægt að færa umræðu um aðild að ESB í málefnalegra horf og vinna að því að tryggja gagnsætt samningaferli. Guðlaugur Þór taldi málið líklegt til þess að skilja eftir sig djúp sár hjá þjóðinni, sár sem gengju jafnvel þvert á flokka og fjölskyldur. Til að draga úr sárindum taldi hann skynsamlegt að setja samningaferlinu tímamörk og kvaðst vilja fá að sjá dagsetningu um hvenær kosið yrði um aðild. Þá sagðist hann óttast að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar létu aðra hagsmuni víkja fyrir áhuga sínum á að ganga í ESB. Í framsögu lýsti Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, efasemdum um inngöngu í ESB, en sagðist þó vilja klára ferlið sem hafið væri. „Mín skoðun er sú að betra sé að fyrir liggi samningur, enda liggi þá skýrt fyrir hverjir kostirnir eru," sagði hún. Þá sagðist G. Valdimar Valdimarsson, formaður alþjóðanefndar Framsóknarflokksins, ekki trúa því að framsóknarmenn, sjálfstæðismenn og vinstri grænir væru tilbúnir að treysta Samfylkingu og embættismönnum fyrir ákvörðunum er vörðuðu samningsmarkmið og áherslur í íslenskum landbúnaði í komandi framtíð. - óká
Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sjá meira