Sandor: Á ekkert von á launahækkun þrátt fyrir annríkið Hjalti Þór Hreinsson skrifar 2. júlí 2010 07:45 Úr leiknum í gær. Fréttablaðið/Anton „Voru þau svona mörg já? Þá stóð ég mig bara vel,” sagði Sandor Matus, fyrirliði og markvörður KA, sem átti stórleik gegn FH í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í gær. FH skaut 32 sinnum að marki, en Sandors varði hvað eftir annað frábærlega, alls 10 skot, og hélt liðinu inni í leiknum í rúmar 50 mínútur. Þá skoraði FH og eftir það var eftirleikurinn auðveldur. En Sandor hætti þó ekki að verja og hann bjargaði KA frá niðurlægingu í Kaplakrika. „Ég naut mín vel en ég held ég fái ekkert yfirvinnukaup þrátt fyrir hvað var mikið að gera,” sagði Sandor léttur. „Það var gaman að spila gegn einu besta liði landsins. Við gerðum okkar besta og þeir spiluðu mjög vel. Allir leikmenn FH-liðsins hreyfa sig vel, senda rétt og kunna að spila góðan fótbolta. Grasið er gott og völlurinn er góður. Nú fann ég hvernig Jabuilani-boltinn hegðar sér, hann er góður,” sagði Sandor og hló en rigning og rok var á vellinum. „Við ætluðum bara að spila okkar leik og ekki pakka í vörn. Við áttum nokkur færi og þetta var ekki alslæmt en þetta var sanngjarn sigur,“ sagði hinn geðþekki Ungverji. „Við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðir og vorum það í fyrri hálfleik. Við vorum í frábærum tækifærum en náðum ekki að nýta þau. Við komum grimmir inn í seinni hálfleik og drápum eiginlega leikinn með fyrsta markinu. Á endanum var þetta þægilegur og góður sigur,” sagði Ólafur Páll Snorrason sem skoraði tvö mörk fyrir FH. Matthías Vilhjálmsson skoraði í millitíðinni. „Sandor er hörku markmaður og stóð vel fyrir sínu en hann náði ekki að stoppa þessi tvö frábæru mörk hjá mér,” sagði Ólafur og brosti. „Heilt yfir er ég mjög sáttur, við héldum hreinu og nú erum við komnir í undanúrslit. Mótið er svo stutt, við þurfum bara að halda haus í þremur eða fjórum leikjum til að komast á Laugardalsvöllinn,” sagði Ólafur Páll Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skotæfing FH skilaði þremur mörkum - Myndir FH varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 3-0 sigur á KA í Kaplakrikanum. 2. júlí 2010 08:00 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
„Voru þau svona mörg já? Þá stóð ég mig bara vel,” sagði Sandor Matus, fyrirliði og markvörður KA, sem átti stórleik gegn FH í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í gær. FH skaut 32 sinnum að marki, en Sandors varði hvað eftir annað frábærlega, alls 10 skot, og hélt liðinu inni í leiknum í rúmar 50 mínútur. Þá skoraði FH og eftir það var eftirleikurinn auðveldur. En Sandor hætti þó ekki að verja og hann bjargaði KA frá niðurlægingu í Kaplakrika. „Ég naut mín vel en ég held ég fái ekkert yfirvinnukaup þrátt fyrir hvað var mikið að gera,” sagði Sandor léttur. „Það var gaman að spila gegn einu besta liði landsins. Við gerðum okkar besta og þeir spiluðu mjög vel. Allir leikmenn FH-liðsins hreyfa sig vel, senda rétt og kunna að spila góðan fótbolta. Grasið er gott og völlurinn er góður. Nú fann ég hvernig Jabuilani-boltinn hegðar sér, hann er góður,” sagði Sandor og hló en rigning og rok var á vellinum. „Við ætluðum bara að spila okkar leik og ekki pakka í vörn. Við áttum nokkur færi og þetta var ekki alslæmt en þetta var sanngjarn sigur,“ sagði hinn geðþekki Ungverji. „Við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðir og vorum það í fyrri hálfleik. Við vorum í frábærum tækifærum en náðum ekki að nýta þau. Við komum grimmir inn í seinni hálfleik og drápum eiginlega leikinn með fyrsta markinu. Á endanum var þetta þægilegur og góður sigur,” sagði Ólafur Páll Snorrason sem skoraði tvö mörk fyrir FH. Matthías Vilhjálmsson skoraði í millitíðinni. „Sandor er hörku markmaður og stóð vel fyrir sínu en hann náði ekki að stoppa þessi tvö frábæru mörk hjá mér,” sagði Ólafur og brosti. „Heilt yfir er ég mjög sáttur, við héldum hreinu og nú erum við komnir í undanúrslit. Mótið er svo stutt, við þurfum bara að halda haus í þremur eða fjórum leikjum til að komast á Laugardalsvöllinn,” sagði Ólafur Páll
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skotæfing FH skilaði þremur mörkum - Myndir FH varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 3-0 sigur á KA í Kaplakrikanum. 2. júlí 2010 08:00 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Skotæfing FH skilaði þremur mörkum - Myndir FH varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 3-0 sigur á KA í Kaplakrikanum. 2. júlí 2010 08:00
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn