Oddný Sturludóttir : Gagnkvæm virðing 16. apríl 2010 06:00 Í dag eru 22.644 innflytjendur á Íslandi eða 9% af þjóðinni. Ísland er fjölbreytt fjölmenningarsamfélag. Þá staðreynd er ekki hægt að hunsa. Fólk getur rökrætt um það hvort það sé jákvætt eða ekki, hvort innflytjendalög séu of ströng eða ekki. En ekkert breytir því að við búum í heimi sem skreppur sífellt saman og er byggður af ferðafæru fólki. En þó þessar staðreyndir liggi fyrir nægja þær ekki til að móta farsælt fjölmenningarsamfélag, þar sem allir hafa jöfn tækifæri; réttindi og ábyrgð allra eru viðurkennd og virt og allir taka virkan þátt í samfélaginu. Farsælustu fjölmenningarsamfélögin eru þau sem tryggja að allir geta notið sín. Spurningin er: hvers konar samfélag viljum við? Viljum við samfélag sem hvetur innflytjendur og gerir þeim kleift að taka virkan þátt? Ef svarið er já, verðum við að horfa til almannaþjónustu og stefnu stjórnvalda. Ef við viljum að innflytjendur axli meiri ábyrgð þurfum við stefnu sem verndar réttindi þeirra og barna þeirra, verndar búsetu þeirra, hvetur til þátttöku, auðveldar sameiningu fjölskyldna, hvetur til umsóknar um ríkisborgararétt og síðast en ekki síst þurfum við stefnu sem berst gegn mismunun. Þessar stefnur og framkvæmdir þurfa að vera á öllum stigum samfélagsins, hjá ríkisstjórn, í sveitarstjórnum, í skólum, atvinnulífi - alls staðar. Á Evrópuráðsþingi um aðlögun, haldið í Vichy árið 2008, samþykktu aðildarríkin að ,,til að ná árangri kallar aðlögunarferlið á einlæga fyrirhöfn gestgjafalandsins og hins opinbera sem og innflytjendanna sjálfra til að stuðla að gagnkvæmri virðingu". Við spyrjum því: erum við að gera allt sem við getum? Fjölmenningarsetur, Jafnréttishús og Alþjóðahús leggja sitt af mörkum en er það nóg? Þjónustan er dreifð og það er engin reglugerð sem segir nákvæmlega til um hvaða þjónustu sveitarfélögin verða að bjóða uppá. Fjöldi stofnana sem tengjast aðlögunarferlinu er gífurlegur. Það er skortur á samstarfi milli opinberrar þjónustu og einkageirans og skrifræðið er flókið. Reykjavíkurborg er því miður að glata forystu sinni í innflytjendamálum með deyfð og áhugaleysi þeirra sem fara fyrir stjórn borgarinnar og það er alvarlegt mál. Ef við vinnum ekki bug á þessum hindrunum munu þær flækja aðlögunina sem gæti þýtt að innflytjendur verði fastir á jaðri samfélagsins. Þannig samfélag viljum ekki á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Í dag eru 22.644 innflytjendur á Íslandi eða 9% af þjóðinni. Ísland er fjölbreytt fjölmenningarsamfélag. Þá staðreynd er ekki hægt að hunsa. Fólk getur rökrætt um það hvort það sé jákvætt eða ekki, hvort innflytjendalög séu of ströng eða ekki. En ekkert breytir því að við búum í heimi sem skreppur sífellt saman og er byggður af ferðafæru fólki. En þó þessar staðreyndir liggi fyrir nægja þær ekki til að móta farsælt fjölmenningarsamfélag, þar sem allir hafa jöfn tækifæri; réttindi og ábyrgð allra eru viðurkennd og virt og allir taka virkan þátt í samfélaginu. Farsælustu fjölmenningarsamfélögin eru þau sem tryggja að allir geta notið sín. Spurningin er: hvers konar samfélag viljum við? Viljum við samfélag sem hvetur innflytjendur og gerir þeim kleift að taka virkan þátt? Ef svarið er já, verðum við að horfa til almannaþjónustu og stefnu stjórnvalda. Ef við viljum að innflytjendur axli meiri ábyrgð þurfum við stefnu sem verndar réttindi þeirra og barna þeirra, verndar búsetu þeirra, hvetur til þátttöku, auðveldar sameiningu fjölskyldna, hvetur til umsóknar um ríkisborgararétt og síðast en ekki síst þurfum við stefnu sem berst gegn mismunun. Þessar stefnur og framkvæmdir þurfa að vera á öllum stigum samfélagsins, hjá ríkisstjórn, í sveitarstjórnum, í skólum, atvinnulífi - alls staðar. Á Evrópuráðsþingi um aðlögun, haldið í Vichy árið 2008, samþykktu aðildarríkin að ,,til að ná árangri kallar aðlögunarferlið á einlæga fyrirhöfn gestgjafalandsins og hins opinbera sem og innflytjendanna sjálfra til að stuðla að gagnkvæmri virðingu". Við spyrjum því: erum við að gera allt sem við getum? Fjölmenningarsetur, Jafnréttishús og Alþjóðahús leggja sitt af mörkum en er það nóg? Þjónustan er dreifð og það er engin reglugerð sem segir nákvæmlega til um hvaða þjónustu sveitarfélögin verða að bjóða uppá. Fjöldi stofnana sem tengjast aðlögunarferlinu er gífurlegur. Það er skortur á samstarfi milli opinberrar þjónustu og einkageirans og skrifræðið er flókið. Reykjavíkurborg er því miður að glata forystu sinni í innflytjendamálum með deyfð og áhugaleysi þeirra sem fara fyrir stjórn borgarinnar og það er alvarlegt mál. Ef við vinnum ekki bug á þessum hindrunum munu þær flækja aðlögunina sem gæti þýtt að innflytjendur verði fastir á jaðri samfélagsins. Þannig samfélag viljum ekki á Íslandi.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun